Síða 1 af 1

Snorgel ?

Posted: 05.maí 2010, 20:47
frá Hr hilux
Er það satt að ef maður setur snorgel á bílinn. Þá getur hann mist 10 til 15 hestöfl ?

Re: Snorgel ?

Posted: 05.maí 2010, 22:01
frá Alpinus
Nei, þau bætast frekar við.

Re: Snorgel ?

Posted: 06.maí 2010, 11:24
frá Tómas Þröstur
Það er nú spurning. Gæti verið eitthvað hestafladropp. Það hlýtur að vera einhver tregða og viðnám í rörunum og vinkilbeygjunum sem aftur dregur úr loftflæði að vél.

Re: Snorgel ?

Posted: 06.maí 2010, 18:55
frá Stebbi
Usss maður setur bara Turbo límmiða á skottið og þá jafnast þetta út. :)

Re: Snorgel ?

Posted: 06.maí 2010, 19:03
frá Sævar Örn
get ekki ímyndað mér að þetta skipti neinu máli, vélin sogar loftið inn á sig eða túrbínan ef það á við og mesta tregðan er ábyggilega alltaf í loftsíunni sjálfri

Re: Snorgel ?

Posted: 06.maí 2010, 19:10
frá Haukur litli
Ef menn eru með nógu sver rör, mjúkar beygjur í fullri stærð og endinn á snorkelinu er ekki þannig að þar myndist vacuum á ferð þá getur ekki verið að menn missi hestöfl. Ástralirnir hafa verið að nota 3" fyrir 90 cruiser og 3.0 Patrol og 4" fyrir 4.2 Cruiser og Patrol, það er að segja þeir sem smíða sín eigin úr rörum.

Það er farið að heilla mig meira að hafa sérsmíðað snorkel úr ryðfríu eða pólýhúðu stáli frekar en en plastssnorkel fyrir tæpar 100 þús kr.