Daginn.
Er með Hilux 1992 sem er rafmagnslæstur að aftan. Mótor virkar uppi á borði. Ljós kemur í mælaborð um að læsingin sé á, en samt læsir hann sér ekki.
Hvað er það helst sem maður á að skoða þegar þessi útbúnaður er ekki að virka.
Rafmagnslæsing í Hilux
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
Blikkar hann ljósinu eða er það orðið alveg stöðugt ?
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
hann er greinilega ekki að ná að færa pinnan alveg út, hefurðu prufað að læsa honum áður en þú hertir alla boltana þannig það er engin spenna á þessu þegar þú læsir? en ertu svo viss um að læsingin í kögglinum sé í lagi , búin að prufa að færa arminn sjálfur með handafli og sjá hvort þetta læsist?
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 19.jan 2012, 13:17
- Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
- Bíltegund: Mitsubishi Montero
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
Sælir.
Ljósið logar stöðugt, og Jú hann fer í læsinguna handvirkt.
Ljósið logar stöðugt, og Jú hann fer í læsinguna handvirkt.
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
Hefur þú prufað að tjakka hann upp að aftan, hafa hann í 4wd og setja lásinn á, án þess að hafa bílinn í gangi, maður heyrir surgið í mótornum þegar hann snýst, þegar rofanum er snúið og ef maður snýr öðru hjólinu fer lásinn á með smelli ef allt er í lagi. Ef rauða ljósið logar strax stöðugt eftir að rofanum er snúið, er eitthvað borgið við rofann á hásingunni eða lagnirnar að og frá honum. Kv, kári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 19.jan 2012, 13:17
- Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
- Bíltegund: Mitsubishi Montero
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
Takk fyrir þetta piltar.
Við nánari athugun þá blikkar ljósið, en logar ekki stöðugt. Breytir það einhverju varðandi þau atriði sem hafa verið nefnd hér.
Við nánari athugun þá blikkar ljósið, en logar ekki stöðugt. Breytir það einhverju varðandi þau atriði sem hafa verið nefnd hér.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Rafmagnslæsing í Hilux
Sælir ljósið blikkar þar til lásinn er kominn á. Ég hef bjargað mér á því að setja lásinn á handvirkt tekur enga stund. Gott að tjakka bílinn upp á meðan. Tek mótorinn úr set lásinn á með skrúfjárni og mótorinn í aftur. Hef haft hann á allan veturinn og tekið hann af þegar snjóa leysir eða þegar er útlit fyrir marga daga snjólausa.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur