Síða 1 af 1

Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 17:53
frá sigurdurk
Er með 96 árg af dodge ram og var að spá hvernig menn hafi breytt þeim til að koma 38-44" undir þá.
Þarf ekki að færa frammhásinguna til að það sé mögulegt ? á einhver myndir af svona breytingu?

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 18:55
frá Þorsteinn
hvernig bíll er þetta? 1500 eða 2500?

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 19:35
frá jeepson
Ætti ekki að vera nóg að skera úr og hækka?? Manni fynst altaf vera svo svakalegt pláss fyrir stærri dekk á þessu trukkum.

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 21:33
frá sigurdurk
þetta er 1500 bíll mátaði 38" undir hann og þetta er ekkert mál að aftan.
Það er ekkert hægt að skera úr brettinu að framan nær hurðini því framhásingin er svo aftarlega.
Ef framhásingin væri svona 10cm framar væri þetta ekkert mál og maður myndi saga úr framstuðaranum.
Hafa menn bara verið að hækka andskoti nóg ?

mynd af bílnum.
Image

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 21:48
frá Kiddi
Ég held þetta sjáist ágætlega hér.
[youtube]G4fUVE0o7tI[/youtube]

Mér sýnist á öllu að það sé klippt bara vel úr brettinu og hurðinni, enda engin ástæða til að óttast það ef vandað er til verksins.

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 21:51
frá birgthor
Ef þú ert bara að hugsa um <38" þá myndi ég leggjast í þá vinnu að koma hásingunni framar.
Flottur svona lár og sennilega þæginlegra að ganga um hann.

Reyndar kannski aðeins meiri vinna heldur en lift.

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 23:06
frá JonHrafn
Við fegðar erum einmitt að fara breyta svona bíl, hann var að rubba á 35" og samt var ekkert eftir af frambrettinu, sirka 2,5cm þykkur brettakanntur síðan hurðin. Eina vitið er að færa framhásinguna og setja alvöru stífur og opna aðeins orginal 4linkið. Framhásingin hangir í stífunum í sáralítilli teygju, auk þess eru stífurnar ekki rör heldur opnir prófílar ( U ) opnir að neðan

Re: Dodge ram breyting

Posted: 08.apr 2012, 23:12
frá -Hjalti-
Þetta verður líka að fara á 44" eða stærra ef þetta á að komast eitthvað í snjó.