Eyðsla á patrol


Höfundur þráðar
brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

Eyðsla á patrol

Postfrá brinks » 20.apr 2012, 00:11

Sælir. Ekki vitið þið hvað orginal patrol er að eyða svona í blönduðum akstri
semsagt 98+ módel sem er þá með 2.8 mótor
kv.þórir
Síðast breytt af brinks þann 20.apr 2012, 00:53, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá JoiVidd » 20.apr 2012, 00:28

Þegar bíllinn minn er á 38 tommunni er hann með einhverja 15.5-16l í blönduðum akstri en svo núna er ég búinn að skrúfa vel upp olíuverkinu og kominn á 44" og þá laumar hann sér alveg uppí 19lítrana.. veit ekki með orginal svona bíl en venjulegur svona bíll á 38" er í 15-16l. allavega hjá mér, er búinn að eiga nokkra
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


Höfundur þráðar
brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá brinks » 20.apr 2012, 00:52

Er það þá kanski full gróft að skjóta á 12-13 lítra eða er það kanski eyðslan á orginal bíl

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Freyr » 20.apr 2012, 01:16

brinks wrote:Er það þá kanski full gróft að skjóta á 12-13 lítra eða er það kanski eyðslan á orginal bíl


Ég væri hissa ef svona bíll færi með ekki nema 12-13 í blönduðum akstri þó hann sé orginal.

Ég átti eldri patrol, '95 árg. með 2,8 og 5,42 drif á 38". Hann fór með 14-16 í langkeyrslu og 18+ innanbæjar, en ég var líka búinn að skrúfa upp í olíuverkinu.

User avatar

Trosturn
Innlegg: 90
Skráður: 14.feb 2012, 22:43
Fullt nafn: Þröstur njálsson
Bíltegund: DATZUN 36"
Staðsetning: Oftast þarsem ad eg stend eða sit:)

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Trosturn » 20.apr 2012, 04:27

ég er með einn 2.8 y61 og hann fer 580km á fullum tanki innanbæjar blönduðum akstri á 36"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá jeepson » 20.apr 2012, 09:01

Ég er með 94 bíl með 96 krami og hann eyðir öllu sem er sett á hann.. 38" 5,42hlutföll. Ég hef verið að skjóta á svona 13-15 í langkeyrsu. Hef ekki mælt það 100% enþá. Hann virðist eyða minna innanbæjar. Eins furðulegt og það ú hljómar. En það stfar kanski að því að bærinn er pínu lítill og ekki nema um 270hræður hérna og stutt í vinnuna og vélin snýst yfirleitt aldrei yfir 1400sn í 3,gír hérna heima. Núna lekur pakning öðruhvoru megin við túrbínuna hjá mér þannig hann tpar ansi miklu þar g virðist vera farinn að eða mun meira. É ætla að mæla hann almennilega þegar ég er búinn að skipta um púst pakningarnar.. En það er búið að skrúfa upp í verkinu hjá mér ins og hjá mörgumöðrum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá TWIN 2 » 20.apr 2012, 09:23

ég var með 3.0L bíl sjálfskiptann og hann var að fara með 13-14 innanbæjar og datt niður í 11.5 - 12 utanbæjar. setti svo undir hann 35" og þá jók hann við sig um 1-1.5L/100.
2.8 bíllinn er örugglega eitthvað svipaður +/- 1L/100
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk


MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá MIJ » 20.apr 2012, 12:14

vorum með 38" breyttan patrol að vísu með 3 lítra vélinni og hann var á orginal hlutföllum en hann gat dottið niður í svona 12 - 13 lítra á langkeyrslu.
If in doubt go flat out


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Árni Braga » 20.apr 2012, 12:40

Eru þetta ekki einhver hjátrú að patti á 38" eyði ekki nema 15 til 17 lítrum.
minn er nú alltaf í kringum 20+ .
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Höfundur þráðar
brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá brinks » 20.apr 2012, 12:53

takk fyrir svörin strákar þarf aðeins að spá í þessu hvort maður eigi að fá sér svona bíl þetta eru bara svo mismunandi svör
allt frá 11 upp í 16,veit að 38" patrol 2000 módel með 2.8 sem ég átti var að eyða 18+ og keyrði ég hann alltaf í spari akstri
það getur ekki munað svona mikið á eyðslu á milli dekkjastærða eins og í mínu tilfelli þíðir þetta einhverjir 7 lítrar frá lægstu tölu sem ég er búin að fá uppgefna

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá -Hjalti- » 20.apr 2012, 14:53

Árni Braga wrote:Eru þetta ekki einhver hjátrú að patti á 38" eyði ekki nema 15 til 17 lítrum.
minn er nú alltaf í kringum 20+ .


Það er ökumaðurinn en ekki bíllinn Árni :)
Ég hef séð tölur allt niður í 10L/100km
En aldrei séð meira en 20L/100km
Oftast er hann í 13-14 en ég er þó á töluvert léttari bíl en aðrir.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá jeepson » 20.apr 2012, 16:25

Var ekki altaf talað um að gamli góði 3,3 hafi verið að eyða um 10 á hundraðið í langkeyrslu á 38"?? Mig minnir endilega eins og ég hafi heyrt það. En endilega leiðréttið þetta ef að þetta er bull. Einhver sagði mér að hann eyddi minna n 2,8. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 20.apr 2012, 17:39

Ég er með 2001 módel sem er á veturnar á 44" SuperSwamer. Hann er með 3.0l sjálfskiptur á 5,42 hlutföllum ekki með kubb. Ég mældi hann frá Akranesi og í Árnes þegar farið var í stórferðina núna í mars. Þá fór hann með 16,2l á hundraði og vorum við tvö í bílnum með dót fyrir 3 daga ferð. Innanbæjar hér á Akranesi hef ég ekki mælt hann og ætla mér ekki að svekkja mig á því að gera það :) Í stórferðinni fór ég með 220-240l. Það var eitthvað eftir á tanknum þegar ég kom heim og miðast 240l við að tankurinn hafi tæmst þannig að það er eitthvað á bilinu 220-240l Einhverjar tröllasögur heirði ég af 54" Ford sem fór með 400lítra í ferðinni en sel það ekki neitt frekar.

Ég fór inn í Þórsmörk núna í vetur og fór frá Akranesi. Þá mældi ég meðaleyðsluna 19l á hundraði með akstri i 6-8 pundum inn í mörk og til baka.

Málið er bara með þessa bíla að þeir eru svo misjafnir i eyðslu og spilar þar margt inní. Eru síur í lagi, hvað er bíllinn ekinn, er tölvukubbur í bílnum og hvernig er hann stilltur(Vitlaust stilltur kubbur getur haft öfug áhrif en hann er ætlaður fyrir), hvernig er bíllinn ekinn, er hann sjálfskiptur, hvernig dekk eru undir honum og svo er endalaust hægt að telja.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá jeepson » 20.apr 2012, 18:18

Svo er þetta auðvitað líka spurning um bílstjórann. Hvernig keyrir hann. Ég get farið að heima og yfir á Ísafjörð fyrir 3500kall. En svo get ég líka látið hann eyða 5000kallinum í sömu ferð. En ég væri endilega til í að fá að heyra einhverjar eyðslu sögur um 3,3 oeins 4,2TD ef að einhver er með svoleiðis :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Árni Braga » 20.apr 2012, 18:39

Hagalín wrote:Ég er með 2001 módel sem er á veturnar á 44" SuperSwamer. Hann er með 3.0l sjálfskiptur á 5,42 hlutföllum ekki með kubb. Ég mældi hann frá Akranesi og í Árnes þegar farið var í stórferðina núna í mars. Þá fór hann með 16,2l á hundraði og vorum við tvö í bílnum með dót fyrir 3 daga ferð. Innanbæjar hér á Akranesi hef ég ekki mælt hann og ætla mér ekki að svekkja mig á því að gera það :) Í stórferðinni fór ég með 220-240l. Það var eitthvað eftir á tanknum þegar ég kom heim og miðast 240l við að tankurinn hafi tæmst þannig að það er eitthvað á bilinu 220-240l Einhverjar tröllasögur heirði ég af 54" Ford sem fór með 400lítra í ferðinni en sel það ekki neitt frekar.

Ég fór inn í Þórsmörk núna í vetur og fór frá Akranesi. Þá mældi ég meðaleyðsluna 19l á hundraði með akstri i 6-8 pundum inn í mörk og til baka.

Málið er bara með þessa bíla að þeir eru svo misjafnir i eyðslu og spilar þar margt inní. Eru síur í lagi, hvað er bíllinn ekinn, er tölvukubbur í bílnum og hvernig er hann stilltur(Vitlaust stilltur kubbur getur haft öfug áhrif en hann er ætlaður fyrir), hvernig er bíllinn ekinn, er hann sjálfskiptur, hvernig dekk eru undir honum og svo er endalaust hægt að telja.



Ég var í þessari sömu ferð og Kristján og minn var að fara með 40 lítra frá Rvk upp í Hrauneyjar á 110 km hraða ca 150 kílómetrar
frá Hrauneyjum á Mývatn fór hann með 95lítra ca 12 tíma ferð.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 20.apr 2012, 19:24

Árni Braga wrote:
Hagalín wrote:Ég er með 2001 módel sem er á veturnar á 44" SuperSwamer. Hann er með 3.0l sjálfskiptur á 5,42 hlutföllum ekki með kubb. Ég mældi hann frá Akranesi og í Árnes þegar farið var í stórferðina núna í mars. Þá fór hann með 16,2l á hundraði og vorum við tvö í bílnum með dót fyrir 3 daga ferð. Innanbæjar hér á Akranesi hef ég ekki mælt hann og ætla mér ekki að svekkja mig á því að gera það :) Í stórferðinni fór ég með 220-240l. Það var eitthvað eftir á tanknum þegar ég kom heim og miðast 240l við að tankurinn hafi tæmst þannig að það er eitthvað á bilinu 220-240l Einhverjar tröllasögur heirði ég af 54" Ford sem fór með 400lítra í ferðinni en sel það ekki neitt frekar.

Ég fór inn í Þórsmörk núna í vetur og fór frá Akranesi. Þá mældi ég meðaleyðsluna 19l á hundraði með akstri i 6-8 pundum inn í mörk og til baka.

Málið er bara með þessa bíla að þeir eru svo misjafnir i eyðslu og spilar þar margt inní. Eru síur í lagi, hvað er bíllinn ekinn, er tölvukubbur í bílnum og hvernig er hann stilltur(Vitlaust stilltur kubbur getur haft öfug áhrif en hann er ætlaður fyrir), hvernig er bíllinn ekinn, er hann sjálfskiptur, hvernig dekk eru undir honum og svo er endalaust hægt að telja.



Ég var í þessari sömu ferð og Kristján og minn var að fara með 40 lítra frá Rvk upp í Hrauneyjar á 110 km hraða ca 150 kílómetrar
frá Hrauneyjum á Mývatn fór hann með 95lítra ca 12 tíma ferð.



Svo ert þú náttúrulega líka með fullorðins dekk undir hjá þér :)

En ég hef tekið eftir því á bílnum hjá mér að hann er að eyða meira ef maður er farinn að fara yfir 100km/klst.
Ég hef reynt að halda mig svona á milli 90 og 100. Það er svona þægilegasti ferðahraðinn varðandi eyðslu með sjálfskiptingunni hjá mér.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá olei » 20.apr 2012, 20:28

Til gamans:
Ef maður vill fá eyðslumælingu sem er "marktæk" þá verður maður að tékka af teljarann í hraðamælinum á móti GPS og ákvarða skekkjuna. Það er ekki nóg að vísirinn sýni rétt m.v GPS í akstri. Síðan að keyra út fullan tank, helst nokkra tanka, til að minnka skekkjumörkin í lítratölunni.

Ef maður fyllir tank og ekur einhvern spotta og fyllir svo aftur getur skakkað nokkrum lítrum. Það geta setið loftvasar efst í tönkum og lögnum - eftir því hvort að bíllinn hallar svolítið eða ekki, eftir því hvernig hann er hlaðinn og jafnvel eftir því hversu miklu var dælt á hann og hversu hratt. Hér er um að ræða einhver skekkjumörk. Því minna eldsneyti sem um ræðir því meira vegur skekkjan í heildarmælingunni. Þessvegna eru eyðslutölur sem eru fengnar yfir skemmri vegalengdir háðar víðum skekkjumörkum og ber að meðhöndla í samræmi við það.

Tökum sem dæmi bíl sem við þekkjum ekki og segjum að km-teljarinn í honum sé innan 5% skekkjumarka. Við fyllum hann af eldsneyti og ökum nákvæmlega 100 km. samkvæmt mæli og fyllum hann aftur og það fara á hann 15 lítrar. Segjum að skekkjumörkin á því að "fyllla hann" séu upp á 3 lítra.

