Síða 1 af 1

gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 11:07
frá bogith
Er með bilaðan gemsa sem fer ekki í gang, er einhver sem veit um 6.5 lítra snilling sem eg get talað við?

Re: gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 11:25
frá Þorsteinn
gerðiru hann olíulausann eða fór hann bara allt í einu ekki í gang?

Re: gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 12:11
frá bogith
Hann drap á sér í akstri. síðan stóð hann í nokkra mánuði, vildi ekki starta sér eða neitt annað.
Nú er eg búinn að skipta um PMT driverinn og bíllinn startar en fer ekki í gang, fær oliu að olíuverki en ekki lengra var að spá hvort að olíudælan væri orðin svo máttlaus að hún næði ekki nægum þristingi?
Bogi

Re: gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 12:23
frá fordson
Olíverkið er farið ´hjá þér, átt að geta sett gamla uppí uppgert er ekki viss hverjir eru með þessi skiptiverk. Mæli með að þú bjallir í Jeppasmiðjuna Ljónstöðum þeir vita allt um þetta

Re: gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 22:50
frá Kárinn
það er lítil tölva ofaná mótornum sem stjórnar olíuverkinu.... ca ca 4 x 6 cm að stærð og 2 á þykkt

það gæti verið búið að færa hana að brettinu eða í hvalbakin...

þessi tölva ef hún er ofaná mótornum á það til að hitna of mikið sökum hitamyndunar frá vélinni og grillast þessvegna

kostar 50 þúsund á ljónsstöðum og er þekkt vandamál í 6,5

Re: gmc 6.5L

Posted: 02.apr 2012, 22:56
frá ellisnorra
Kárinn wrote:það er lítil tölva ofaná mótornum sem stjórnar olíuverkinu.... ca ca 4 x 6 cm að stærð og 2 á þykkt

það gæti verið búið að færa hana að brettinu eða í hvalbakin...

þessi tölva ef hún er ofaná mótornum á það til að hitna of mikið sökum hitamyndunar frá vélinni og grillast þessvegna

kostar 50 þúsund á ljónsstöðum og er þekkt vandamál í 6,5



Ef það hefur verið lítið af hráolíu á bílnum þegar hann dó þá ýtir það enn frekar undir þetta sem Kári sagði frá.

Re: gmc 6.5L

Posted: 03.apr 2012, 00:26
frá Freyr
Settu rafmagns fæðidælu á lögnina alveg við tankinn, þekki tvö dæmi þar sem það dugði til að koma bílum í lag sem höfðu verið dæmdir með ónýt olíuverk og búið að skipta um í öðrum þeirra án árangurs.

Re: gmc 6.5L

Posted: 03.apr 2012, 10:02
frá Þorsteinn
hann var að segja að hann er búinn að skipta um heilann á olíuverkinu.
þegar þú talar um að þú fáir olíu að olíuverkinu, notaðiru rafmagnsdæluna í grindinni ( sirka undir bílstjórasætinu) til að koma olíunni að ? í obd tenginu er rauður vír sem þú gefur 12 volt á, og þá keyrir hann dæluna í grindinni af stað.

ef þú heyrir dæluna ekki fara í gang þegar þú gefur straum í rétta vírinn í OBD tenginu þá er hún ónýt, en hættan er ef það er búið að starta og starta að olíuverkið sé búið að vera þurrt of lengi og búið að rífa sig. en alveg þess virði að prófa að skipta um dæluna i grindinni og sjá hvort það sé nóg.
ef það er ekki nóg þá er olíuverkið ónýtt.

sá að þú talaðir um það hvort dælan væri orðin léleg og væri kannski ekki með nógan þrýsting.
ef allt er eins og það á að vera þá áttu ekki að finna fyrir því í daglegri notkun að dælan sé farin.
dælan fór hja mér um daginn í jeppaferð og einu skiptin sem ég fann að hún var farinn er þegar ég stóð bílinn þá svelti hann.
aldrei neitt mál að ná honum i gang. minnir að dælan sé að gefa þrýsting uppá 7 PSI
kv. Þorsteinn