Sælir.
Er nýlega búinn að fjárfesta í Pajero 1999 árgerð diesel 2,8 ssk.
Tek eftir því að ef að bíllinn er að erfiða eitthvað örlítið missir hann allt afl, ef ég keyri upp t.d. hvalfjarðargöng nær hann ekki að halda 70 km hraða nema ég setji hann í 2.
Heddið virðist í lagi og er nýlega búinn að skipta um kælivatn og 2 af 3 börkum úr Cruize control stýringu.
Þeir á smurstöðinni vildu hins vegar ekki skipta um hráolíusíuna af því þeir töldu hana vera nýlega. (Frekar sérstakt þar sem maður getur ekki séð það utaná síuni hvort hún er óhrein eða ekki.)
( ef ég nota svo Cruise controlið til að hraða á bílnum úr 70 og t.d. uppúr tekur það heila eilífð.)
Hvað haldið þið að geti valdið þessu kraftleysi og hvað leggið þið til að ég geri ?
Kraftleysi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Re: Kraftleysi.
Gætir athugað þrýstinginn á túrbínuni, og skift sjálfur um hráolíusíu, það eru engin geimvísindi :) en ég var að vesenast með dísel bíl hjá mér sem missti afl við gjöf og það lagaðist eftir að ég setti rafmagns fæðidælu fyrir síuna. Olíuverkið náði einhverra hluta vegna ekki nægri olíu.
-
- Innlegg: 43
- Skráður: 01.feb 2010, 21:05
- Fullt nafn: Adam Levý Karlsson
- Staðsetning: garðabær
Re: Kraftleysi.
sæll ég lenti í svipuðu á mínum bíl sem er reyndar nissan doble cab, þá gleymdi ég að tengja loftslönguna sem liggur frá intercooler inn á olíuverkið eftir að hafa verið að róta í húddinu, það lýsir sér mjög svipað og það sem þú ert að tala um,
svo er spurning með olíusíu eða loftsíuna
kv adam
svo er spurning með olíusíu eða loftsíuna
kv adam
jeep cj5 65´ 38"
Dodge Ram 3500 2003
Dodge Ram 3500 2003
Re: Kraftleysi.
er billinn á venjulegri disel oliu???? oft liggur svona vandamal i eldsneytinu annaðhvort buið að setja lélega oliu á eða steinoliu sem honum likar ekki.
svo er það sian.... þótt að starfsmaður á smurstöð þykist sjá hvort sian er nyleg eða ekki þá veit hann ekkert hvort billinn hafi fengið slurk af slæmri oliu nylega og þá er séns að það borgi sig að skipta um siu til að útiloka það.
svo er það sian.... þótt að starfsmaður á smurstöð þykist sjá hvort sian er nyleg eða ekki þá veit hann ekkert hvort billinn hafi fengið slurk af slæmri oliu nylega og þá er séns að það borgi sig að skipta um siu til að útiloka það.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Kraftleysi.
Þetta ber öll merki þess að bíllinn fái ekki næga olíu. Þegar hann er undir litlu álagi dugar olían og allt virðist eðlilegt en þegar hann þarf stærri skammt kemur ekki nóg. Í svona tilfelli er það fyrsta sem maður gerir að skipta um síur, skiptir engu hvað þær eru gamlar, það er bara það fyrsta sem á að prófa.
Re: Kraftleysi.
$1.000 heilræðið.
Þessir bílar eiga það til að sjúga saman hosuna frá loftsíu að túrbínu undir álagi ef heitt er undir húddinu. (á uppskrúfuðum bíl undir lavöru álagi)
Athugaðu hvort loftsían sé hrein og hvort hosan er stíf og góðr.
l.
Þessir bílar eiga það til að sjúga saman hosuna frá loftsíu að túrbínu undir álagi ef heitt er undir húddinu. (á uppskrúfuðum bíl undir lavöru álagi)
Athugaðu hvort loftsían sé hrein og hvort hosan er stíf og góðr.
l.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Kraftleysi.
Það getur líka verið að ádreparaspólan nái ekki að opna alla leið, einhverjir voru að lenda í veseni með það í gegnum einhverja ræsivörn sem er á olíuverkinu. Reykir hann mikið þegar hann missir kraftinn?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Kraftleysi.
Sælir.
Hef ekki allveg tekið eftir því hvort hann reyki mikið.
Loftsían er ný og ég skipti um hráolíusíuna.
Tók EGR ventilinn úr og hreinsaði hann og prófaði einnig að blása lofti í gegnum litla rörið og hann virtist halda og vera nokkuð liðugur svo EGR ventillinn er líklegast í lagi.
Er ekki búinn að prófa hann að neinu viti eftir að ég tók EGR ventilinn úr en ég held þó að vandamálið sé enn til staðar.
Hvar er ádreparaspólan staðsett ? myndi hún ekki hafa þá áhrif á lausaganginn einnig ?
Hef ekki allveg tekið eftir því hvort hann reyki mikið.
Loftsían er ný og ég skipti um hráolíusíuna.
Tók EGR ventilinn úr og hreinsaði hann og prófaði einnig að blása lofti í gegnum litla rörið og hann virtist halda og vera nokkuð liðugur svo EGR ventillinn er líklegast í lagi.
Er ekki búinn að prófa hann að neinu viti eftir að ég tók EGR ventilinn úr en ég held þó að vandamálið sé enn til staðar.
Hvar er ádreparaspólan staðsett ? myndi hún ekki hafa þá áhrif á lausaganginn einnig ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Kraftleysi.
Jens Líndal wrote:Gætir athugað þrýstinginn á túrbínuni, og skift sjálfur um hráolíusíu, það eru engin geimvísindi :) en ég var að vesenast með dísel bíl hjá mér sem missti afl við gjöf og það lagaðist eftir að ég setti rafmagns fæðidælu fyrir síuna. Olíuverkið náði einhverra hluta vegna ekki nægri olíu.
Hvernig get ég annars athugað þrýstinginn á túrbínunni ?
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Kraftleysi.
Er nokkuð annað að gera en að fá sér boost mæli og prufukeyra. Ónýt túrbína lísti sér svona hjá systur minni, koðnaði alveg niður undir álagi en virkaði fínt undir minna álagi.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Kraftleysi.
HaffiTopp wrote:JonHrafn wrote:Er nokkuð annað að gera en að fá sér boost mæli og prufukeyra. Ónýt túrbína lísti sér svona hjá systur minni, koðnaði alveg niður undir álagi en virkaði fínt undir minna álagi.
Ertu þá að meina að systir þín hafi koðnað niður við álag eins og í Jólaboðum (oft rifist við þannig hátíðarbrygði) eða kannski við að borga reikninga? Svo róaðist hún niður þegar hún fékk sér kaffi og las blöðin ;)
Hvernig túrbína er annars í henni?
Kv. Haffi
Garret GT1749V partanúmer 7787626/7/8G Hún koðnaði niður upp brekkur blessunin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Kraftleysi.
sælir.
Já er einmitt farinn að hallast af því að túrbínan sé að valda þessu.
Getur maður einhversstaðar komist í boost mæli ?
Leggið þið til að maður kaupi nýja túrbínu eða láti gera upp þá sem er í bílnum ?
Hvað er algengast að menn geri ?
Já er einmitt farinn að hallast af því að túrbínan sé að valda þessu.
Getur maður einhversstaðar komist í boost mæli ?
Leggið þið til að maður kaupi nýja túrbínu eða láti gera upp þá sem er í bílnum ?
Hvað er algengast að menn geri ?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur