Biluð Webasto


Höfundur þráðar
villi
Innlegg: 445
Skráður: 01.feb 2010, 00:55
Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
Bíltegund: Ford F250 7.3
Staðsetning: patreksfjörður

Biluð Webasto

Postfrá villi » 21.mar 2013, 15:32

Daginn. Webasto miðstöðin mín tók allt í einu uppá því að gefa ekki straum niður á olíudælu. Þetta er loftmiðstöð og öll öryggi eru heil. Einhverjar hugmyndir

Kv Villi




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Biluð Webasto

Postfrá biturk » 21.mar 2013, 15:50

athugaðu relay ef eitthvað er

hvernig vebasto er þetta
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá sukkaturbo » 21.mar 2013, 15:59

Sæll Villi er með Webasto og álíka bilun. Það var farinn heilinn í minni sem er prentplata ofan á miðstöðinni sjálfri undir lokinu. Fæst í Bílasmiðnum eða á Eldshöfðanum mín er í viðgerð þar. Ætla að selja hana nenni þessu dóti ekki lengur og 80 cruserinn með. kveðja guðni


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá haffij » 21.mar 2013, 17:59

Ofan á miðstöðinni þinni er lítil gúmmíhetta. Undir henni er hitaöryggi sem getur slegið út. Þú ættir að prófa að smella því inn áður en þú gerir eitthvað meira.

Þú ættir að komast að þessu bara með því að troða höndinni undir sæti.

Þetta öryggi smellur út ef miðstöðin hitnar of mikið, t.d. ef hún gengur án þess að koma lofti frá sér. Það gæti gerst til dæmis ef þú hefur aftari stútinn lokaðan og hinn teppist af einhverjum ástæðum á meðan að miðstöðin er í gangi.

Image

Öryggið er þarna undir gúmmítúttunni sem er við hliðana á hosuklemmunni. Það þarf ekki að taka gúmmíið í burtu, það er nóg að þrýsta bara á það, þá vonandi finnur þú smá smell og miðstöðin kemst í lag ;)


Höfundur þráðar
villi
Innlegg: 445
Skráður: 01.feb 2010, 00:55
Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
Bíltegund: Ford F250 7.3
Staðsetning: patreksfjörður

Re: Biluð Webasto

Postfrá villi » 21.mar 2013, 19:29

Takk fyrir þetta Haffi, þú þekkir "bílinn þinn" vel :) Smellti örygginu inn og miðstöðin í lagi. Pústið hefur sennilega stíflast í síðasta snjóskoti hérna. Takk Kærlega

Kv Villi


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá haffij » 21.mar 2013, 19:41

Frábært að heyra.

Á meðan ég átti þessa miðstöð tók ég hana nokkrum sinnum í sundur. Var í smá basli með hana til að byrja með.

Undir lokin var ég búinn að skipta um glóðarkerti, allar þéttingar, kveikinn og "flame sensorinn" í henni ásamt því að þrífa úr henni allt gamalt sót og skít. Eftir það allt gekk hún eins og klukka nema þegar ég stíflaði loft stútana frá henni. Þá small þetta öryggi út ;)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Biluð Webasto

Postfrá Stebbi » 21.mar 2013, 20:18

Smá off topic en samt í sama nágreni.

Hefur einhver hérna tekið svona ónýtan heila, hennt honum og smíðað aðra stýringu fyrir svona loftblásara? Er með Eberspächer D1 sem er sénslaust að fá orðið varahluti í og langar til að græja hana í gang.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá haffij » 21.mar 2013, 20:43

Þessi gamla miðstöð þín og eldri týpur af webasto eru mjög líklega nokkurnvegin alveg eins uppbyggðar. Ég gæti vel trúað því að þú gætir án mikillar fyrirhafnar notað heila af gamalli webasto miðstöð.

Ertu viss um að heilinn þinn sé ónýtur? Í mörgum tilfellum hrekkur þetta gamla dót í lag með því að lóða upp prentplötuna inni í heilanum. Þær eru svo grófgerðar að það er auðvelt að gera það með hvaða lóðbolta sem er.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Biluð Webasto

Postfrá Stebbi » 21.mar 2013, 21:04

Það er eitthvað fokk á henni, hún setur dæluna í gang en ekki blásarann og glóðarkertið. Ég get skammhleypt yfir vírana fyir blástur og glóð og sett hana í gang þess vegna var ég að spá í hvort það væri eitthvað annað en relay virkni sem þyrfti að taka inn í myndina þegar maður riggar upp grófri stýringu. Eins líka hvernig er uppkveikiferlið á þessum græjum, blástur-kerti olíudæla.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


baldikaldi
Innlegg: 3
Skráður: 21.mar 2013, 21:06
Fullt nafn: Baldur Sigurðsson
Bíltegund: Pajero

Re: Biluð Webasto

Postfrá baldikaldi » 21.mar 2013, 21:11

Stebbi þú gertur talað við Ísleif Erlingsson vinnur hjá stillingu hann gerði við miðstöð fyrir mig
Hann á varahluti í þessar miðstöðvar

KV. Baldur


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá haffij » 21.mar 2013, 21:13

Ef ég man rétt þá byrja þær uppkveikinguna á því að skella inn kertinu. Fara svo fljótlega eftir það að dæla inn olíu. Fyrst hægt og svo auka þær hraðann á meðan að það er að kveikna. Einhversstaðar í miðju ferlinu bæta þær svo inn blæstrinum.

Ef að heilinn þinn hefur ekki orðið fyrir augljósum skemmdum (vatnsskemmdum eða einhverjir brunnir íhlutir) held ég að þú ættir að prófa að lóða hann allan upp.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Biluð Webasto

Postfrá Stebbi » 21.mar 2013, 21:23

kanski maður geri það, ertu þá ekki að tala um að hressa upp á lóðningarnar með lóðbolta og smá tini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Biluð Webasto

Postfrá haffij » 21.mar 2013, 21:30

Júbb, bara bræða upp þær gömlu. Það vill gerast að þær "kólni" og hætti að leiða en verða svo eins og nýjar þegar maður bræðir þær upp.

Það er furðu marg hægt að laga í gömlum bílum með þessu einu og sér.

Bara muna að pass að lóða ekki eitthvða saman sem ekki á að vera tengt saman. Það er auðvelt að lenda í því ef maður er mikði að bæta í tini.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur