Réttar felgur


Höfundur þráðar
Dos
Innlegg: 39
Skráður: 28.feb 2013, 12:15
Fullt nafn: Þorlákur Pétursson

Réttar felgur

Postfrá Dos » 01.apr 2013, 22:40

Var að kaupa mér Nissan Terrano sem er 35 tommu breyttur nema að ég keypti hann á litlum dekkjum. Nú er ég að leita eftir stærri dekkjum en þar sem ég hef lítið spáð í jeppa fram að þessu þá hef ég í raun ekki hugmynd um hverju ég er að leita eftir. Því langaði mig að spyrja ykkur hvaða felgur passa undir Terrano, er það sama gatadeiling og á Patrol eða Cruser? Og hvaða felgustærð er algegnast á þessa bíla, er það 16 tommu? Væri gott að heyra frá ykkur.



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Réttar felgur

Postfrá ellisnorra » 01.apr 2013, 22:59

Þú kemur öllum 6 gata felgum undir hann.
Fyrir 35" er best að finna felgur sem eru 10" breiðar nema þú hugsir hann sem mikinn snjójeppa þá er hægt að skoða 12" breiðar líka en þá eru líkur á að kantarnir séu ekki nógu breiðir. Flestar 35" breytingar eru gerðar fyrir 10" felgubreidd.
15 eða 16" felguhæð er bara val hjá þér, það er mjög gott aðgengi ennþá í 35" dekkjum með 15" felguhæð og til alveg mökkur af þessum felgum. Ættir að fá fínar felgur á 25-40þús jafnvel ódýrara ef þú ert stálheppinn.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Dos
Innlegg: 39
Skráður: 28.feb 2013, 12:15
Fullt nafn: Þorlákur Pétursson

Re: Réttar felgur

Postfrá Dos » 01.apr 2013, 23:22

Þakka þér fyrir fljótt svar. Þetta er einmitt það sem ég þurfti að vita, ég ætla nú ekki að gera mikið fjallatröll úr Terrano, það verður gott að eiga hann fyrir veiðiferðirnar. Þess vegna held ég að 10" breiðar felgur séu góðar. Tók eftir því að þú segir að það sé mjög gott aðgengi ennþá í 15" dekk, af hverju segir þú ennþá? Er minni sala á 15" dekkjum í dag?
Kveðja.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Réttar felgur

Postfrá ellisnorra » 01.apr 2013, 23:29

Bílar stækka og bremsurnar með, flestir framleiðendur eru hættir að framleiða 38" og stærri fyrir 15" felgur og segja menn að innan örfárra ára detti 15" felgur alveg út. 16-17" felgur verða væntanlega "málið" þegar tíminn líður.
Ennþá er hægt að fá 35" dekk fyrir 15" felgu frá flestum ef ekki öllum framleiðendum.
http://www.jeppafelgur.is/


biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Réttar felgur

Postfrá biggigunn » 02.apr 2013, 10:35

Ef þú ert að leita af stálfelgum sem eru 15x10 þá á ég handa þér, þær líta þokkalega út og eru tveggja ventla. Þú getur séð þær hjá mér ef þú villt þær eru undir patrol sem ég á.

Kv. Birgir 664-1127


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur