Síða 1 af 1

Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 03:42
frá Hfsd037
Sælir

Hafa menn einhverja reynslu á að keyra á 35" dekkjum með 5:29 hlutfall?
vitið þið sirka hvaða snúning hann er á á sirka 90-100km hraða og hvort að eyðslan hækki eitthvað?
er 35" dekkin hentug fyrir hálendisvegina í sumar og má hleypa vel úr þeim eins og á 38" dekkjunum til að mýkja þau?

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 07:32
frá s.f
ég átti hilux 99árg með 5:29 og hann var fín á 35" hann eiðir mina

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 09:13
frá karig
Ég er á 35" dekkjum á Hilux með 5:29 hlutföllum, en því miður er enginn snúningshraðamælir í mælaborðinu, en í fimmta gír er hann nokkuð góður á ca. 70 km hraða. Eyðir mun minnu en á 38" eins og áður sagði en fer svolítið hægar yfir. Það er í fínu lagi að mýkja í þeim á malarvegum, t.d. niður í 15 pund. Það kostaði mig tvö ónýt dekk eftir nokkurn akstur á malbiki, að nenna ekki að pumpa afur upp í 25 psi , það voru Good Year Wrangler, sem eru með kubba niður á hliðar og þau sprungu við kubbana. Kv, Kári.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 13:49
frá Freyr
35" er fín sem sumardekk undir 38" bíla í nær öllum tilvikum. Eyðslan minnkar oftast nær (nema hjá mönnum sem hafa mjög togmiklar vélar sem eyða bara meira við að snúast hraðar) og aksturseiginleikar eru yfirleitt betri. Ég verð á 35" toyo í sumar undir mínum 38" cherokee.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 15:45
frá Óskar - Einfari
Ég sé að það eru fleiri í sömu hugleiðingum og ég.... ætla einmitt að verða mér út um 35" gang fyrir sumarið, maður tímir orðið enganvegin að spæna upp 38" dekkjum á sumrin. Bíllin hjá mér er á 1:4,88 hlutföllum og er að mig minnir akkurat rétt gíraður á 38" þannig að hann verður hugsanlega aðeins undirgíraður á 35". Er að vona að það sleppi hvað eyðslu varðar... eru ekki að bætast við c.a. 200 sn/min við þessa dekkjaminkun???

Annars átti ég áður 38" hilux á 5,29 hlutföllum. Ég keyrði hann alltaf á 35" á sumrin og það var bara besta mál...

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 21:36
frá Svenni30
Ég er líka í sömu pælingum. Ætla að keyra á 35" í sumar. Er Það nokkuð vonlaust er með 1:4,88 hlutföll

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 22:02
frá steinarxe
Þú ert allaveganna í góðum málum sveinn,hugsa að þér eigi eftir að finnast hann skemmtilegri á malbikinu með 35 tommunni. En ég væri alveg til í að heyra líka hvernig 5,29 fara við 35 frá fyrstu hendi,er alveg að demba mér í hlutfallakaup.hef reyndar keyrt 88 mdl töluvert með 5,71 á 35 tommu og það varv altílagi svona bæjarleið þannig að ég er nokkuð bjartur á að 5,29 sé fínt bæði við 35 og 38 tommu.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 22:09
frá Hjörvar Orri
Ég er með dísel runner með 1:5,29 hlutföllum. Ég er með hann á "35 8-9 mánuði af árinu. Bíllin er að mínu mati allt of mykið niðurgíraður fyrir þessi dekk, en ég kýs þá frekar að keyra hægar og spara "38. Vinur minn átti alveg eins bíl og ég nema með 1:4,88 og var miklu betra að keyra hann á "35 heldur en bílinn minn. Ég er kominn í fimmta gír á 70 km. hraða og mér líður stundum eins og ég sé með sleif að hræra í potti eftir langan akstur innanbæjar.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 22:57
frá draugsii
ég er með 5,29 og hiluxinn hjá mér er fínn á 35" hann er í svona 2700 rpm á 90 í 5 gír

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 22:58
frá Hfsd037
Hjörvar Orri wrote:Ég er með dísel runner með 1:5,29 hlutföllum. Ég er með hann á "35 8-9 mánuði af árinu. Bíllin er að mínu mati allt of mykið niðurgíraður fyrir þessi dekk, en ég kýs þá frekar að keyra hægar og spara "38. Vinur minn átti alveg eins bíl og ég nema með 1:4,88 og var miklu betra að keyra hann á "35 heldur en bílinn minn. Ég er kominn í fimmta gír á 70 km. hraða og mér líður stundum eins og ég sé með sleif að hræra í potti eftir langan akstur innanbæjar.



Á 90km er ég nákvæmlega á 2.4000 snúningum í fimmta gír á 38" dekkjunum

Ætli það sé svipað gear ratio í gírkassa og millikassa í 3.0 ltr runner og 2.4 2000 luxa?

Ég ætla að prufa jeppann á 35" og sjá hvernig hann er á 90km, ef mér finnst hann of hár í snúningi þá ætla ég klárlega að skoða 4:88 hlutföll

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 23:00
frá Hfsd037
draugsii wrote:ég er með 5,29 og hiluxinn hjá mér er fínn á 35" hann er í svona 2700 rpm á 90 í 5 gír


Bensínbíll?

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 23:05
frá Svenni30
Hfsd037 wrote:
draugsii wrote:ég er með 5,29 og hiluxinn hjá mér er fínn á 35" hann er í svona 2700 rpm á 90 í 5 gír


Bensínbíll?


Já 2,4 (22re)

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 02.apr 2012, 23:48
frá dazy crazy
Þar sem það eru bara fastar til að reikna ummál má sleppa þeim og reikna bara hlutfallið milli 35" og 38" beint án þess að reikna út ummálið fyrst.

3/35 = 8,57%
Ef þú ert á 35 tommu og filt finna snúningshraðann á 38 tommu þá deilirðu í núverandi snúningshraða með 1,0857

3/38 = 7,89%
Ef þú ert á 38 tommu og vilt finna snúningshraðann með sama hlutfalli á 35 tommu þá deilirðu í snúningshraðann með 0.9211

Er ekki alveg 100% viss með þetta reyndar en það ætti að vera nærri lagi, ef þetta er rangt má alveg leiðrétta mig.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 03.apr 2012, 09:35
frá Þorri
http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html Hér getið þið sett inn gírkassa skiptingar millikassa milligíra og þau hlutföll sem þið eruð með ásamt dekkjastærð og fengið upp snúningshraða miðað við ökuhraða. Það þarf að vísu að vita hvað kassarnir heita til að fá rétta niðurstöðu en þeir koma t.d með margar gerðir af toyota kössum. En mér þykir gott að nota þetta til að sjá hvað henntar að setja saman.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 03.apr 2012, 11:08
frá Fálki
Ég er á Hilux með 1:5,29 hlutföllum. Keypti 35" gang í sumar til að snatta á og vera ekki að slíta 38" dekkjunum. Eftir 3000km ferðalag þá hennti ég 38" dekkjunum aftur undir, seldi 35" dekkin og hélt áframm ferðalögum mun sáttari.

Fannst bara kjánalegt að keyra um í 5 gír með allt í hvínandi botni á 90km hraða og eins að vera kominn í 3 gír áður en maður komst yfir gatnamót er maður tók af stað á ljósum. Eða svona hér um bil.

Þannig að í dag er ég með tvo 38" ganga á flegum og bara sáttur. Dóla um landið og snúningshraðamælirinn í hóflegri tölu.

Mundi ekki fara neðar en í 37"

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 03.apr 2012, 21:54
frá Refur
Mér var einu sinni sagt að 35"-1:5,29 væri nánast með sama hlutfall út í hjól og original dekk og drif, þetta miðaðist við hilux diesel 89+ módel

Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það samt

Ég hef átt tvo hiluxa á 5,29, annar var turbolaus á 36" en keyrði hann á "33 og "35 á sumrin, það mátti svosem ekki minna vera.

