Síða 1 af 1
Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 22:11
frá reynirh
mmm
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 22:52
frá jeepson
Þessi er nú mikið til bygð á súkkuni hans Guðna. Sá sem að smíðaði þessa var í miklu sambandi við Guðna á sínum tíma. Og það eina mér vitandi sem að þessi hefur umfram er aflið. En hún er sjálfsagt eitthvað þyngri án þess að ég viti það 100%
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 22:53
frá arniph
Var nú í ferð með þessari síðustu helgi og get sko alveg vottað með virknina í þessari súkku!! yfirferðin sem hægt er að ná á henni er svaðaleg og ekki skemmir hvað vandað var til smíðarinnar á henni.
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 22:55
frá jeepson
Þetta eru ofur trukkar :)
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:17
frá sukkaturbo
Það er bar ein leið til að finna út úr því og það er að senda þessa bíla á fjöll í vikuferð með 100 litra af bensíni og sjá hvorum gengur betur. Ég mundi treysta mér á móti hvaða sukku sem er á gamla ofur foxinum verst að ég á hann ekki lengur og gengur illa að ná honum aftur.Með því að bara horfa þann rauða þá slefar maður hann er svo flottur.Hann virðist vera yfir tvö tonn með manni og eldsneyti kanski 2,2 finnst mér sem er flott þyngd á jeppa á 44 með svona mikið vélarafl. Gamli foxinn minn var 1800kg með mér og 100 lit af bensíni og einni 5 kg samloku kveðja guðni
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:23
frá arniph
var ekki gamla þín á toyotu hásingum? veit ekki þyngina á toy hásingunum og á y60 patrol hásingunum?
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:23
frá Stebbi
sukkaturbo wrote:og einni 5 kg samloku kveðja guðni
Sææææælll er einhver sjens á að fá þig til að smyrja fyrir mann nesti einn daginn?
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:38
frá sukkaturbo
Sælir ég var með elstu hilux hásingarnar mjóar og mjög léttar mjög létta vél um 150kg og létta gírkassa og milligír og léttmálmsfelgur það var allt létt nema ég.Ég var með hásinguna undir hendinni stundum allan daginn þegar ég var að mála þær. Núna er verið að rífa patrol og bara drifköggullinn er svipað þungur og gamla afturhásingin í sukku gömlu í patrol er allt miklu sverara og sterkara og breiðara og dýrara. En stærðin skiptir ekki máli segja konurnar og þyngdin þá varla heldur eða hvað?
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:43
frá arniph
rauða súkkan er nátturulega með patrol hásingar og sbc og svo 2 gírkassa og millikassa og bara kassarnir vikta eflasut yfir 150 kg
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 29.mar 2012, 23:50
frá sukkaturbo
Já hann er eitthvað þyngri sá rauði en margfalt öflugri og ÉG væri sko alveg tilbúinn að eiga hann i nokkra daga eða vikur eins og alla mína bíla hingað til. Bara flottur. Það er bara einn galli við sukkurnar foxinn gamla að maður þarf að hafa báða hliðar gluggana opna svo maður geti haft handleggina niður með síðunum því þeir eru svo þröngir og maður má ekki heldur vera með homma fóbíu því menn sitja oft kinn í kinn og ef menn snúa andlitinu að hvor öðrum á sama tíma verður ekki komist hjá því að lenda í frönskum koss. kveðja guðni
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 00:14
frá Freyr
Kassamixið er farið úr rauðu súkkunni og í hann fer ssk. í staðinn. Tóti talaði um að kassacombóið væri 150 kg en svo viktaði það held ég enn meira í raun þegar það fór á vikt.
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 06:35
frá Hjörturinn
Hvað eru svona kaggar að vigta orginal?
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 07:56
frá sukkaturbo
Sæll þessir foxar eins og minn eru einhver 1100kg.Þegar ég smíðaði minn upp þá vigtaði ég hann nokkuð reglulega á smíða tímanum.Þegar hann stóð á 38" sem var á 12 breiðum stálfelgum og mikið slitin dekk og með öllu á grind og klár undir boddí þá vigtaði hann um 1000kg alveg bensínlaus. Ég Setti boddíið á og gekk frá öllu setti hann á og 44" dekin sem eru 53 kg stikkið skóflu og spotta og vigtaði svo tveir stólar í bílnum ekkert aftur í hann vigtaði 1560kg síðan ég um borð 150kg nesti 10kg bensín 100 lít drullutjakkur 10kg samtals 1800kg. Ef ég er vel skitinn og ekki með nesti þá eru þetta 130 kg og þá er sukkan 1780kg það eru plexi gluggar 3 mm í húsinu hugsanlega hægt að létta afturhurð en ég á ál gafl í hana og plexigler munar nokkrum kílóum. Það að létta fox með þetta kram toyota hásingar v 6 ford 2,8 og ford kassa lítinn rafgeymi búinn að henda öskubakkanum og inni ljósinu og lokinu af hanskahólfinu þá er það mjög erfitt að mínu mati ég hef heyrt talað um sukku sem er 1200kg með 8 cyl vél og sömu kössum og 44 það getur ekki passað að mínu mati þegar bílinn er orginal rétt um 1100kg það kemur að því að bílar verði of léttir og hætti að virka á ákveðnum þyngdar punkti. En hvað veit ég. Ég er nú með frekar litla reynslu í þessum málum bara búinn að smíða upp um nokkra tugi bíla af flestum tegundum og vigta og pæla og kaupa og selja stundum sömu bílana aftur og aftur til að gera fleiri tilraunir kveðja guðni
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 08:18
frá hobo
Ógeðslega töff jeppi.
En er ég sá eini sem pælir í því hvort að jörðin sé frosin á myndunum eða stendur hann á ævagömlum mosa?
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 08:38
frá -Hjalti-
hobo wrote:Ógeðslega töff jeppi.
En er ég sá eini sem pælir í því hvort að jörðin sé frosin á myndunum eða stendur hann á ævagömlum mosa?
Sé ekki betur en að hann standi á hrauni en við skulum nú ekki missa okkur yfir þessu. Efast um að ummerkin um hann hafi enst lengur en hálftíma þó þetta væri mosi. :)
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 12:30
frá HaffiTopp
Góð pæling, hvort hann sé á grónu landi eða ekki. En hann er líka rétt utan við slóða og undirlagið er eins og Hjalti segir hraun og læti. En bíllinn er geðveikur og hlýtur að svínvirka.
Kv. Haffi
Re: Ofur súkkan hans Guðna á ekki roð í þessa.
Posted: 30.mar 2012, 12:43
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:hobo wrote:Ógeðslega töff jeppi.
En er ég sá eini sem pælir í því hvort að jörðin sé frosin á myndunum eða stendur hann á ævagömlum mosa?
Sé ekki betur en að hann standi á hrauni en við skulum nú ekki missa okkur yfir þessu. Efast um að ummerkin um hann hafi enst lengur en hálftíma þó þetta væri mosi. :)
Nááákvæmlega það sem ég var að hugsa!
Ég myndi forða þessum myndum af netinu áður en að göngugarpsbloggaranir reka augun sín í þetta!