Síða 1 af 1
Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 07.apr 2012, 01:43
frá Svenni30
Vildi bara þakka þeim sem kusu þessa mynd um daginn í ljósmynda keppninni.

Gísli Sverrisson koma færandi hendi í kvöld, með pakka frá prolong sem ég fékk í verðlaun.
Hann kom með þetta beint heim að dyrum, góð þjónusta það.

Re: Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 07.apr 2012, 12:26
frá Hjörturinn
Maður þarf greinilega að fara taka þátt í þessum ljósmyndakeppnum, ekki amaleg verðlaun
Re: Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 07.apr 2012, 13:27
frá HaffiTopp
Til lukku með myndina og verðlaunin. En hver borgar þennan verðlaunapakka? Bara smá forvitni :)
Kv. Haffi
Re: Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 07.apr 2012, 15:45
frá hobo
HaffiTopp wrote:Til lukku með myndina og verðlaunin. En hver borgar þennan verðlaunapakka? Bara smá forvitni :)
Kv. Haffi
Ég giska á að það séu aðstandendur síðunnar, fyrir hagnaðinn af auglýsingunni á forsíðunni.
Annars til hamingju með góða mynd Svenni!
Re: Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 07.apr 2012, 16:21
frá Svenni30
Takk fyrir það strákar.
Prolong gaf verðlaunin held ég öruglega
Re: Takk fyrir atkvæðin í ljósmynda keppninni
Posted: 08.apr 2012, 11:19
frá gislisveri
Prolong/Hringrás gefur verðlaunin og hefur styrkt fjárhag síðunnar líka. Þeir eiga heiður skilinn fyrir örlætið.