Kv. Villi

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 18.apr 2012, 23:26
frá magni87
vitiði nokkuð hvernig það er að fara með 38 tommu breyttann bíl í skoðun á 35?

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 06:50
frá Startarinn
Það á að sleppa, þú mátt fara 10% útfyrir skráða dekkjastærð

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 12:55
frá Grímur Gísla
Ef þú ert á 2500 sn/mín á 38¨ þá ertu á 2714 á 35¨
2500 x 38/35= 2714
Þetta er svo lítill munur að viðnám í dekkjum ætti að vega hann upp.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 18:52
frá Svenni30
En hvernig er að keyra á 33" á 38" breyttum ? er það alveg vonlaust ? Það er reyndar ferlega ljótt

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 19:19
frá Hfsd037
Svenni30 wrote:En hvernig er að keyra á 33" á 38" breyttum ? er það alveg vonlaust ? Það er reyndar ferlega ljótt


Sæll, ég er komin með 35" undir bílinn núna og ég verð að segja að 33" er allt of lítið, hann er hálf bjánalegur á 35" en það er alveg yndislegt að keyra hann innanbæjjar en ekki utanbæjjar útaf miklum snúning á 90km
hann eyðir líka töluvert meira á 35" heldur en 38"
ég held að 33" sé of lítið undir 38" bíl enda er það líka ólöglegt.

Ég er meira að segja að pæla í að skella 38" aftur undir og vera bara á þeim allan ársins hring.

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 19:31
frá Hfsd037
magni87 wrote:vitiði nokkuð hvernig það er að fara með 38 tommu breyttann bíl í skoðun á 35?


Skekkjumörkin eru 3" upp og niður

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 19.apr 2012, 20:15
frá steinarxe
Það má vel redda útlitinu með réttu felgunum.Ef maður er á tíu tommu breiðum felgum með miklu backspeisi þá náttúrnlega er bíllinn ógeðslegur en ef 35ann er á 12 tommu breiðumn felgum og rétta backspeisið þá getur það verið allt annað. Þeir eru margir hiluxarnir sem líta prýðilega út á 35 tommunni þrátt fyrir 38 tommu breytingu. En það er svosem bara smekksatriði eins og annað:)

Re: Að keyra á 35" dekkjum á 38" breyttum jeppa

Posted: 20.apr 2012, 01:10
frá Freyr
steinarxe wrote:Það má vel redda útlitinu með réttu felgunum.Ef maður er á tíu tommu breiðum felgum með miklu backspeisi þá náttúrnlega er bíllinn ógeðslegur en ef 35ann er á 12 tommu breiðumn felgum og rétta backspeisið þá getur það verið allt annað. Þeir eru margir hiluxarnir sem líta prýðilega út á 35 tommunni þrátt fyrir 38 tommu breytingu. En það er svosem bara smekksatriði eins og annað:)


Á veturna er ég á 38" DC mud country á 13" breiðum felgum með tæplega 12 cm backspace. Keypti 35" toyo í vetur til að nota í sumar. Valdi toyo m.a. vegna þess að þau eru mér vitanlega einu 35" dekkin sem eru 13,5" en ekki 12,5" á breidd. Ég setti þau á 10" breiðar felgur en man ekki nákv.lega backspaceið á þeim. Útlitið sleppur til en vissulega er hann svolítið tíkarlegur á þeim. Spáði mikið í að breikka í 12", bæði til að dekkin fylltu betur út í hjólaskálarnar og eins kemur þetta dekk mjög vel út á 12" felgu en ég ákvað að halda mig við 10" felgur. Ástæðan er fyrst og fremst til að minnka álag á hjólabúnað og eins eru aksturseiginleikarnir enn betri.

Kv. Freyr