Síða 1 af 1

Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 12:20
frá sukkaturbo
Sælir félagar og gleðilega páska. Eignaðist Patrol 93 sem var búinn að standa eitthvað. Nú slekkur hann ekki hleðsluljósið alveg en það dofnar og voltmælirinn stendur um 12 volt og hreifist ekki þó gefið sé í.Er einhver með stuttu leiðina í þessu eða þarf ég að skipta um altenator kveðja guðni

Re: Patrol hleður ekki

Posted: 08.apr 2012, 12:27
frá villi58
Sæll Guðni!
Þú getur prufað að vera með volt-mæli og sett á rafgeymapólana með bílinn í gangi, þá ætti mælir að sýna 13-14 volt.
Ath. Mældu þegar hann er hættur að hita glóðarkerti þá færð þú nokkuð örugga volt-tölu.
k.v. Vilhjálmur

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 12:29
frá Holyman
líklega spennustillir farinn í alternatornum........ eða hugsanlega jarðsambandsleysi....

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 12:31
frá villi58
Það eru margir möguleikar,t.d. kol, gott að byrja að skoða allar tengingar.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 13:08
frá jeepson
Sæll Guðni minn og gleðilega páska og takk fyrir spjallið í gær. Skoðaðu allar tenginar eins og hér fyrir ofan kemur. Ef að alt er í fullkomnulagi þá ættiru að fá 14,2V á geymirinn þegar þú setur volt mælir á hann. Ég tek eftir því að mælirinn í Trölla lyftist ansi hátt. En ég setti volt mælirinn minn á hann og fékk 14,2V á geymana. Þannig að alt er í fullkomnu lagi. Ég hef haft það sem venju að fara með rófan sandpappír á tengingar þegar ég er að pússa þetta upp.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 13:14
frá sukkaturbo
Takk strákar ég tók í sundur tengin og hreinsaði þau upp. Þegar ég hristi og barði í altenatorinn blikkaði hleðslusljósið varð skært og síðan dauft og aftur skært þannig að það er spurning hvort ég verði að skipta út altenatornum eða prufa að setja aukajörð á hann með startkappli svona til að byrja með.kveðja patroleigandinn

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 13:30
frá olafur f johannsson
er senilega farinn díóðubrú og eða léleg kol eða bæði

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 15:10
frá sukkaturbo
Sælir hef trú á að ég verði að skipta um. Ég á vél með altenator ég nenni ekki að rífa altenatorana af svo ég skipti bara um vél á eftir þegar ég er búinn að drekka síðdegiskaffi kveðja guðni

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 16:15
frá steinarxe
haha..talandi um tímasparnað;)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 16:17
frá villi58
Auðveldara að fá sér Hilux !

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 16:52
frá Þorri
villi58 wrote:Auðveldara að fá sér Hilux !

Já það einfaldar málið þá hendir maður þessu strax en patrol er hægt að laga.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 18:12
frá steinarxe
hehehe,comeback dagsins!!:)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 08.apr 2012, 18:41
frá jeepson
steinarxe wrote:hehehe,comeback dagsins!!:)


Hehehe ójá :D

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 03:11
frá Valdi B
steinarxe wrote:hehehe,comeback dagsins!!:)


haha flest allir patrol eigendur ættu nú líka að þekkja það vel að þurfa að laga patrol! :D

hvernig erþað í dag kemur það í manualinuum hvernig maður á að skipta um hedd ? svona do it yourself ! haha :D

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 06:58
frá sukkaturbo
Sælir allir það er engin furða að jeppamenskan sé að líða undir lok því lík er viskan þegar bílarnir bila og maður leitar eftir ráðum.Ef maður ætti að fara eftir ráðunum þá ætti maður að henda Patrolnum og fá sér Toyotu. En henda svo Toyotunni og fá sér Patrol aftur. Ég held að ég noti bara Valpinn.kveðja Guðni sjövilti

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 10:53
frá svenni g
Sæll Guðni,þú getur prófað að nota prufulampa og tengja á milli B+ og hleðslu ljóssins og sjá kvort hann slökkvi það ljós þar sem það er oftast minni mótstaða í perunni í prufulampanum eða setja vír á milli og prófa að mæla,ef hleðslan breytist þá er díóðu tríóið farið,einnig er ágjætt að taka spennustillið úr og prófa að ommæla á milli kolfaranna í tornum og það á að vera leiðni á milli,fínt að nota om mæli sem flautar.
En sennilega ertu fljótastur að skipta um tor ef þú átt einn í lagi ;)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 11:01
frá steinarxe
Jebbs,í nýja patrolnum er búið að henda varadekkinu undir bíl eins og á hilux og í staðinn er komið hedd í sérstökum poka skrúfað á afturhlerann svo fólk geti skipt um á leiðinni:)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 12:38
frá sukkaturbo
Sæll Svenni þakka fagmannleg svör er nú í þessu að skipta út altenator hundleiðinlegt verk fyrir feita karla sem vega salt á vatnskassanum eða komast ekki undir bílinn þar sem bíllinn er núna á 38". Hefði átt að gera þetta eftir páska þegar One pakkið hefur sjatnað aðeins.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 13:14
frá Valdi B
steinarxe wrote:Jebbs,í nýja patrolnum er búið að henda varadekkinu undir bíl eins og á hilux og í staðinn er komið hedd í sérstökum poka skrúfað á afturhlerann svo fólk geti skipt um á leiðinni:)


hehe :D

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 13:46
frá villi58
Ég þekkti einu sinni mann frá Egilstöðum sem notaði Hiluxinn sinn til að steikja læri, tók sirka 2 klst. á keyrslu.
Í Patrol er þetta ekki hægt því heddið dugar ekki steikingartímann.
Bara benda á kosti Toyotu !!!!!!!!!!!!

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 15:35
frá cameldýr
villi58 wrote:Ég þekkti einu sinni mann frá Egilstöðum sem notaði Hiluxinn sinn til að steikja læri, tók sirka 2 klst. á keyrslu.
Í Patrol er þetta ekki hægt því heddið dugar ekki steikingartímann.
Bara benda á kosti Toyotu !!!!!!!!!!!!


Ef hann hefði ekki verið á Hilux þá hefði hann verið svona korter heim og getað sett lærið í ofninn :)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 15:48
frá jeepson
Það er ekkert mál að elda lærið á patrol líka. Heddin eru ekki eins slæm og menn vilja láta þau vera. Allavega lenti ég ekki í neinu hita vandamáli í síðustu jeppaferð. Svo er annað að þetta bilar alt. Líka toyota!!!

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 17:13
frá Grímur Gísla
Byrjaðu á því að jarðtengj altanartorinn með startkapli. Ég hef lent í því að altanator hefur oxast þannig að hann einangraðist frá festingunum, ég losaði upp á strekkjaranum og hreyfði hann framm og til baka og strekkti hann aftur þá var hann ok í ár eða svo.
Ef það er ekki raunin þá eru kolin farin að festast í honum.
Þá er eina ráðið að setja herpilykkju um fæturnar á þér og hífa þig upp á talíunni og slaka þér öfugum niður í vélasalinn ;-))) og losa kvikindið og taka hann upp.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 18:02
frá sukkaturbo
Sæll Grímur talían virkað vel. En ég er eldrauður í framan og það er skítalykt út úr mér þegar ég rekvið (Ropa) en er nú búinn að skipta um tor Amperkötturinn var ónýtur. Annað vandamál og fyrirspurn í næsta lið vélarhristingur. Annars takk félagar fyrir ómetanlega sálfræði meðferð og leiðbeiningar um málið.kveðja guðni

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 19:50
frá steinarxe
hehe Gísli ekki gera okkur það til geðs að móðgast yfir þessu bulli;)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:03
frá -Hjalti-
valdibenz wrote:
steinarxe wrote:hehehe,comeback dagsins!!:)


haha flest allir patrol eigendur ættu nú líka að þekkja það vel að þurfa að laga patrol! :D

hvernig erþað í dag kemur það í manualinuum hvernig maður á að skipta um hedd ? svona do it yourself ! haha :D


valdibenz
steinarxe

Hvernig er það með þessa Hiluxa ykkar , er nog að poppa nokkrum þolinmæðis / gleðipillum þegar þið setjist upp í fákana eða verður það að gerast um leið og þið hugsið um að fara á rúntin ?

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:11
frá jeepson
steinarxe wrote:hehe Gísli ekki gera okkur það til geðs að móðgast yfir þessu bulli;)


hehe. Ég er ekkert að móðgast neitt. En ég skal glaður elda lambaæri handa ykkur með pattanum mínum :)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:15
frá steinarxe
haha hjalti það fer bara eftir sálrænu ásigkomulagi hvern og einn dag. Í morgun til dæmis horfði ég uppá að þurfa að keyra yfir 200 km og ákvað að best væri að poppa tveimur,sérstaklega fyrst það voru páskar,virkar vel en smá ofsjónir hingað og þangað því ég get svo svarið að tíkin komst í 120 á jafnsléttu og í logni:)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:21
frá steinarxe
Nei Gísli það langar mig ekki í vegna þess að lamb er best hægeldað og ef þú gerir það með pattanum þá gerist ekkert nema það að það verður sótsvart og brunnið að utanverðu og svo hálfhrátt að innan:D

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:29
frá jeepson
steinarxe wrote:Nei Gísli það langar mig ekki í vegna þess að lamb er best hægeldað og ef þú gerir það með pattanum þá gerist ekkert nema það að það verður sótsvart og brunnið að utanverðu og svo hálfhrátt að innan:D


Það er ekkert mál að fá það eldað eins og þú vilt. Alt hægt á patrol skal ég segja þér :)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:34
frá jeepson
steinarxe wrote:Nei Gísli það langar mig ekki í vegna þess að lamb er best hægeldað og ef þú gerir það með pattanum þá gerist ekkert nema það að það verður sótsvart og brunnið að utanverðu og svo hálfhrátt að innan:D


Hiluxinn hjá bróðir mínum nær 130 niður á móti með pakka af víagra í tankinum. Verst að hann þoror aldrei að kaupa víagra. Honum fynst svo vandræðalegt að vera ekki nema 26ára og kaupa víagra. Apótekið er löngu hætt að trúa því að þetta sé á hiluxinn. Þannig að hann er að pæla í að selja bílinn bara.. En ég sagði honum að það mætti ekki keyra hraðar en 90 útá þjóðvegi þannig að þetta væri alt í lagi :)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 21:48
frá steinarxe
hehe ok það er gott,þarf að fara í önundarfjörðinn og sækja dekk og eitthvað drasl í hiluxinn sem ekki bilaði heldur ég skipti um að ástæðulausu,get alveg eins farið aðeins lengra og fengið lamb hjá þér áður en ég fer tilbaka á flateyri og drepst uppá afgreiðsluborðinu í Vagninum(frí gisting);)

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 22:25
frá jeepson
steinarxe wrote:hehe ok það er gott,þarf að fara í önundarfjörðinn og sækja dekk og eitthvað drasl í hiluxinn sem ekki bilaði heldur ég skipti um að ástæðulausu,get alveg eins farið aðeins lengra og fengið lamb hjá þér áður en ég fer tilbaka á flateyri og drepst uppá afgreiðsluborðinu í Vagninum(frí gisting);)


HAHAHAHAHA :D


Þetta er nú að verða meiri bull þráðurinn :p

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 09.apr 2012, 23:52
frá Valdi B
ég var orðinn svo vanur því að vera á hilux með fjaðrir að framan að þegar ég fékk hinn bílinn (vinnubílinn) (sem er á klöfum og miklu mýkri) þá skrúfaði ég hannniður á samslátt til að fá álíka mýkt í hann og fjaðrabíl haha :D

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 10.apr 2012, 00:25
frá Stebbi
sukkaturbo wrote:Sælir hef trú á að ég verði að skipta um. Ég á vél með altenator ég nenni ekki að rífa altenatorana af svo ég skipti bara um vél á eftir þegar ég er búinn að drekka síðdegiskaffi kveðja guðni



Ef að hleðsluljósið flöktir þegar þú lemur í hann þá er það sambandsleysi eða kolin búin, ég myndi veðja á kolin. En ef þú ætlar á annað borð að rífa vélina úr þá er það hreinlega yfirlýst heimska að fara setja sömu mistökin ofani aftur með öðru seríal númeri. Eftir að hafa þurft að fara bílasölurúnt til að finna álitlegan Patrol til nota sem heimilisbíl á vísitöluheimili þá get ég sagt það og staðið við það að þessar 2.8 vélar eru einhver þau vonlausustu verkfæri sem hægt er að hugsa sér ofan í bíl sem vigtar meira en 2 tonn. Hættu þessu bulli og settu í hann 3.0 og sjálskiptingu, þá geturðu sett hraðamælir aftur í mælaborðið og tekið dagatalið í burtu.

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 10.apr 2012, 05:51
frá sukkaturbo
Sæll Stebbi þessi 2,8 vél hentar vel og er príðis góð hún er létt og fer ekki fram úr sjálfri sér brýtur ekki frá sér og maður hefur tíma til að hugsa um steikina í langferðum og losnar við allar hraðasektir.kveðja guðni

Re: Patrol hleður ekki / vantar ráð

Posted: 10.apr 2012, 08:25
frá sukkaturbo
Hleður fínt næst er það vibringur svo startari og svo að selja