Ég hef séð nokkrar toppgrindur sem að mér skilst að séu smíðaðar hér á landi. Vitið þið hverjir eru að smíða þessar toppgrindur og hvað þær kosta. Einnig væri vel þegið ef einhver gæti sent mér myndir af svona toppgrind og sérstaklega hvernig gengið er frá festingunum í rennurnar á simmib@simnet.is.
Kv. Simmi.
Toppgrind á Toyota LC80
Re: Toppgrind á Toyota LC80
Sæll,
Er þetta ekki bara Briddebild eða KE málmsmíði ? .....
www.facebook.com/media/set/?set=a.11868 ... 439&type=3
kv. Halldór
Er þetta ekki bara Briddebild eða KE málmsmíði ? .....
www.facebook.com/media/set/?set=a.11868 ... 439&type=3
kv. Halldór
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
Re: Toppgrind á Toyota LC80
Takk fyrir þetta, góðar myndir.
Re: Toppgrind á Toyota LC80

Þessa toppgrind smíðaði ég fyrir nokkrum árum á bílinn minn. Festingarnar í rennurnar eru mjög einfaldar. Frá rörunum liggur flatjárnsbútur og á milli hans og toppsins setti ég gúmmiræmu. Til að halda grindinni á sínum stað beygði ég svo flatál og boltaði við flatjárnið. Gúmmíræman sem að grindi liggur á nær svo alveg utan um þakrennuna. Semsagt að allstaðar þar sem að grindin snertir bílinn er gúmmí á milli.



Re: Toppgrind á Toyota LC80
Mér finnst þetta vera flott smíði hjá þér Hafliði.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Toppgrind á Toyota LC80
Þetta eru upplýsingarnar og myndirnar sem mig vantaði, takk. Veist þú hver framleiðir brettakantana sem eru á bílnum?
Re: Toppgrind á Toyota LC80
jongunnar wrote:Mér finnst þetta vera flott smíði hjá þér Hafliði.
Takk fyrir það. Ég var sjálfur mjög ánægður með þetta hjá mér ;)
Jebb, kantarnir eru frá formverk.
Re: Toppgrind á Toyota LC80
Flott smíði hjá þér Hafliði , en hvað viktar svona röragrind?
kv. Halldór
kv. Halldór
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
Re: Toppgrind á Toyota LC80
Forsetinn wrote:Flott smíði hjá þér Hafliði , en hvað viktar svona röragrind?
kv. Halldór
Ég viktaði hana nú aldrei en það var létt verk fyrir einn að standa á neðri afturhleranum og vippa henni á toppinn. Klárlega hefði verið skynsamlegra að smíða úr áli en ég hafði ekki græjur eða þekkingu í það.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur