Löglegur utanvegaakstur.

User avatar

Höfundur þráðar
Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá Bokabill » 04.apr 2012, 14:44

Löglegur utanvegaakstur í hlíðum Úlfarsfells.
Image




gunnireykur
Innlegg: 89
Skráður: 14.mar 2010, 00:40
Fullt nafn: Gunnar Þór Reykdal

Re: Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá gunnireykur » 04.apr 2012, 15:06

hvað er löglegt við þetta?

User avatar

Höfundur þráðar
Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá Bokabill » 04.apr 2012, 15:55

gunnireykur wrote:hvað er löglegt við þetta?


Skv. lögum þá mega sumir keyra utanvega löglega. Þetta er eftir einn af þeim.


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá Hjörvar Orri » 04.apr 2012, 15:59

Og hverjir eru þessir sumir? Kannski bestu vinir aðals?


gunnireykur
Innlegg: 89
Skráður: 14.mar 2010, 00:40
Fullt nafn: Gunnar Þór Reykdal

Re: Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá gunnireykur » 04.apr 2012, 16:04

Ef ég er að átta mig rétt á staðsetninguni útfrá myndinni þá var þessi staður í einkaeign þannig að þetta þarf að vera í samráði við eiganda líka en það eru reyndar orðinn nokkur ár sem ég heyrði af því. En það væri gaman að vita hvaða aðilar eru lögum yfirhafnir?


Ella
Innlegg: 1
Skráður: 05.apr 2012, 10:54
Fullt nafn: Elín Björg Ragnarsdóttir

Re: Löglegur utanvegaakstur.

Postfrá Ella » 05.apr 2012, 11:13

Eftir því sem ég best veit þá eru 2-3 dagar síðan þarna var ekið.

Samkv. 17. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður en á því eru þó undantekningar. Sú undantekning sem jeppamenn og konur þekkja kannski best er heimild til að aka vélknúnum ökutækjum á snævi þakinni og forsinni jörðu.

Í 17. gr. er ráðherra þó gefin heimild, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, til að setja í reglugerð aðrar undanþágur frá banni við akstri utanvega. T.d. vegna landbúnaðarstarfa, landmælinga, línu- og vegalagna og rannsókna.

Í reglugerð nr. 528/2005 með áorðnum breytingum er heimilt skv. 5. gr. að aka utan vega vegna starfa við landbúnað á ræktuðu landi. Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.

Ennfremur er heimilt ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Einnig er leiðsögumönnum með hreindýraveiðum heimilt að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjól og bráðin er fjarri vegum.

Við þennan löglega utanvegaakstur á að sýna aðgát og draga úr hættu á náttúruspjöllum og leitast við að leita leiða til að ekki sé þörf á utanvegaakstri.

Sá akstur sem þessi mynd sýnir féll undir þetta ákvæði 5. gr. reglugerðarinnar þar sem um var að ræða lagningu eða viðhald veitukerfa. Þó má velta því fyrir sér hvort nægileg aðgát hafi verið sýnd og hvort mögulegt hefði verið að koma í veg fyrir eða minnka náttúruspjöll. Ef það hefur verið gert og þetta voru lágmarks skemmdir sem urðu vegna starfans, þá er þetta löglegur utanvegaakstur :-)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur