Síða 1 af 1
Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 11:57
frá Gormur
Ég keypti 38" jeppa af bílaumboði. Honum hafði verið breytt nýjum hjá þessu sama umboði 2006 og var ekinn 46þ.km.
Sjálfkiptingin hrundi eftir að ég var búinn að keyra 1.600 km.
Þar af var ein ferð í Setrið, annars bara innanbæjar án átaka.
Hver finnst ykkur að eigi að bera kostnaðinn ?
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 12:11
frá HaffiTopp
Að öllum líkindum umboðið, hafi bílnum verið viðhaldið sómasamlega (með auknum áheyrslum varðandi aukið álag á bílinn útaf breytingunni jafnvel) með óhyggjandi sannindum eins og bókum og þessháttar. Átt að ég held allt að tvö ár sem kaupandi á að sækja rétt þinn á að fá gallaða vöru bætta.
Kv. Haffi
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 12:31
frá Dodge
Ef þú kaupir notaðann bíl, sérstaklega breyttan, og það voru engin einkenni í skiftingunni þegar þú kaupir hann eða mjög fljótlega á eftir þá held ég að þú sitjir uppi með þetta sjálfur.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 17:11
frá Gormur
Ég hafði orð á því við sölumanninn að skiftingin "hnökraði" þegar ég tæki af stað og væri full mjúk.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 17:15
frá haffij
Fyrst að þú taldir að skiptingin væri eitthvað skrítin eða biluð hefði ég talið eðlilegt að þú hefðir ekki farið á bílnum í snjóakstursferð án þess að láta líta á hana eða gera frekari athugasemdir við seljandann. Ef ég væri seljandinn þætti mér ósanngjarnt í að þú ætlaðist til þess að ég gerði við skiptinguna fyrir þig að fullu.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 19:53
frá Brjótur
Hvenær kaupir þú bílinn? ef nýlega þá myndi ég nú reyna að sækja rétt minn sérstaklega þar sem að þú minnist nú á hnökrið við sölumanninn, en ég er nú nærri því viss um hvernig hann brást við,hann sagði trúlega....... nei nei þetta er eðlilegt........ og fór að tala um eitthvað annað, og svo ef þú berð þetta upp á hann þá man hann ekkert eftir þessu. En um að gera að skoða rétt þinn og sækja hann.
kveðja Helgi
ps. skyldi Haffij vera bílasali?
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 22:26
frá JoiVidd
Hvernig bíll er þatta og af hvaða umboði keyptiru bílinn? það skiptir máli.. og hvaða árgerð er þetta
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 22:27
frá JoiVidd
veit að ef þetta er toyotu jeppi og þú kaupir hann af þeim þá taka þeir vel á svona málum ;) þeir selja bíla með ábyrgð á svona hlutum
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 23:12
frá Gormur
haffij wrote:Fyrst að þú taldir að skiptingin væri eitthvað skrítin eða biluð hefði ég talið eðlilegt að þú hefðir ekki farið á bílnum í snjóakstursferð án þess að láta líta á hana eða gera frekari athugasemdir við seljandann. Ef ég væri seljandinn þætti mér ósanngjarnt í að þú ætlaðist til þess að ég gerði við skiptinguna fyrir þig að fullu.
Ég fór reyndar ekki úr bænum fyrr en eftir að hafa skilið bílinn eftir hjá umboðinu útaf skiftingunni, en við þá skoðun kom ekkert óeðlilegt í ljós.
En ég er nú aðallega að velta þessu upp hér til að mynda mér skoðun á hvort hvað sé sanngjarnt að gera í svona stöðu.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 23:17
frá Gormur
JoiVidd wrote:veit að ef þetta er toyotu jeppi og þú kaupir hann af þeim þá taka þeir vel á svona málum ;) þeir selja bíla með ábyrgð á svona hlutum
Já ég hef átt 5 breyttar Toyotur og hef einusinni lent í að pakkdós fór í nýlegum DC og umboðið tók óaðfinnanlega á því.
