Loftdælur í jeppann

User avatar

Höfundur þráðar
Gummi Ola
Innlegg: 26
Skráður: 27.jan 2011, 17:07
Fullt nafn: Guðmundur Ásgeir Ólafsson

Loftdælur í jeppann

Postfrá Gummi Ola » 10.mar 2013, 19:50

Nú gafst orginal A/C dælan upp hjá mér um helgina og væri gaman að heyra hvaða dæur menn eru að nota í jeppanum?
A/C dælan er búin að duga mér fint í tvö ár og er freistandi að fá sér bara aðra eins dælu þar sem það er fljótlegast. Eða á maður að nota tækifærið og skifta yfir í eitthvað betra? Þarf að redda þessu fyrir stórferðina um næstu helgi.
Góð ráð vel þegin :)
kv. Gummi




Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Heiðar Brodda » 10.mar 2013, 20:12

sæll Gummi farðu í eins dælu minnsta vesenið annars geturu farið t.d. í bílabúð benna þeir eru með einhverjar dælur sem eru stærri að mig minnir
annars sjáumst við á jökli á laugardaginn sæll kv Heiðar Brodda

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá jeepson » 10.mar 2013, 22:20

Sæll. Örninn hérna á spjallinu er að selja dælu sem er eins og a/c dæla í útliti en er ekta loftdæla. Þú smyrð hana með koppa feiti. Hafðu samband við hann ef að þetta er eitthvað sem gæti vakið áhuga. 8959678
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Startarinn » 10.mar 2013, 22:25

ég skellti bara smurkopp á mína, ég á reyndar eftir að prófa hvernig það reynist, en ég tók dæluna bara í sundur til að finna hentugan stað fyrir koppinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 650
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Hjörturinn » 10.mar 2013, 22:30

Svo er Barki með tilboð á smurglösum núna, 2000kall +vsk ef mönnum vantar við svona AC dælu
Dents are like tattoos but with better stories.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Þorsteinn » 10.mar 2013, 22:46

á til alvöru rafmagnsdælu úr landvélum. held hún heiti nardi og er tveggja stimpla.

tók 4 46" dekk á meðan ac dæla tók 3 38" dekk. dælt frá 4 pundum í 24 pund í báðum dekkjum.

sendu mér pm ef þú villt skoða það.

Þorsteinn

User avatar

Höfundur þráðar
Gummi Ola
Innlegg: 26
Skráður: 27.jan 2011, 17:07
Fullt nafn: Guðmundur Ásgeir Ólafsson

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Gummi Ola » 11.mar 2013, 10:26

Sælir

Það var ágætis smurning á dælunni. Var með smurkopp á henni en það fór slanga hjá mér og hún keyrði í einhverja klukkutíma án þess að ég yrði þess var.

Ég hef ekki tíma fyrir helgina til að smíða mér festingar fyrir öðruvísi dælu svo best væri að finna eins dælu til að redda næstu ferð. Skoða svo aðrar lausnir eftir helgi eða fyrir næsta vetur :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá kjartanbj » 11.mar 2013, 11:00

Gummi Ola wrote:Sælir

Það var ágætis smurning á dælunni. Var með smurkopp á henni en það fór slanga hjá mér og hún keyrði í einhverja klukkutíma án þess að ég yrði þess var.

Ég hef ekki tíma fyrir helgina til að smíða mér festingar fyrir öðruvísi dælu svo best væri að finna eins dælu til að redda næstu ferð. Skoða svo aðrar lausnir eftir helgi eða fyrir næsta vetur :)


ég á orginal dælu en það vantar allt framan á hana sem er sjálfsagt í lagi á þinni dælu, athugaði verðið á dótinu framan á hana og það var um 80þúsund.. þannig ég læt rafmagnsdælurnar hjá mér duga :)
ætlaði að kaupa á ac dæluna ef það væri ódýrt bara til þess að hafa það í lagi.. en snarlega hætti við það þegar ég sá verðið
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Loftdælur í jeppann

Postfrá Dúddi » 11.mar 2013, 12:41

Exreme air eða eitthvað eins og var verið að selja i KT verslun eru mjog goðar og passa i brakketið, þyrftir að finna þannig.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur