Síða 1 af 1

Vatn í drifi

Posted: 26.mar 2012, 23:03
frá Svenni30
Ég er að lenda í því að fá vatn í olíuna á frammdrifinu hjá mér, það er allt nýtt að framan, legur, pakkdósir og patningar á allt að vera þétt.
Það er slanga á öndun þannig það er ekki það.

Það er loftlæsing að framan getur verið að hún sé að leka ? þegar ég tappa af loft kútnum þá kemur alltaf smá vatns sull þar út.

Hvað dettur ykkur í hug ?

Re: Vatn í drifi

Posted: 26.mar 2012, 23:10
frá Kiddi
Skoðaðu hvort öndunin sé stífluð. Þegar heitt drif fer í kalt vatn þá myndast sog, og ef öndunin er stífluð þá myndast þá gefa pakkdósirnar eftir og hleypa vatni inn.

Re: Vatn í drifi

Posted: 27.mar 2012, 15:16
frá Svenni30
Takk fyrir þetta Kiddi. Öndunin var stífluð, vona að þetta sé komið núna.

Re: Vatn í drifi

Posted: 14.apr 2012, 16:36
frá Svenni30
Ég er ennþá að lenda í þessu. Skipti um olíu fyrir kanski 3 vikum á drifinu.
Fór í eina jeppaferð en það var ekkert verið að sulla í vatni. En ég notaði framlásinn svolítið.
Svo þegar ég var að smyrja bílinn í gær, þegar ég var að fara yfir kassana og drifin, þá er vatn í olíuni að framan.

Öndunin er góð allt nýtt að í framhjólum. þ.e.a.s hjólalegur, pakkdósir og patningar.
Hvað er mér að yfirsjást ?

Re: Vatn í drifi

Posted: 14.apr 2012, 17:15
frá Startarinn
Skoðaðu loftkerfið hjá þér, hvort það er nokkuð vatn í því, þegar þú setur læsinguna á getur verið að leki loft með hringjunum og þá ekkert ólíklegt að vatnið eigi greiða leið inn þar með loftinu

Re: Vatn í drifi

Posted: 14.apr 2012, 17:49
frá villi58
Nærri allt vatn verður eftir í kútnum, ert þú nokkuð að taka loftið neðst af kútnum ?
Er með Hilux og hef ekki lent í þessu.

Re: Vatn í drifi

Posted: 14.apr 2012, 21:55
frá Svenni30
villi58 wrote:Nærri allt vatn verður eftir í kútnum, ert þú nokkuð að taka loftið neðst af kútnum ?
Er með Hilux og hef ekki lent í þessu.
Startarinn wrote:Skoðaðu loftkerfið hjá þér, hvort það er nokkuð vatn í því, þegar þú setur læsinguna á getur verið að leki loft með hringjunum og þá ekkert ólíklegt að vatnið eigi greiða leið inn þar með loftinu


Já mig er farið að gruna að það leki loft með hringjunum. Ætla að skoða það.

Villi ég tappa reglulega af kútnum, Það er ventill neðst á honum það kemur alltaf vatns drulla þar út.
loft slöngurnar sem er tengdar í kútinn eru fyrir miðjum kútnum.

Re: Vatn í drifi

Posted: 16.apr 2012, 14:16
frá villi58
Ert þú að fá hreint vatn þegar þú tekur aftöppunar tappan úr eða er olían grá, hef lent í því að fá smurfeiti inn á drifið og þá er olían lituð. Smurfeiti getur maður fengið inn á drif ef þú smyrð of mikið í liðhúsið.
k.v. Vilhjálmur Dalvík

Re: Vatn í drifi

Posted: 16.apr 2012, 18:03
frá birgthor
Ertu með rakaskilju á loftkerfinu?

Re: Vatn í drifi

Posted: 16.apr 2012, 19:35
frá Svenni30
birgthor wrote:Ertu með rakaskilju á loftkerfinu?
villi58 wrote:Ert þú að fá hreint vatn þegar þú tekur aftöppunar tappan úr eða er olían grá, hef lent í því að fá smurfeiti inn á drifið og þá er olían lituð. Smurfeiti getur maður fengið inn á drif ef þú smyrð of mikið í liðhúsið.
k.v. Vilhjálmur Dalvík


Held alveg örugglega að ég sé ekki með rakaskilju. Keyrpti bílinn með þessu loftkerfi, hef ekkert mikið skoðað það svosem.

Sæll Villi, Vissi ekki að þetta væri þú. Áttu ekki blá Hiluxinn hérna á Dalvík ? Mjög flottur bíll hjá þér. Ég er á hvíta Hilux extra cap.
Þegar ég tappa af þá er einmitt grá olía. Gæti verið að þetta sé feitin í liðhúsunum, ég er nýbúinn að skipta um allar legur að framan og setti duglega í liðhúsin.
Takk fyrir þetta.

Re: Vatn í drifi

Posted: 16.apr 2012, 22:43
frá Benedikt Egilsson
sæll Svenni

ef loftkerfið er enn eins og ég skildi við það þá er bæði rakaskilja og olíuskilja í kerfinu
olíuskiljan er rétt við dæluna en minnir að rakaglasið sé aðeins fjær
svo er ein lögn í kút og notendur teknir úr kútnum
það er nær ómögulegt að það sé vatn frá loftkerfinu að gera þetta, með þetta svona.
og fyrir utan það ef það er nægilegt vatn í kerfinu til að lita olíuna svona mikið
þá ættirðu að hafa lent í veseni í frosti með lásinn ...

enn svo getur vel verið að það sé búið að breyta kerfinu eitthvað
svona setti ég það upp á sínum tíma.

kveðja Benni

Re: Vatn í drifi

Posted: 16.apr 2012, 23:10
frá Svenni30
Sæll Benni

Bíll er nánast óbreyttur frá þinni tíð. þá er þetta eitthvað annað sem veldur.
Ég lenti aldrei í veseni í vetur með lásinn.
Takk fyrir þetta kall.

Re: Vatn í drifi

Posted: 17.apr 2012, 13:57
frá villi58
Sæll Svenni!
Nú veist þú hvað er í gangi, smurfeiti í olíuni, þetta gerist þegar þú smyrð inn á liðhúsin, smurstúturinn passar svo vel í gatið að það kemst ekkert loft eða smurfeiti út með stútnum, þess vegna myndast mikill þrýstingur og feitin fer inn með pakkdósinni og í olíuna. Þú þarft að ath. bara taka 5.strekk og kippa honum svo út svo að þú sprengir hana ekki.
k.v. Vilhjálmur