Samt breytti ég þeim bíl sjálfur.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 28.mar 2012, 23:29
frá btg
Sælir,
Smá úturdúr:
fyrir aldamót, og áður en Toyota fór að auglýsa (að mig minnir) ábyrgð á notaða bíla, þá keypti ég af þeim notaðan Pajero. Fékk hann á mjög góðu verði eftir mikið prútt. 1/2 mán seinna kom í ljós að eitthvað var að, sem voru svo ónýtir ABS skynjarar að framan. Ég fer til þeirra miður mín þar sem ég sá fram á mikinn kostnað og taka þeir mér vel. Vilja fá að skoða málið, taka bílinn inn á verkstæði og lána mér bíl. Seinna um daginn, þá er hringt í mig og mér sagt að tjáðir skynjarar séu ekki til og að það þurfi að panta þá, þeir hafi samband þegar þessu er lokið. Viku seinna er hringt og allt ready. Ég fer uppeftir með hnút í maganum, skítplankur þar sem ég hafði eytt öllum aurnum í að staðgreiða þennan bíl. Vel er tekið á móti mér, þeir segja mér hvað var að, hvað var skipt um og rétta mér svo lykilinn og afsaka vesenið. Kostaði mig ekki krónu! Ég þreytist seint á að segja þessa sögu þó hún sé orðin yfir áratugagömul, svo ánægður var ég með þjónustuna.
Er ennþá á Pajero (ekki sama þó, 3 farnir síðan), en vildi óska þess að það umboð hefði einhvern metnað í sér, hef reyndar ekki skipt við þá eftir hrun þannig að kannski hefur viðhorfið breyst hjá Heklu.
Miðað við það sem þú lýsir hér að ofan, þá myndi ég klárlega fara fram á það að umboðið taki á sig kostnaðinn.
Verður áhugavert að vita hvaða umboð þetta er, og hvernig þeir taka á þessu. Gangi þér vel.
kv, Bjarni
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 29.mar 2012, 02:31
frá Izan
Sæll
Það tekur ekki nema eina brekku til að grilla sjálfskiptingu.
Ég myndi allavega atast í þeim og koma þeim í skilning um að mögulega hafi skiptingin verið léleg þegar þú keyptir bílinn en sannleikurinn kemur ekki almennilega í ljós fyrr en skiptingin liggur í jafnmörgum bútum og hún er byggð úr fyrir framan mann sem þekkir vel inn á skiptingar.
Það er greinilegt að þessi bíll er ekki nýr og ef þú hugsar þér dæmið þannig að þú endir með að fá útúr umboðinu varahluti til að endurbæta skiptinguna ertu kannski í fínum díl.
Ég myndi hafa þá með í ráðum og heimta alla viðgerðina fría hjá verkstæði ótengdu báðum aðilum sem gæti skorið úr um hvað hafi valdið því að skiptingin fór.
Kv Jón Garðar
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 29.mar 2012, 17:07
frá kalliguðna
sælir félagar , ég segi að ef eðlileg ending á svona skiptingu sé 200.000 km. og búið að keyra hana 50.000 þá sé eðlilegt að söluaðili borgi sem svara 3/4 hlut viðgerðar , !!! það þætti mér eðlileg skipti.
kv: Kalli salómon
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 29.mar 2012, 21:28
frá fúsmann
Ég lenti nú í því að þegar skiptinginn hrundi hjá mér 5 vikum eftir að ég kaupi bílinn notaðann af Heklu að þá sótti Vaka bílinn, Hekla skiptu um skiptingu og ég borgaði ekki krónu fyrir þetta.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 30.mar 2012, 17:34
frá Gormur
fúsmann wrote:Ég lenti nú í því að þegar skiptinginn hrundi hjá mér 5 vikum eftir að ég kaupi bílinn notaðann af Heklu að þá sótti Vaka bílinn, Hekla skiptu um skiptingu og ég borgaði ekki krónu fyrir þetta.
Var það breyttur bíll?
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 16:44
frá Gormur
JoiVidd wrote:Hvernig bíll er þatta og af hvaða umboði keyptiru bílinn? það skiptir máli.. og hvaða árgerð er þetta
2006 Rexton, keyptur af Bilabúð Benna, er hann ekki vanur að vera sanngjarn og þjónustulipur?
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 19:09
frá korall
Keypti Nissan Navara af Ingvari Helgasyni 2005, 5 árum seinna hrinur vélin með MIKKLUM hvelli, ásamt kuplingu, fékk nýja vél og kuplingu setta í án þess að greiða krónu fyrir vikið. Umboðið sagði að vélin hefði verið gölluð og þar að leiðandi væri þetta þeirra tjón....
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 21:20
frá reyktour
Ef umboðið auglýsir ekki ábyrgð þá liggur kostnaðurinn hjá þér.
Verslaði nissan og stuttu eftir fer kúplinginn.
Hafði samband við fyrrum eiganda, hann segir að hann sé keyftur eins og hann er séður.
ég skoðaði alla möguleika.
Ef ég ætlaði í hart hefði ég þurft að borga lögfræðing ásamt ástandsskoðun og bla bla bla. heildarkostnaður um ca. 500 þús.
og 50/50 séns að vinna.
ákvað að skifta henni bara og tuða í koddann
því miður er það þannig lagalega séð.
En svo er siðferðis kennd eitthvað alt annað.
Má altaf tuða í umboðinu sakar aldrei.
Vona að þetta gangi vel hjá þér, því svonalagað söckar feitt.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 21:52
frá Gormur
svopni,
já þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem ég kaupi af honum bíl.
Ég hafði átt 38" Musso í 6 ár og hef mjög góða reynslu af varahlutaþjónustunni, topp menn og góð verð.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 22:46
frá juddi
Er ekki málið að tala við FÍB eða lögfræðing og láta senda allavega eitt bréf til að þreifa á málinu það kostar varla mikið sérstaklega þar sem búið var að gera athugasemd vegna skiptingar áður
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 15.nóv 2012, 22:58
frá Hrannifox
mér var sögð saga í fyrra af samskiftum benna og venjulegum jóni úti bæ sem kaupir nýjan
metanbíl frá þeim. Ekki vandaði hann þeim kveðjurnar og ruglið þar sem bílinn og metanbúnaðurinn var meira og minna bilaður og alltaf eitthvað vesen.
þei neituðu að taka bílinn til baka nema með svaka afföllum þá meina ég svaka
EN eitt meiga þeir hjá benna eiga að varahlutaþjónustan er yndisleg get og mun aldrei
kvarta undan strákunum þar hafa mikinn humor dellu og nenna að spjalla
veit ekki hversu oft ég sat fastur á spjalli, þegar ég ætlaði rétt að skreppa og sækja smáhlut.
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 16.nóv 2012, 07:59
frá Hansi
Sælir,
Ertu með eitthvað í höndunum um að þeir hafi yfirfarið skiptinguna og gefið grænt ljós á hana þegar þú keyptir bílinn?
Annars er það á ábyrgð kaupanda að láta skoða bílinn og ef eitthvað er að sem bendir til hugsanlegrar bilunar þá borgar sig að taka það fram í afsali, skoðun hjá söluaðila losar kaupanda ekki undan skoðunnarskyldu vegna bílakaupa. Það er aðeins eitt sem er öruggt með breyttan bíl (og gamla bíla) þeir bila.... Sjálfskiptingar þola ekki vel að ofhitna þess vegna eru svona margir með hitamælir á skiptingunni á breyttum bílum og sumir bílar eru bara leiðinlegri en aðrir í því máli.
Hinsvegar gætu þeir alveg tekið vel í að laga þetta fyrst þetta gerðist svona stuttu eftir sölu.
EN.... Mjög líklegt er að Benni hafi tekið þennann bíl uppí annann og hver er þá réttur Benna? Eiga þeir að fara í þann sem seldi þeim? Væri það þá ekki líka sanngjarnt? ( ég vinn ekki hjá Benna og er ekki bílasali, þetta er bara pæling)
Eitt er samt nokkuð víst að það er rosaerfitt að sækja svona mál ef söluaðili vill ekkert gera, þekki það af eigin raun. þess vegna á maður hreinlega ekki að versla bíl eða jeppa þar sem skiptingin er eitthvað skrítin, það býður hættunni heim.
En gangi þér vel með þetta og Vonandi Taka þeir vel í að græja þetta fyrir þig :)
Mbk.Hans
Re: Biluð skipting, sanngirni eða ábyrgð
Posted: 16.nóv 2012, 12:44
frá gislisveri
Gormur wrote:Ég fór reyndar ekki úr bænum fyrr en eftir að hafa skilið bílinn eftir hjá umboðinu útaf skiftingunni, en við þá skoðun kom ekkert óeðlilegt í ljós.
En ég er nú aðallega að velta þessu upp hér til að mynda mér skoðun á hvort hvað sé sanngjarnt að gera í svona stöðu.
Það var sterkur leikur að láta þá kíkja á skiptinguna, það ætti að hjálpa til. Ég tel að umboðið eigi að bæta þetta því að þeir eru "upplýsti" aðilinn að kaupsamningnum þ.e. með aðstöðu og þekkingu til að meta hvort skiptingin sé í lagi.
Ég myndi fara fram á viðgerð án endurgjalds.