Breytingar á Grand cherokee (ZJ)
Posted: 30.mar 2012, 05:33
sælir
eitthvað sem hefur alltaf heillað mig eru 38" breyttir Grand cherokee-ar. léttir og vel búnir kramlega séð. og eftir því sem ég best veit helvíti duglegir á 38"
hef nú átt þá nokkra oft gælt við þá hugmynd af breyta þeim, þá ekki síst vegna áhugans á aðgerðinni sjálfri en yfirleitt verið með önnur verkefni og því ekki gert neitt meira en að hugsa um þetta.
nú lenti svona fákur í höndunum á mér um daginn, sem ég lagaði til og ætlaði eða ætla mér nú bara að losa hann aftur. en það væri nú helvíti gaman að smíða jeppa úr honum, boddýið er stráheilt og bíllinn góður og því ágætis efniviður.
ég hef reyndar alltaf verið á því að ég myndi aldrei breyta 6cyl bíl. en engu síður þá er þessi bíll nú bara það sprækur og þessi mótor það skemmtilegur að ég get varla sagt að það sé raunveruleg hindrun að það sé ekki 318 í honum.
ég hefði gaman af því að fá smá umræðu um þessa bíla og breytingar á þeim. og upplýsingar um hitt og þetta. nú veit ég að þeir eru ekki allir á sömu hásingunum, bíllinn hjá mér er limited bíll sídrifinn 93 árg.
hvar fær maður kanta á þá?
og hefði gaman af umræðum og jafnvel myndum ef einhver á af hjólasysteminu, þeim breytingum sem á því þarf. hversu mikið menn eru að skera úr þeim, og hvernig þeir ganga frá því og allt það.
kær kv, íbbi
eitthvað sem hefur alltaf heillað mig eru 38" breyttir Grand cherokee-ar. léttir og vel búnir kramlega séð. og eftir því sem ég best veit helvíti duglegir á 38"
hef nú átt þá nokkra oft gælt við þá hugmynd af breyta þeim, þá ekki síst vegna áhugans á aðgerðinni sjálfri en yfirleitt verið með önnur verkefni og því ekki gert neitt meira en að hugsa um þetta.
nú lenti svona fákur í höndunum á mér um daginn, sem ég lagaði til og ætlaði eða ætla mér nú bara að losa hann aftur. en það væri nú helvíti gaman að smíða jeppa úr honum, boddýið er stráheilt og bíllinn góður og því ágætis efniviður.
ég hef reyndar alltaf verið á því að ég myndi aldrei breyta 6cyl bíl. en engu síður þá er þessi bíll nú bara það sprækur og þessi mótor það skemmtilegur að ég get varla sagt að það sé raunveruleg hindrun að það sé ekki 318 í honum.
ég hefði gaman af því að fá smá umræðu um þessa bíla og breytingar á þeim. og upplýsingar um hitt og þetta. nú veit ég að þeir eru ekki allir á sömu hásingunum, bíllinn hjá mér er limited bíll sídrifinn 93 árg.
hvar fær maður kanta á þá?
og hefði gaman af umræðum og jafnvel myndum ef einhver á af hjólasysteminu, þeim breytingum sem á því þarf. hversu mikið menn eru að skera úr þeim, og hvernig þeir ganga frá því og allt það.
kær kv, íbbi