Síða 1 af 1
LC 80 framlásavandræði
Posted: 08.apr 2012, 18:33
frá rottinn
Sælir félagar. Ég er með LC 80 92árg og fór í ferð í gær þar sem ég notaði framlásinn og hann er fastur á. Mótorinn fær straum til að setja lásinn á og af (2 vírar) og það tikkkar í mótornum en ekkert gerist, þe hann hreyfir ekki neitt. Hvernig er hægt að ná honum úr lásnum handvirkt? Bíllinn er náttúrulega ónothæfur í þessu ástandi.
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 08.apr 2012, 21:05
frá s.f
tagtu bara mótorin frá og þá geturu tekið hann úr lásnum með því ýtta pinanum til baka
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 08.apr 2012, 21:45
frá hobo
Jæja Böðvar, ertu þá kominn með eitthvað annað en amerískt sem þú getur treyst út fyrir bæjarmörkin? :)
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 09.apr 2012, 17:44
frá rottinn
Jah ég er reyndar búinn að reyna að ná lásnum frá en hann neitar að yfirgefa svæðið. Enda sennilega með því að rífa köggulinn úr til að sjá hvað vandamálið sé en það kemur í ljós í kvöld. En Hörður þessi cruiser er nú búinn að vera í eigu föður míns í þónokkur ár og var hann fenginn lánaður í hallæri þar sem ég steingleymdi að ná í númeraplöturnar af Willysnum fyrir páskatúrinn. Hefði betur farið númerslaus á honum því þá væri ég ekki í vandræðum með þetta japanadót ;)
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 09.apr 2012, 23:02
frá Oskar K
eru ekki lokur á svona bíl ?
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 09.apr 2012, 23:04
frá Freyr
nei, fastir flangsar og sídrif.
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 10.apr 2012, 07:49
frá plummerinn
ég á mótor handa þér í framlásinn..
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 11.apr 2012, 10:02
frá rottinn
plummerinn wrote:ég á mótor handa þér í framlásinn..
takk fyrir það Haukur minn. Þú virðist eiga allt sem mig vantar hvort sem það er til húsbygginga eða í bílaviðgerðir hehe en ætli ég láti ekki Gumma jó kíkja á mótorinn fyrst. Verð í bandi við þig gamli ef hann er ónýtur.
Re: LC 80 framlásavandræði
Posted: 11.apr 2012, 10:23
frá Magni
ég lenti í þessu að aftan, að ná ekki mótornum úr þegar hann var fastur á. Ég var búinn að losa hann allan en hann fór ekki úr fyrr en ég tjakkaði upp eitt hjólið og losaði spennuna af lásnum.