Samkvæmt mælingunni eyðir bíllinn 15 lítrum á hundraðið. Þá er það spurning hver skekkjumörkin eru?

Í besta falli ókum við 105km og í það fóru 15lítrar það gerir ~14,3 lítra á hundraðið.
Í versta falli ókum við bara 95km og í það fóru í raun 18 lítrar af því að eftir síðari áfyllinguna var 3. lítrum minna á tanknum en í fyrra skiptið. Það gerir ~18,9 lítra á hundraðið.
------------------------------
Tökum sömu forsendur nema nú ókum við 500 km og tókum 75 lítra af eldsneyti.
Sem gerir líka eyðslu upp á 15 lítra á hundraðið.

Í besta falli ókum við 525km og í það fóru 75lítrar það gerir ~14,3 lítra á hundraðið.

Í versta falli ókum við bara 475km og í það fóru í raun 78 lítrar. Það gerir ~16,4 lítra á hundraðið.

Þetta dæmi sýnir að eyðslumælingar yfir styttri vegalengdir geta verið misvísandi, en skekkjan minnkar eftir því sem mælingin nær yfir lengri vegalengd.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 20.apr 2012, 22:10

olei wrote:Til gamans:
Ef maður vill fá eyðslumælingu sem er "marktæk" þá verður maður að tékka af teljarann í hraðamælinum á móti GPS og ákvarða skekkjuna. Það er ekki nóg að vísirinn sýni rétt m.v GPS í akstri. Síðan að keyra út fullan tank, helst nokkra tanka, til að minnka skekkjumörkin í lítratölunni.

Ef maður fyllir tank og ekur einhvern spotta og fyllir svo aftur getur skakkað nokkrum lítrum. Það geta setið loftvasar efst í tönkum og lögnum - eftir því hvort að bíllinn hallar svolítið eða ekki, eftir því hvernig hann er hlaðinn og jafnvel eftir því hversu miklu var dælt á hann og hversu hratt. Hér er um að ræða einhver skekkjumörk. Því minna eldsneyti sem um ræðir því meira vegur skekkjan í heildarmælingunni. Þessvegna eru eyðslutölur sem eru fengnar yfir skemmri vegalengdir háðar víðum skekkjumörkum og ber að meðhöndla í samræmi við það.

Tökum sem dæmi bíl sem við þekkjum ekki og segjum að km-teljarinn í honum sé innan 5% skekkjumarka. Við fyllum hann af eldsneyti og ökum nákvæmlega 100 km. samkvæmt mæli og fyllum hann aftur og það fara á hann 15 lítrar. Segjum að skekkjumörkin á því að "fyllla hann" séu upp á 3 lítra.

Samkvæmt mælingunni eyðir bíllinn 15 lítrum á hundraðið. Þá er það spurning hver skekkjumörkin eru?

Í besta falli ókum við 105km og í það fóru 15lítrar það gerir ~14,3 lítra á hundraðið.
Í versta falli ókum við bara 95km og í það fóru í raun 18 lítrar af því að eftir síðari áfyllinguna var 3. lítrum minna á tanknum en í fyrra skiptið. Það gerir ~18,9 lítra á hundraðið.
------------------------------
Tökum sömu forsendur nema nú ókum við 500 km og tókum 75 lítra af eldsneyti.
Sem gerir líka eyðslu upp á 15 lítra á hundraðið.

Í besta falli ókum við 525km og í það fóru 75lítrar það gerir ~14,3 lítra á hundraðið.

Í versta falli ókum við bara 475km og í það fóru í raun 78 lítrar. Það gerir ~16,4 lítra á hundraðið.

Þetta dæmi sýnir að eyðslumælingar yfir styttri vegalengdir geta verið misvísandi, en skekkjan minnkar eftir því sem mælingin nær yfir lengri vegalengd.



Þegar ég mæli eyðslu á bílum notast ég alltaf við bæði GPS og Km-mæli í bílnum.

Ég hef mælt bílinn hjá mér nokkrum sinnum í langkeyrslu og hefur hann verið þetta með 16-16.5l á hundraði.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Izan » 21.apr 2012, 10:53

Sælir

Patrolinn minn eyddi um 20 l á 100 á 38" með org hlutföll ef ég var ekkert að spöglera í að spara. Ég sá einverntíma útreikning upp á 13l en það var langferð undan vindi. Merð sparakstri hefði leikandi verið hægt að halda honum í um 18l

Sami bíll eyddi um 16l á 35" dekkjum.

Kv Jón Garðar

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá HaffiTopp » 21.apr 2012, 11:12

Hagalín wrote:En ég hef tekið eftir því á bílnum hjá mér að hann er að eyða meira ef maður er farinn að fara yfir 100km/klst.
Ég hef reynt að halda mig svona á milli 90 og 100. Það er svona þægilegasti ferðahraðinn varðandi eyðslu með sjálfskiptingunni hjá mér.

Mynnir mig á annann mjög svipaðann þráð þar sem þú, Hagalin minnist á ferðahraða þinn um og yfir 100 km. hraða og eyðslan í samræmi við það. Kemur þá einn mætur maður með þá athugasemd um hvort þú sért ekki starfandi sem lögreglumaður í sambandi við þennann keyrsluhraða hjá þér ;)
Mig minnir endilega að hámarkshraði á íslenskum þjóðvegum sé 90 km. klukkustund :)
Kv. Haffi


Logi
Innlegg: 18
Skráður: 17.nóv 2011, 21:28
Fullt nafn: Elvar Logi Gunnarsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Logi » 21.apr 2012, 11:15

HaffiTopp wrote:
Hagalín wrote:En ég hef tekið eftir því á bílnum hjá mér að hann er að eyða meira ef maður er farinn að fara yfir 100km/klst.
Ég hef reynt að halda mig svona á milli 90 og 100. Það er svona þægilegasti ferðahraðinn varðandi eyðslu með sjálfskiptingunni hjá mér.

Mynnir mig á annann mjög svipaðann þráð þar sem þú, Hagalin minnist á ferðahraða þinn um og yfir 100 km. hraða og eyðslan í samræmi við það. Kemur þá einn mætur maður með þá athugasemd um hvort þú sért ekki starfandi sem lögreglumaður í sambandi við þennann keyrsluhraða hjá þér ;)
Mig minnir endilega að hámarkshraði á íslenskum þjóðvegum sé 90 km. klukkustund :)
Kv. Haffi


Hahahahaha nú er að færast fjör í skrifin....

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 15:03

HaffiTopp wrote:
Hagalín wrote:En ég hef tekið eftir því á bílnum hjá mér að hann er að eyða meira ef maður er farinn að fara yfir 100km/klst.
Ég hef reynt að halda mig svona á milli 90 og 100. Það er svona þægilegasti ferðahraðinn varðandi eyðslu með sjálfskiptingunni hjá mér.

Mynnir mig á annann mjög svipaðann þráð þar sem þú, Hagalin minnist á ferðahraða þinn um og yfir 100 km. hraða og eyðslan í samræmi við það. Kemur þá einn mætur maður með þá athugasemd um hvort þú sért ekki starfandi sem lögreglumaður í sambandi við þennann keyrsluhraða hjá þér ;)
Mig minnir endilega að hámarkshraði á íslenskum þjóðvegum sé 90 km. klukkustund :)
Kv. Haffi


Það er ágætt að þú hafi í eymd þinni, vesældóm og einmannaleika ekkert betra við tímann að gera heldur en að nöldra eins og gömul kerling á bak við tölvuskjáinn yfir einhverjum smámunum eins og hverju menn hafa tekjur af. En þetta breytir því ekki að ég hef lítið ef nokkuð tekið mark á því hvað þú skrifar hér inni og það breytist ekki á næstunni allavega.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Gunnar Björn
Innlegg: 73
Skráður: 05.okt 2011, 19:05
Fullt nafn: Gunnar Börn Haraldsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Gunnar Björn » 21.apr 2012, 15:32

Ég er á "98 Patrol á 33" dekkjum og þegar ég mældi hann síðast keyrði ég 607 km . Dældi 82 lítrum á hann og fékk út 13,5 í blönduðum .


Freysi
Innlegg: 21
Skráður: 13.mar 2011, 09:19
Fullt nafn: Freyr Gunnarsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Freysi » 21.apr 2012, 16:09

Það er allavega ein niðurstaða eftir þennan sorgarlestur, Djöfull eyðir þetta DRASL.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Izan » 21.apr 2012, 17:13

Sælir

Já, þetta "drasl" eyðir alveg helvítis helling og skilar litlu af því til bara en kosturinn er ótvíræur að maður komist alltaf á leiðarenda. Mér finnst minn alltaf hafa eytt of miklu. Ég held, og þarf að halda, nokkuð nákvæmt bókhald um hann og á heildina hefur hann komið mjög þokkalega út. Eins var hann mjög ásættanlegur í fjallaakstri, eins og hann hafi bara ekki getað skolað meiru niður þótt hann hafi langað til.

Kv Jón Garðar

P.s. þurfa menn endilega að vera með svona dellu eins og að röfla um aksturslag annara? Eigum við ekki bara að ræða saman í þokkalegum vinskap, þessi vefur var eiginlega stofnaður til þess.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 17:23

Eyðslan sem ég hef grátið mest varðandi minn er langkeyrslan en þegar komið er á fjöll hef ég bara verið þokkalega sáttur með hann miðað við dekkjastærð.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 17:28

Izan wrote:
P.s. þurfa menn endilega að vera með svona dellu eins og að röfla um aksturslag annara? Eigum við ekki bara að ræða saman í þokkalegum vinskap, þessi vefur var eiginlega stofnaður til þess.


Alveg sammála þessu, en menn verða bara að "taste their own medicine" þegar þeir starta einhverjum leiðindum. Þannig er það bara.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá jeepson » 21.apr 2012, 18:40

Á meðan að þetta eyðir öllu sem er sett á þetta. Þá held ég að maður sé bara í góðum málum :) En hafið þið eitthvað verið að reikna út hvað þið eruð að eyða á klukkutíma uppá fjöllum. Er ekki 2,8 Y60 að eyða um 5-6l á klukkutíma? Það væri kanski gaman að fá að heyra eitthvað um það og í hvernig færi menn hafa verið að trukkast í miðað við útreiknaða eyðslu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Járni » 21.apr 2012, 18:56

Ég vil minna menn á að haga sér.

Leiðindi eru leiðinleg sama hver á í hlut og núna er einn notandi hættur á spjallinu. Vonandi að það verði til þess að aldrei verið aftur leiðindi aftur á netinu.

Ontopic: Minn eyðir frá 14-50L, það fer eftir nokkrum breytum.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 19:03

Járni wrote:Ég vil minna menn á að haga sér.

Leiðindi eru leiðinleg sama hver á í hlut og núna er einn notandi hættur á spjallinu. Vonandi að það verði til þess að aldrei verið aftur leiðindi aftur á netinu.

Ontopic: Minn eyðir frá 14-50L, það fer eftir nokkrum breytum.



Svona til að loka mínum part á þessum leiðindum að þá ætla ég bara að byðjast afsökunar ef einhver hafi hætt að nota spjallið af mínum völdum en þegar menn byrja með skítkast í minn garð þá svara ég af fullri hörku til baka. Þannig er það bara. Ég er ekki vanur að byrja eitthvað en ég tek á móti ef þess þarf og ef ég hafi verið valdur að því að einhver hætti á spjallinu þá ÆTLAST ég til þess að þeir sem stjórni spjallinu sendi má mig póst annað hvort í e-mail eða einkaskilaboðum hér á spjallinu.

Kristján Hagalín Guðjónsson
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá frikki » 21.apr 2012, 19:05

Strákar þegar eldsneitis kostnaður er það eina sem ég þarf að hafa áhyggjur af er mer sama hvað pattinn eyðir.
Hann kemur mer alltaf þangað sem ég vil að hann komi mér og hefur ekkert bilað . 7-9-13.

En svona til gamans þá hefur munað 10l á hundraðið á eiðslu í langkeirslu á sömu leiðinni.

En bíllinn er að eiða svona 7 til 10 l á klst á fjöllum.

Hefur farið frá 16l til 33l á hundraðið á langkeirslu.

Er á 44 með 5.42 hl 4.2 bensín sjálfskiptur
Patrol 4.2 44"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 19:17

Hjá mér í stórferðinni fór ég með 90l frá Hrauneyjum norður á Mývatn og vorum við rúma 12klst á leiðinni sem gera eitthvað um 7,5l á klst
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Brjótur » 21.apr 2012, 19:35

Ég get nú ekki kallað þetta skítkast Hagalín, ég myndi kalla þetta hroka í þér! ég ætla að vona að þú munir þín eigin orð næst þegar þú stoppar einhvern ökumann á 99 km hraða!

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hfsd037 » 21.apr 2012, 19:56

Brjótur wrote:Ég get nú ekki kallað þetta skítkast Hagalín, ég myndi kalla þetta hroka í þér! ég ætla að vona að þú munir þín eigin orð næst þegar þú stoppar einhvern ökumann á 99 km hraða!



Já en hver hefur ekki keyrt yfir 100km/h?? lögreglumenn eru alveg jafn mannlegir og við, og það koma upp tilvik að maður verði hreinlega að keyra yfir 100km td útaf víbring í dekkjum í miklum kulda :)
Síðast breytt af Hfsd037 þann 21.apr 2012, 20:03, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá -Hjalti- » 21.apr 2012, 19:59

Hann er auðvitað bara að frammfylgja reglum sem honum eru settar í hans vinnu..
Frekar kjánalegt að persónugera þetta svona..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá jeepson » 21.apr 2012, 20:24

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Brjótur » 21.apr 2012, 20:52

Halló strákar, Hjalti , á hann að stoppa þig þegar hann er í búningnum og fara svo úr búningnum og keyra eins og þú þegar hann stoppaði þig?? Halló er einhver heima í kollinum hjá þér?
Og Hfsd það er ekkert sem réttlætir of hraðann akstur nema FORGANGSLJÓS ekki einusinni að vera mannlegur blabla,................................. Hagalín sagði.................................................. ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Það er ágætt að þú hafi í eymd þinni, vesældóm og einmannaleika ekkert betra við tímann að gera heldur en að nöldra eins og gömul kerling á bak við tölvuskjáinn yfir einhverjum smámunum eins og hverju menn hafa tekjur af. En þetta breytir því ekki að ég hef lítið ef nokkuð tekið mark á því hvað þú skrifar hér inni og það breytist ekki á næstunni allavega. ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Ég veit að menn keyra hraðar en hámarkshraði er, en það sem ég á við er það að starfandi lögreglumaður sé að gaspra með það að hann keyri svona og drulli svo yfir menn fyrir að skjóta þessu á hann, jha hver er vesalingurinn?? og hrokagikkurinn? dæmi hver fyrir sig en hugsi áður en hann setur það á prent, og ég skora á Járna að setja ofaní við lögguna fyrir þennan kjaft.


Höfundur þráðar
brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá brinks » 21.apr 2012, 21:05

þetta átti nú bara að vera saklaus þráður um eyðslu. Ekki þráður um skítkast,seigi nú bara eins og jeepson
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hfsd037 » 21.apr 2012, 21:18

brinks wrote:þetta átti nú bara að vera saklaus þráður um eyðslu. Ekki þráður um skítkast,seigi nú bara eins og jeepson
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)


þegar minnst er á eyðslu á Patrol þá verða menn bara pirraðir haha ;)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eyðsla á patrol

Postfrá Hagalín » 21.apr 2012, 22:21

Brjótur wrote:Halló strákar, Hjalti , á hann að stoppa þig þegar hann er í búningnum og fara svo úr búningnum og keyra eins og þú þegar hann stoppaði þig?? Halló er einhver heima í kollinum hjá þér?
Og Hfsd það er ekkert sem réttlætir of hraðann akstur nema FORGANGSLJÓS ekki einusinni að vera mannlegur blabla,................................. Hagalín sagði.................................................. ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Það er ágætt að þú hafi í eymd þinni, vesældóm og einmannaleika ekkert betra við tímann að gera heldur en að nöldra eins og gömul kerling á bak við tölvuskjáinn yfir einhverjum smámunum eins og hverju menn hafa tekjur af. En þetta breytir því ekki að ég hef lítið ef nokkuð tekið mark á því hvað þú skrifar hér inni og það breytist ekki á næstunni allavega. ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Ég veit að menn keyra hraðar en hámarkshraði er, en það sem ég á við er það að starfandi lögreglumaður sé að gaspra með það að hann keyri svona og drulli svo yfir menn fyrir að skjóta þessu á hann, jha hver er vesalingurinn?? og hrokagikkurinn? dæmi hver fyrir sig en hugsi áður en hann setur það á prent, og ég skora á Járna að setja ofaní við lögguna fyrir þennan kjaft.


Helgi minn, ætlar þú ekki næst bara að segja að þú borgir launin mín líka.......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 61 gestur