Síða 1 af 1

Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 18:55
frá jeepson
Jæja. Hér koma nokrar myndir úr ferðinni í gær. Færið var blautt og þungt og við snéurum við áleiðis uppá Drangajökul. Þar sem að alt var að fyllast af þoku. Enduðum á því að fara á Þoskajarðaheiðina og enduðum svo á Arnköllu dalnum....

Image
Ég og kóarinn að stilla okkur upp Búnir að hleipa úr niður í 4psi og gera okkur klára til að fara að leika okkur á meðan við biðumeftir hópnum.

Image
Þessi trooper er á 35" og virkaði svakalega vel þrátt fyrir blautt og leiðinlegt færi.

Image
Örninn að fylla vatn á hjá sér. Vatnsdælan lak.

Image
Hemmi húddlausi.

Image
Ég að spítta aðeins. á leið uppá Drangajökul. En svo var ákveðið að snúa við vegna þoku.

Image
Verið að spjalla

Image

Image

Image
80 cruiser að taka þátt í brekkuspólinu með okkur. Hann komst nokkuð hátt.

Image
Hópurinn komin á leiðarenda og menn að pumpa í. Það voru selpur þarna á izuzu D-max pikkanum og þær gáfu okkur strákunum sko ekkert eftir. :)

Image
Hér má sjá leiðina. Alveg frá því að við byrjuðum heima. Þarna sést so þegar að við rúntuðum niður á Neðri brunná til að fá smá smurolíu og meira loft í dekkin. Enda altaf gaman að kíkja á örninn. Að lokum vil ég þakka þeim sem að voru með í ferðinni fyrir góða ferð og skemtilegan félagsskap. Alveg eðal ferðafélagar :)

Ef að einhverjir eiga fleiri myndir úr þessari ferð. Þá meiga þeir henda þeim inn. Ég sé að myndatökumaðuinn minn hefði mátt taka fleiri myndir af fleirum þarna. En hann er bara með patrol á heilanum. Enda Örninn búinn að heilaþvo hann :D

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:45
frá biggi72
Sjást ekki myndirnar frá þér. :(

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:50
frá jeepson
Ég sé þær allavega. Eru fleiri sem að sjá ekki myndirnar? Þessu var uploadað photobucket og hefur altaf virkað hér inni.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:53
frá siggibjarni
Takk kærlega fyrir frábæra ferð! var mjög gaman þrátt fyrir leiðinlegt veður. Pattarnir áttu ekki roð í trooperinn og 80 cruiserinn ;)

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:55
frá -Hjalti-
Ég sé þær ekki

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:55
frá Svenni30
Ég sé engar myndir Gísli

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:55
frá Geiri
Var ekki duglegur að taka myndir en hér eru nokkrar:

Image
Fyrsti skafl á leiðinni upp á Þorskafjarðarheiði

Image
Verið að bæta í eitt dekk hjá Villa

Image
Komnir upp að sæluhúsi

Image

Image
Upp á Steingrímsfjarðarheiði

Image
Algeng sjón á Patrol, ef húddin voru yfir höfuð á bílunum þá voru þau yfirleitt opin

Image

Image

Image

Image
Komnir á leiðarenda

Þakka fyrir góða ferð
Kveðja Geiri trooper eigandi

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:56
frá jeepson
siggibjarni wrote:Takk kærlega fyrir frábæra ferð! var mjög gaman þrátt fyrir leiðinlegt veður. Pattarnir áttu ekki roð í trooperinn og 80 cruiserinn ;)


Hehe :) pattarnir áttu alveg roð í þá. Ég gat ekki betur séð annað en allir bílar væru bara að koma vel út :)

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 19:59
frá jeepson
Sjáið þið myndirnar frá Geira?? Ég sé mínar og hans myndir.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 20:02
frá Geiri
jeepson wrote:Sjáið þið myndirnar frá Geira?? Ég sé mínar og hans myndir.


Ég sé ekki myndirnar frá þér

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 20:04
frá jeepson
Geiri wrote:
jeepson wrote:Sjáið þið myndirnar frá Geira?? Ég sé mínar og hans myndir.


Ég sé ekki myndirnar frá þér


Hver andskotinn er í gangi???

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 20:07
frá jeepson
Myndunum er hlaðið inná photobucket. Og það hefur altaf virkað. Einhver tölvusnillingur hér sem að veit hvað gæti orsakað þessu?? Albúmið er stilt á puplic þannig að allir eigi að geta séð það.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 20:52
frá Svenni30
Ég sé myndirnar núna. Hefur verið góður dagur hjá ykkur

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 21:03
frá Jóhann
Það sjást allar myndir hjá mér.:)

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 07.apr 2012, 23:19
frá jeepson
Já ég náði að laga þetta. :) Þetta var flottur dagur.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 14:30
frá AgnarBen
Nei sko, þarna er gamli minn fjær held ég, eðal jeppi :)

Image

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 15:16
frá jeepson
Patrol eru eðal jeppar ;)

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 16:36
frá Hjörvar Orri
Hvað eru margir km. frá þingeyri og uppá steingím?

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 18:26
frá jeepson
Hjörvar Orri wrote:Hvað eru margir km. frá þingeyri og uppá steingím?


Ég man það ekki alveg nákvæmlega. En mig minnir að það séu 250 eða 260km svona ca. Það eru að mig minnir 289km yfir á Hólmavík.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 21:45
frá Hjörvar Orri
Þetta hefur verið þéttur og skemmtilegur hópur. Ég fer nánast undantekningarlaust á strandir á hverju ári og reyni við jökulinn. það er spurning hvort ég fengi einhvertíman að vera í samfloti við ykkur.

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 22:19
frá jeepson
Hjörvar Orri wrote:Þetta hefur verið þéttur og skemmtilegur hópur. Ég fer nánast undantekningarlaust á strandir á hverju ári og reyni við jökulinn. það er spurning hvort ég fengi einhvertíman að vera í samfloti við ykkur.


Já þetta var skemtilegur hópur. Þú ert altaf velkominn ;)

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 22:38
frá Izan
Sælir

Mér sýnist að ég færi ágætlega í þennann hóp, greinilegt að menn hafa mikið vit á bílum fyrir vestan, Patrol og Izusu í miklum meirihluta.

Kv Jón Garðar

Re: Páskaferð 6. apríl 2012

Posted: 11.apr 2012, 22:43
frá jeepson
Izan wrote:Sælir

Mér sýnist að ég færi ágætlega í þennann hóp, greinilegt að menn hafa mikið vit á bílum fyrir vestan, Patrol og Izusu í miklum meirihluta.

Kv Jón Garðar


hehe já þetta vaflottur hópur. Reyndar var ég á eina bílnufrá vestfjörðunum ef að ég man rétt.