Sælir drengir
Málið er að ég á tómar flöskur/kúta undan Argoni og Mison, nú þegar Ísaga eru orðnir einráða á markaðinum aftur og verð á þessum flöskum er frekar í hærri kantinum, þá fer maður að leita leiða til að spara einsog maður getur!
Var að spá hvort einhver hafi prufað að láta leka á milli flaska (þá mjög hægt þannig að það frjósi ekki í leiðslum), var að spá hvort maður ætti að leigja flösku í dagsleigu hjá Ísaga látið leka á milli flaska þannig að það væri þá sitthvor 100 bör í hvorri flösku, klára svo úr leigu flöskunni og svo skila henni, þá á maður eftir 100 bör í sinni eigin flösku og sparar sér því leiguverðið, Eða er þetta bara tóm vitleysa hjá mér að gera þetta?
Áfyllingar á hlífðargasflöskur
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Ég er mikið búinn að velta fyrir mér að semja við eitthvað verkstæðið um að kaupa frá þeim af flöskunum þeirra, láta þá einmitt leka á milli. Ég hef ekkert gert í þessu ennþá
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
ef þú ert grimmur í notkun er tvennt í boði (fyrir utan allt annað)
þrepafylling, ef þú átt t.d. 3 tómar flöskur og leigir 2 fullar tæmirðu fyrst aðra fulla í þína í 100bar og svo topparðu með hinni fullu á hana uppí 150bar og sama með næstu tvær, þá ertu með 2 leiguflöskur með 50bar en þínar 3 með 150bar, 100bar og 50bar (cascade filling)
eða fjárfesta í sk. booster dælu, sem getur dælt uppí 200bar úr ca 10bar en það er æskilegt að skilja nokkur bör eftir á kútum.
svona booster-dælur kosta en bara reikningsdæmi, við erum að notast dáldið við svona vez í köfun, koma helium og súr í réttum hlutföllum á kúta án þess að tapa of miklu gasi.
ef þú þekkir einhvern með svona háþrýsta þjöppu þá er hægt að keyra gasið í gegnum dæluna (inert gas þeas) og í kút, hef gert það en talsvert bras.
þrepafylling, ef þú átt t.d. 3 tómar flöskur og leigir 2 fullar tæmirðu fyrst aðra fulla í þína í 100bar og svo topparðu með hinni fullu á hana uppí 150bar og sama með næstu tvær, þá ertu með 2 leiguflöskur með 50bar en þínar 3 með 150bar, 100bar og 50bar (cascade filling)
eða fjárfesta í sk. booster dælu, sem getur dælt uppí 200bar úr ca 10bar en það er æskilegt að skilja nokkur bör eftir á kútum.
svona booster-dælur kosta en bara reikningsdæmi, við erum að notast dáldið við svona vez í köfun, koma helium og súr í réttum hlutföllum á kúta án þess að tapa of miklu gasi.
ef þú þekkir einhvern með svona háþrýsta þjöppu þá er hægt að keyra gasið í gegnum dæluna (inert gas þeas) og í kút, hef gert það en talsvert bras.
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
en þegar þið eruð að dæla ámilli flaska eru þið þá ekki með þrýstijafnara á fullu flöskunni (til að stilla flæðið) og hvernig eru þið með þetta á tómu flöskunni? þýðir nokkuð að vera með venjulega slöngu sem er með hosuklemmu og svo fittings sem er skrúfað á flöskuna?
Verður ekki að vera slanga sem þolir lágmark 100bör og er þrykkt uppá fittings sem skrúfast svo uppá flöskuna ?
Verður ekki að vera slanga sem þolir lágmark 100bör og er þrykkt uppá fittings sem skrúfast svo uppá flöskuna ?
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Ég hef gert þetta með góðum árangri.
Ég nota ekki það mikið gas að ég á 1 hylki og leigi annað. Er svo með slöngu með réttu fittings á báðum endum og skrúfa frá báðum kútum. Síðan skila ég bara dagleiguhylkinu hálffullu en það borgar sig samt m.v. mína notkun.
Ég skrúfa bara lítið frá og þá sleppur þetta alveg. Vissulega hélast slangan en það gerir henni ekkert illt.
Óska hinsvegar eftir öðrum kút til kaups því ég þarf að eiga bæði Argon og Mison.
Kv. Ívar
Ég nota ekki það mikið gas að ég á 1 hylki og leigi annað. Er svo með slöngu með réttu fittings á báðum endum og skrúfa frá báðum kútum. Síðan skila ég bara dagleiguhylkinu hálffullu en það borgar sig samt m.v. mína notkun.
Ég skrúfa bara lítið frá og þá sleppur þetta alveg. Vissulega hélast slangan en það gerir henni ekkert illt.
Óska hinsvegar eftir öðrum kút til kaups því ég þarf að eiga bæði Argon og Mison.
Kv. Ívar
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Er dagleigan ódýrari en áfylling á eigin kút ?
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Þeir taka það ekki í mál að fylla á þínar flöskur, þeir taka þær eignarnámi ef þú sendir þær til þeirra
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Ef þú getur bent mér á hvar þú færð áfyllingu á eigin kút væri ég spenntur :)
Re: Áfyllingar á hlífðargasflöskur
Ok þannig að ef maður kaupir flösku í Gastek er alveg eins gott að brenna seðlana
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur