Breyta skráðum farþegafjölda.


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Breyta skráðum farþegafjölda.

Postfrá trooper » 03.apr 2012, 13:00

Sælir jeppaspjallsmeðlimir.

Þekki þið hvernig er að breyta skráðum sætafjölda í bílum?
Dæmi. Hafi maður Trooper skráðan 5 manna, er hægt að skella í hann öftustu sætunum og fá hann skráðan 7 manna?
Er vitað með kostnað á svona aðgerð?

Endilega ef þið hafið gert þetta eða reynt að gera þetta og afhugast leyfið mér að vita.

kv. Hjalti


Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Breyta skráðum farþegafjölda.

Postfrá Polarbear » 03.apr 2012, 13:10

þetta þarf að rúmast innan heildar-þyngdarmarka bílsins. þú þarft að skila inn nýjum vigtarseðli og það þurfa að sjálfssögðu að vera belti fyrir þessi sæti. annað ætti ekki að þurfa skilst mér.

s.s. ef þú ert með 150 kíló eða meira eftir af leyfðri heildarþyngd mínus eigin þyngd og uppfyllir skilyrðin að öðru leiti held ég að þetta sé bara skoðunaratriði... en ég gæti haft rangt fyrir mér.


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Breyta skráðum farþegafjölda.

Postfrá trooper » 03.apr 2012, 13:19

Nú eru þessir skrjóðar ýmist skráðir 5 eða 7 manna þannig að það ætti ekki að vera vandamálið. Spurningin er kannski frekst er brjálað mál að koma þessum sætum fyrir eru festingarnar til staðar í skottinu á 5 manna bílnum eða ekki? ;)
kv.
Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Breyta skráðum farþegafjölda.

Postfrá halendingurinn » 03.apr 2012, 14:22

það eru ekki alltaf festingar fyrir belti í 5 manna bílnum ef menn ætla að uppfæra þá í 7 manna. hafðu samband við bilakall hér á spjallinu eða f4x4 hann gæti átt það sem þig vantar í þessa breytingu og veitt þér allar uppl.
Síðast breytt af halendingurinn þann 03.apr 2012, 16:12, breytt 1 sinni samtals.


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Breyta skráðum farþegafjölda.

Postfrá bjornod » 03.apr 2012, 14:58

Sæll,

Þetta er ekkert mál. Þarft að fá vigtarseðil og sérskoða bílinn. Ég á sæti úr Tropper 1999 ásamt beltum og brakketum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur