SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Johnboblem » 21.apr 2013, 18:15

Góðan dag,

Hvernig eru þessi sem sumardekk? Eru þau að endast vel?
SUPER SWAMPER RADIAL SS
Image
Svo stendur líka til boða: INTERCO SUPER SWAMPER TSL
Image

Endilega skjótið á mig hugmyndum að góðum sumardekkum undir Defender 130, ef þessi eru ekki góð.

Eins þessi hér: NITTO MUD GRAPPLER MUD TERRAIN TIRES 38"
Image




Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Fordinn » 21.apr 2013, 18:26

Ef þetta á bara að notast sem sumardekk þá ættiru að skoða toyo dekkin hjá bílabúð benna. er buin að vera med svona 38" dekk undir storum ford pikka i nokkur ár, þau hafa reynst mér mjog vel allt árið, slitna mjog hægt, og hliðarnar svo sterkar að þú skerð þær ekki auðveldlega. þetta er buið að vera allaveg undir bílnum í 5 ár ef ekki aðeins lengur, engar sprungur eða fúi. kostuðu á sínum tíma 160 þús gangurinn =) kostaði seinast þegar ég ath um 400 þús.


Sennilega þættu þau frekar hörð til úrhleypinga undir léttum bílum enn sem sumardekk þá er þetta það besta fyrir peninginn myndi ég halda =)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Freyr » 21.apr 2013, 18:57

Mæli ekki með super swamper (hvort sem er SSR eða TSL) sem sumardekkjum þar sem þau eru svo gróf sem skilar sér í hávaða. Tek undir það að Toyo séu mjög góð keyrsludekk en henti ekki svo vel til úrhleypinga vegna stífleika. Að lokum má ekki gleyma AT dekkjunum, þau eru mjög fín keyrsludekk líkt og Toyo en eru mikið mýkri svo þau þola úrhleypingar betur sem einnig skiptir máli að sumarlagi. Það er kostur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af dekkjunum þó það sé keyrt á þeim á ekki fullu lofti á hálendinu á sumrin...


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Johnboblem » 21.apr 2013, 19:00

Takk fyrir þetta. Ég kíki á Benna eftir helgi.

Já einmitt AT dekkin bara svo mjúk fyrir sumardekk og eyðast þá fyrr.


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Johnboblem » 21.apr 2013, 19:13

Johnboblem wrote:Takk fyrir þetta. Ég kíki á Benna eftir helgi.

Já einmitt AT dekkin bara svo mjúk fyrir sumardekk og eyðast þá fyrr.



Ég er reyndar með 15" felgur svo AT er líklega besti kosturinn.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá Fordinn » 21.apr 2013, 19:35

Getur fengið toyo 37" 14,5 R15 ef þú ert að spá i stærðunum uppa felgurnar að gera...


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: SUPER SWAMPER RADIAL SSR vs. INTERCO SUPER SWAMPER TSL

Postfrá villi58 » 21.apr 2013, 20:34

Freyr wrote:Mæli ekki með super swamper (hvort sem er SSR eða TSL) sem sumardekkjum þar sem þau eru svo gróf sem skilar sér í hávaða. Tek undir það að Toyo séu mjög góð keyrsludekk en henti ekki svo vel til úrhleypinga vegna stífleika. Að lokum má ekki gleyma AT dekkjunum, þau eru mjög fín keyrsludekk líkt og Toyo en eru mikið mýkri svo þau þola úrhleypingar betur sem einnig skiptir máli að sumarlagi. Það er kostur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af dekkjunum þó það sé keyrt á þeim á ekki fullu lofti á hálendinu á sumrin...

Smá um AT dekkin, óþolandi hvað þau éta upp smásteina og dúndra upp í brettin, þess vegna ef á að keyra á möl þá eru dekk með grófari munstri betri en þá eykst háfaði í staðinn, kostir og gallar!


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur