ford econoline vs chevy van


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 02.maí 2013, 02:43

sælir piltar ég hef oft pælt í þessari umræðu þar sem maður virðist alltaf heyra mismunandi sögur um þetta

hver er svona helstu kostir og galla þessa bíla?? og td afhverju eru svona margir breyttir econoline og afhverju svona fáir chevy sem eru breyttir?? ég á bæði til ég á einn 38" á gormum hringinn með 6,2 dísel og svo einn econoline einnig 38" breyttan sem er á fjöðrum og er með chevrolet 6,2 dísel

og svo hef ég einnig tekið eftir að flestir þessir gömlu econoline bílar eru allir á fjöðrum en allir chevy sem ég hef skoðað undir eru á gormum,

er meira vesen að gormavæða econoline heldur en chevyinn??

þá er ég aðalega að tala um eldri bílana báðir eru 1979 minnir mig

og svo með mótora í þetta hef heyrt allar sögur um þá hef heyrt að 6,9 ford sé ekki að eyða neinu og endist slatta og svo líka heyrt akkúrat öfugt..

sama með 6,2 reyndar flestar sögur mjög jákvæðar og ég hallast mjög að honum og kann mjög vel við

7,3 turbo hef heyrt að þetta séu fínir mótorar uppá vinnslusvið og endingu en drekka heilan helling!

endilega ausið úr viskubrunninum svo að svona amatörar eins og ég hafi eitthvað til að stefna að fyrst ég ætla að gera einn góðan úr öðrum hvorum




Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá Rodeo » 02.maí 2013, 16:43

Hefur þetta ekki að stóru leiti með umboðið að gera?

Ford var sæmlilega sinnt fyrst hjá Agli og síðar hjá Brimborg meðan Chevrolet var munaðarlaus hjá sambandininu. Mikið af þessu bílum kom reyndar beint að westan en það munar samt um að hafa varahluti og viðgerðaþjónustu til staðar.

Ford sinnti líka betur að uppfæra sína bíla. Komu með nýtt boddý um 91 meðan chevy var þó nokkuð seinna.

Hef keyrt hvort tveggja allnokkuð, reyndar heldur yngri módel en það sem þú ert að tala og báðir eru ágætir þannig lagað.

7.3 lítra Ford vélin er góð, flott í pikkup en heldur hægara á sér þegar hún er kominn í Econoline kassa bíl tala nú ekki um international skólarútu. Eyðslan eins og ég hef upplifað hana er ekkert svo rosaleg miðað við stærðina á drekunum niður í 12lítar langkeyrsla á 350 pickup og eitthvað liðlega 20 á skólarútu.

Maður hefur heyrt eyðslu tölur sem eru miklu miklu hærri, skil ekki hvað er í gangi í þeim bílum, hvort það er búið að haugtjúna þær, lág hlutföll hröð keyrsla eða hvað. Allvegann stemmir það ekki miðað allar þær mílur sem ég hef keyrt þessa trukka.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


SverrirG
Innlegg: 14
Skráður: 31.des 2012, 14:42
Fullt nafn: Sverrir Gíslason

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá SverrirG » 02.maí 2013, 17:11

Ég er búinn að eiga 2 Linera, annan að mig minnir 76 model með millilengd af boddý og 351W sem var breyttur fyrir 38" og á flatjárnum :). Þegar sá bill var orðinn full götugur náði ég í annað boddy árg 91 (síðasta árg fyrir útlitsbreytingu) með flutningakassa. Í þeim bíl var 351 efi og breytti ég honum fyrir 39" Michelin dekkin. Í þann bíl voru settir gormar, ætlaði fyrst að nýta orginal E350 gormana en þeir voru full stífir svo ég pantaði E250 gorma og setti í. Stífurnar komu úr Patrol og ætla ég ekki að líkja því hvað gormabíllinn var margfalt skemmtilegri keyrslubíll.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 02.maí 2013, 19:09

var mikið vesen að gormavæða linerinn? ég bara hef ekki fattað þessa þróun þar sem svona margir breyttir linerar eru allir á helvítis fjöðrum


SverrirG
Innlegg: 14
Skráður: 31.des 2012, 14:42
Fullt nafn: Sverrir Gíslason

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá SverrirG » 02.maí 2013, 19:57

Það var minnsta málið að koma þessu undir, þannig séð. Smíðaðar festingar fyrir stífurnar á grindina sem og hásinguna ásamt festingum fyrir skástífuna. Ákveðið var að nota Patrol stífur og gúmmí því nóg er til af því ef eitthvað hefði bognað eða brotnað. Bara muna hafa réttan spindilhalla ;)


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá olei » 02.maí 2013, 20:13

Vinsældir Econoline til breytinga helgast fyrst og fremst af því að hann hann er byggður á volduga grind alla leið - sem hefur reynst mjög vel.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá -Hjalti- » 02.maí 2013, 20:23

Fyrir utan að linerinn er á sjálstæðir grind en Chevy van ekki þá er vaninn svo nefstuttur og því takmarkað pláss fyrir úrskurð fyrir stór dekk að framan.
en Vaninn er mikið flottari imo
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 02.maí 2013, 20:55

já ég er hjartanlega sammála þér þar, mig langar mun meira til að eiga chevyinn áfram afþví mér finnst þeir 10x flottari sérstaklega hvað þeir eru flottir svona breyttir, en bara ég sé ekki fram á það afþví það er hrikalega erfitt að nálgast hluti í þetta miðað við econoline

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá -Hjalti- » 02.maí 2013, 20:58

magnusv wrote:já ég er hjartanlega sammála þér þar, mig langar mun meira til að eiga chevyinn áfram afþví mér finnst þeir 10x flottari sérstaklega hvað þeir eru flottir svona breyttir, en bara ég sé ekki fram á það afþví það er hrikalega erfitt að nálgast hluti í þetta miðað við econoline


það er mjög auðvelt reyndar , sama boddy og sömu partar frá 1971–1996
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá jeepcj7 » 02.maí 2013, 21:00

Fordinn er bara alltaf betri og flottari það er nú bara málið ;O) en svona grínlaust þá hefur fordinn grindina fyrst og fremst framyfir hina vanana.
Og svo er líka enginn smá munur að ganga um linerinn það er alveg skelfilegt að fara inn og út úr chevy van vegna þess hvað hjóskálin er fyrir og eins og sagt er að ofan stutt húddið og frambrettin á chevynum er hörmung uppá úrskurð fyrir stór dekk og vinnu í húddi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 03.maí 2013, 00:39

er búinn að leita utum allt af hurðum í chevyinn og ýmsa boddy parta og ég virðist ekki finna þetta neinstaðar og allt sem ég finn er HANDónýtt.. en já ég skil þetta svosem með chevyinn en bara skrítið að það sé lítið sem ekkert til af þessu 38" +.. hef bara séð sirka 5 síðustu ár


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá stebbiþ » 03.maí 2013, 01:54

Sæll Magnús
Átti einn 1982 Chevy Van á 38" sem ég reif fyrir nokkrum árum, sá bíll var kallaður Gúrkan og þjónaði mér vel. Ég tók meðal annars hurðarnar og húddið úr honum, húddið var alveg ryðlaust en hurðarnar aðeins farnar að láta á sjá. Ég skal tala við þann sem fékk þetta hjá mér og vita hvort þú getur ekki fengið þetta (ef þú vilt), þar sem hætt var við uppgerðina á Skækjunni (1980 Chevy Van) hjá Ella fósturtengdapabba.

Kveðja, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 03.maí 2013, 20:52

ég held að ég sé búinn að setja chevyinn minn útí horn en ef þetta fæst á fínan pening þá er ég til í að taka þetta hjá þér!!

en vitið þið hver breiddar munurinn er á innra rýminu á chevy van og td E350?? nenni tæplega að smíða mér innréttingu frá grunni og var að pæla hvort það sé hægt að færa þetta á milli


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: ford econoline vs chevy van

Postfrá magnusv » 21.maí 2013, 04:01

http://www.youtube.com/watch?v=UxizN6QF-HI

búinn að finna lausn á þessu chevy vandamáli, bara sleppa því að skera úr og upp í loft með þetta


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur