Síða 1 af 1
ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 01:23
frá Big Red
Hefur einhver reynslu af þessum rellum og hvort þetta væri hentugt í breyttan Explorer eða Boncoll?
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 11:41
frá Big Red
Enginn?
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 12:20
frá Sævar Örn
er ekki mazda b2500 mótor í ranger, hann er amk. ágætur
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 12:24
frá Þorri
Jú þeir eru með mazda mótor. Ljómandi vélar alveg ekkert brjálaður kraftur en allt í lagi.
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 14:16
frá HaffiTopp
Er ekki 4D56 MMC vélin í þessum bílum? Einhverntímann var röflað um það hér á spjallinu. En þessir mótorar eru svosem ágætlega sprækir og hanga í 11 lítrum öllu jafna. 12 ventla vélar sem togar ágætlega en þegar maður leggur svona bíl að vetri til með vélina í gangi þá kólnar hann alveg niður og verður ekki líft í honum því miðstöðin blæs ekki heitu. Hef bæði lent í því í Ranger og Mözdunni.
Kv. Haffi
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 14:20
frá Big Red
Takk fyrir þessi svör erum að velta þessu fyrir okkur þarsem mótorinn í bílnum er úrbræddur.
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 15:19
frá Svenni30
Einn sem ég þekki er með svona vél. hann er á 33" er að fara með 9-12 á hundraði.
En þetta er ekki mikið orkubú, en fínar vélar
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 29.mar 2012, 17:54
frá Hrannifox
er svona mótor í 2000 árg af ranger sem við erum með í vinnuni, eini ''gallinn'' er að turbina kickar
seint inn ath min skoðun á þvi, höfum ekki lent i neinu böggi með þennan mótor samt ekinn
til hellvitis og aftur til baka litið viðhald miðað við keyrslu fyndst mér.
eldri rangerinn er með mmc mótornum minnir mig, man þetta ekki lengur eftir gírkassavesenið
reyndist rosalega erfitt að redda kassanum hérna heima nema hjá umboði,, það kostaði heilann mann !!
og tvær auka hendur
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 30.mar 2012, 10:37
frá Big Red
Við höfum möguleika á að komast í 2001 Ranger minnir mig, hann er með díselrellu og bsk á slikk því hann er oltin og búið að hirða úr honum hásingar og eitthvað dót. Þannig við erum svona að spá hvort það væri ekki sniðugur leikur að næla bara í hann þar sem það þarf hvort eð er að fara að standa í mótorskiptum og þá kanski kominn með mótor sem togar meira enn 2.9 er það ekki?
bíllinn verður með hásingar undan explorer með 4.10 og diskabremsum.
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 30.mar 2012, 11:10
frá Kiddi
Úfff það er allt betra en 2.9 V6!
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 30.mar 2012, 11:37
frá Svenni30
Jú togar klárlega meira enn 2.9. Eins og Kiddi segir þá er nú flest betra en 2.9
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 30.mar 2012, 11:42
frá Big Red
Geta þá menn kanski sagt okkur með skiptingarnar í þessum bílum. Hvernig hafa kassarnir í þessum diselbílum verið að standa sig? Ef illa, passar T5 kassinn á díselrelluna úr Ranger?
Veit, nú segja menn notastu við google. Erum alveg að því, enn sakar ekki að spyrja og fá svör ef reyndari menn vita.
Re: ranger dísel mótorar og virkni?
Posted: 31.mar 2012, 00:33
frá Hrannifox
Chevy Girl wrote:Geta þá menn kanski sagt okkur með skiptingarnar í þessum bílum. Hvernig hafa kassarnir í þessum diselbílum verið að standa sig? Ef illa, passar T5 kassinn á díselrelluna úr Ranger?
Veit, nú segja menn notastu við google. Erum alveg að því, enn sakar ekki að spyrja og fá svör ef reyndari menn vita.
allavega i 2000 árg af 2.5 held ég 12v þá er galli á legum sem ég man ómögulega hvað heitir
eitthvað vesen með smur að þeim og þær vilja fara i mask.
það var rosalega erfitt að finna notaðan svona kassa. var í explorer ákveðnum gerðum og mjög
svipaður í bronco II man ekki árgerðir, ég lá yfir netinu en fann litið sem hjálpaði beint
skifti kassi í brimborg kostaði miljón eða rúmlega það.
endaði með því að við pöntuðum skifti kassa frá bretlandi kostaði um 200 þúsund hingað kominn
get grafið upp meira fyrir þig ef þú vilt og hvaða legur þetta voru og fleira ef þú ert að tala um
2.5 TDI mótorinn í ranger.