Nú á að fá sér jeppa :)
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Já mér sýnist Patrol vera sá sem flestir mæla með.
En hvort á maður að fá sér gamla eða nýja modelið? eða skiftir það kanski ekki máli?
En hvort á maður að fá sér gamla eða nýja modelið? eða skiftir það kanski ekki máli?
-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Blessaður vertu fáðu þér Willys. Helst á 38" og V8 og með blæju. Þarft ekkert að spá í því hvað hann er keyrður, þarft lítið að spá í riði þar sem að hann er sennilega orðinn meira til trefjaplast og síðast en ekki síst færðu aldrei leið á því að keyra hann og það kemur skemmtilega á óvart hversu lítið að bensíni þú átt eftir að kaupa á hann:)
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Já en Stefán, snýst þráðurinn ekki um það að maðurinn ætlar að kaupa sér jeppa sem hann ætlar að nota til fjalla !
Vissulega mun hann kaupa lítið bensín á Willysinn enda mun han aldrei nota hann :)
Vissulega mun hann kaupa lítið bensín á Willysinn enda mun han aldrei nota hann :)
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Ó, ég sá ekki að hann ætlaði að ferðast á honum.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Patrol 1998 + á 38" ... samkvæmt töflu Útivistar

þá er hann bara að skora meðal og er þar af leiðandi ekki væntanlega gildur í hinar ýmsu ferðir.
Þarf semsagt að vera með Patta á 44" eða vera á minni bíl. Myndi t.d Patrol 3.0 2001 38" læstur framan og aftan ekki sleppa í meiri ferðir? Langar dáldið í þannig en vill fá að fara með í ferðir sem eru merktar Mikið líka .
Hvað segja menn um þetta? Er Patrol hreinlega ekki með í myndinni nema á 44".
Kv. Hans

þá er hann bara að skora meðal og er þar af leiðandi ekki væntanlega gildur í hinar ýmsu ferðir.
Þarf semsagt að vera með Patta á 44" eða vera á minni bíl. Myndi t.d Patrol 3.0 2001 38" læstur framan og aftan ekki sleppa í meiri ferðir? Langar dáldið í þannig en vill fá að fara með í ferðir sem eru merktar Mikið líka .
Hvað segja menn um þetta? Er Patrol hreinlega ekki með í myndinni nema á 44".
Kv. Hans
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Það er nú alveg hægt að gefa frat í svona töflur... þessir bílar okkar eru ekki alveg svo ferkantaðir og eins að það sé hægt að setja þá upp í svona einfalda töflu. Til dæmis ætti Hiluxinn minn heima í þyngdarflokki 3 miðað við hvað ég vigta hann tilbúin í ferð.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Sælir
Að menn skuli flagga þessum ófögnuði og lygum eina ferðina enn. Ég get lofað hverjum sem er að RAV á 33" dekkjum er ekki samanburðarhæfur við Patrol á 38". Jimny á 35" dekkjum á ekki erindi þar sem 44" Patrol og landcruiser og Hummer eru að leika. Þetta eru hreinar og klárar lygar sem eiga enga stoð í raunveruleikanum.
Þessi tafla sýnir hugsanlega hvað þessir bílar stíga fast pr fersentimeter og það trúlega með lítið úrhleypt en segja ekkert til um getu bílanna á fjöllum í raunverulegum aðstæðum þar sem skiptast á mismunandi færi og hindranir.
Ég er ekki að segja að minni bílar séu skelfingar tæki en það veit hver heilvita maður sem eitthvað hefur ferðast á fjöllum að svoa töflur eru að benda á mjög afmarkaða hluti sem jeppar þurfa að takast á við.
Kv Jón Garðar
Að menn skuli flagga þessum ófögnuði og lygum eina ferðina enn. Ég get lofað hverjum sem er að RAV á 33" dekkjum er ekki samanburðarhæfur við Patrol á 38". Jimny á 35" dekkjum á ekki erindi þar sem 44" Patrol og landcruiser og Hummer eru að leika. Þetta eru hreinar og klárar lygar sem eiga enga stoð í raunveruleikanum.
Þessi tafla sýnir hugsanlega hvað þessir bílar stíga fast pr fersentimeter og það trúlega með lítið úrhleypt en segja ekkert til um getu bílanna á fjöllum í raunverulegum aðstæðum þar sem skiptast á mismunandi færi og hindranir.
Ég er ekki að segja að minni bílar séu skelfingar tæki en það veit hver heilvita maður sem eitthvað hefur ferðast á fjöllum að svoa töflur eru að benda á mjög afmarkaða hluti sem jeppar þurfa að takast á við.
Kv Jón Garðar
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Hehe. Það er semsagt verið að tala um flot fyrst og fremst.
Útivist merkir engu að síður ferðinar hjá sér miðað við þessa töflu svo maður spyr sig. Ferð 17-19 sept kölluð vöð og vatnasull er merkt með erfiðleikastig 3 (jeppar)
http://utivist.is/ferdaaaetlun/jeppaferdir/ er þetta allt saman huglægt og hver dæmir fyrir sig.
En hvað segja menn þá yfir höfuð um Patrol á 38" læstur fram og afurdrif 2500 kg. Dugar það í stærri ferðir svona yfirleitt?
Útivist merkir engu að síður ferðinar hjá sér miðað við þessa töflu svo maður spyr sig. Ferð 17-19 sept kölluð vöð og vatnasull er merkt með erfiðleikastig 3 (jeppar)
http://utivist.is/ferdaaaetlun/jeppaferdir/ er þetta allt saman huglægt og hver dæmir fyrir sig.
En hvað segja menn þá yfir höfuð um Patrol á 38" læstur fram og afurdrif 2500 kg. Dugar það í stærri ferðir svona yfirleitt?
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Hansi wrote:Hehe. Það er semsagt verið að tala um flot fyrst og fremst.
Útivist merkir engu að síður ferðinar hjá sér miðað við þessa töflu svo maður spyr sig. Ferð 17-19 sept kölluð vöð og vatnasull er merkt með erfiðleikastig 3 (jeppar)
http://utivist.is/ferdaaaetlun/jeppaferdir/ er þetta allt saman huglægt og hver dæmir fyrir sig.
En hvað segja menn þá yfir höfuð um Patrol á 38" læstur fram og afurdrif 2500 kg. Dugar það í stærri ferðir svona yfirleitt?
Auðvitað dugar það. Ferð bara hægar yfir. Yfirleitt er þetta spurning með hraða þegar menn vilja eitthvað stærra en 38 nema í allra þyngstu færunum. Það eru ekki aldir síðan að 3 hiluxar fóru á 33 og 35 tommu tímamótaferð yfir Vatnajökul - Hofsjökul - Langjökul. 8 tíu og eitthvað.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
hægar en hver?
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Izan wrote:hægar en hver?
hægar en Patrol á stærri dekkjum en 38. T.d. 44
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Sælir ég get nú ekki orða bundist lengur, ætla menn aldrei að hætta þessu bulli um dekkjastærð, það er löngu sannað að því stærri dekk því meira drífurðu og ferð hraðar yfir, haldið þið að menn séu bara á þessum dekkjum upp á lookið? nei ekki aldeilis, ég fór sjálfur í gegnum þennan pakka byrjaði á 33 og hélt að það væri andsk... nóg en ég sá í fyrstu ferð að það þýddi ekkert minna en 38, en svo nokkru seinna prufaði ég 44 og hef haldið mig við það síðan, og svo hlæ ég bara innrameð mér þegar ég hlusta á menn reyna að sannfæra sig og aðra um það þurfi bara ekkert stærra en 35 og í mesta lagi 38,
nú segi ég við alla sem hafa áhuga á að byrja í þessu ekki hugsa um minna en 38 tommur
það er bara tímaeyðsla. ;)
kveðja Helgi
nú segi ég við alla sem hafa áhuga á að byrja í þessu ekki hugsa um minna en 38 tommur
það er bara tímaeyðsla. ;)
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Brjótur wrote:Sælir ég get nú ekki orða bundist lengur, ætla menn aldrei að hætta þessu bulli um dekkjastærð, það er löngu sannað að því stærri dekk því meira drífurðu og ferð hraðar yfir, haldið þið að menn séu bara á þessum dekkjum upp á lookið? nei ekki aldeilis, ég fór sjálfur í gegnum þennan pakka byrjaði á 33 og hélt að það væri andsk... nóg en ég sá í fyrstu ferð að það þýddi ekkert minna en 38, en svo nokkru seinna prufaði ég 44 og hef haldið mig við það síðan, og svo hlæ ég bara innrameð mér þegar ég hlusta á menn reyna að sannfæra sig og aðra um það þurfi bara ekkert stærra en 35 og í mesta lagi 38,
nú segi ég við alla sem hafa áhuga á að byrja í þessu ekki hugsa um minna en 38 tommur
það er bara tímaeyðsla. ;)
kveðja Helgi
Aldrei þessu vant ætla ég að taka undir með Brjóti vini mínum, maður drífur bara ekki rassgat á 35" dekkjum sama hvaða fjandans bíll það er. 36", þá má fara að ræða saman á léttari bílum en annars 38" og uppúr.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Heyr heyr Takk Stebbi :)
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Jæja
Er svona nokkurn vegin búin að ákveða mig í framhaldi af þessu öllu saman.
44" breyttur Patrol 2001 læstur hringinn á 39.5" dekkjum, fylgir 44" D C
Ætti komast leiðar minnar þannig.
Kv.
Er svona nokkurn vegin búin að ákveða mig í framhaldi af þessu öllu saman.
44" breyttur Patrol 2001 læstur hringinn á 39.5" dekkjum, fylgir 44" D C
Ætti komast leiðar minnar þannig.
Kv.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Flottur og velkominn í hópinn.
Eg var á sukku 35" og var bara helviti ánægður með það.
hun dugði í flest það sem ég var að gera og þótti mér rosalega gaman
að þessum bíl.
eftir góðar helgarferðir eða dagstura var ég gjörsamlega búinn á þvi
og bílinn lika :) það þurfti að taka ALLT ÚT ÚR ÞESSUM BIL til að halda í við hina í
ákveðnum færum.( og tel ég mig vera þokkalegan ökumann)
Eftir að ég fór á pattann eru þessar ferðir( langjökull..vatnajökull..strútur..jökulheimar..laugar..setur og fleira eins og sunnudagsbíltur.
það reynir ekkert á bílinn og ég algerlega óþreittur eftir helgarnar..s.s bara gaman.
kv
Frikki patrol 4.2 44" bensin.
Eg var á sukku 35" og var bara helviti ánægður með það.
hun dugði í flest það sem ég var að gera og þótti mér rosalega gaman
að þessum bíl.
eftir góðar helgarferðir eða dagstura var ég gjörsamlega búinn á þvi
og bílinn lika :) það þurfti að taka ALLT ÚT ÚR ÞESSUM BIL til að halda í við hina í
ákveðnum færum.( og tel ég mig vera þokkalegan ökumann)
Eftir að ég fór á pattann eru þessar ferðir( langjökull..vatnajökull..strútur..jökulheimar..laugar..setur og fleira eins og sunnudagsbíltur.
það reynir ekkert á bílinn og ég algerlega óþreittur eftir helgarnar..s.s bara gaman.
kv
Frikki patrol 4.2 44" bensin.
Patrol 4.2 44"
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Ég þakka öllum fyrir frábærar viðtökur á þessum þræði :)
Ég er reindar dáldið svekktur að þurfa að tilkynna að ég þarf að minka budgetið niður úr öllu valdi :( þar sem ég er að fara í skóla (sem er nátlega frábæst útaf fyrir sig)
Ef þið vitið um ódýran jeppa þá endilega sendil link eða e-ð.
ég er búinn að sætta mig við að fara jafnvel niður í 35'' til að byrja með.
hann má vera e-ð bilaður, ég er víst ágætlega handlaginn.
Ég get sett 2000 árgerð VW Golf uppí. Hann er keirður rétt rúmlega 140.000 og mjög vel með farinn. Hann var í eigu eins manns í einhver 8 ár en fór svo á eigandaflakk þangað til ég eignaðist hann. Hann er líka með smurbók frá upphafi og alltaf smurður á réttum tíma og vel hugsað umm hann.
ég get gefið góðan afslátt af honum þar sem unnar voru skemdir á lakkinu. (Ég á leindan aðdáanda)
Kv. Snorri
Ég er reindar dáldið svekktur að þurfa að tilkynna að ég þarf að minka budgetið niður úr öllu valdi :( þar sem ég er að fara í skóla (sem er nátlega frábæst útaf fyrir sig)
Ef þið vitið um ódýran jeppa þá endilega sendil link eða e-ð.
ég er búinn að sætta mig við að fara jafnvel niður í 35'' til að byrja með.
hann má vera e-ð bilaður, ég er víst ágætlega handlaginn.
Ég get sett 2000 árgerð VW Golf uppí. Hann er keirður rétt rúmlega 140.000 og mjög vel með farinn. Hann var í eigu eins manns í einhver 8 ár en fór svo á eigandaflakk þangað til ég eignaðist hann. Hann er líka með smurbók frá upphafi og alltaf smurður á réttum tíma og vel hugsað umm hann.
ég get gefið góðan afslátt af honum þar sem unnar voru skemdir á lakkinu. (Ég á leindan aðdáanda)
Kv. Snorri
-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Ég held að Súkkan komi þá sterk inn, ódýr og eyðslugrönn. Ég byrjaði mína jeppamennsku á langri Súkku SJ413 (Fox) og maður komst ótrúlega mikið á 33" dekkjum. Er ekki til nóg af Vitara á góðu verði sem hægt er að setja stærri barða undir?
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
fer ekki bara að koma snjór þannig að maður géti farið að próa crúser með patrol hásingum gét ekki beðið strákar róið þið ykkur í gleðini hehe en ég nota bara það besta úr bílonum ;D
Jóhann V Helgason S:8408083
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Það er dálítið einkennandi fyrir "ráðleggingar" manna í þessum þræði að vilja endilega að spyrjandi fái sér "bíl eins og minn"
Þar sannast hið fornkveðna að hverjum þykir sinn fugl fagur ( þó hann sé bæði ljótur og magur) Er þetta einhver árátta að verða að hafa rétt fyrir sér ? Þarf hver um sig að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hafa valið "rétta bílinn".
Sjálfur á ég Land Rover Defender 110, vel búinn bíl á 38" dekkjum. Hann hefur fullt af kostum en líka haug af göllum, en aðalatriðið er að mér finnst kostirnir algerlega yfirskyggja gallana, en það er bara vegna þess að ég samsama mig við karakter bílsins. Mér dytti ekki í hug að fara að mæla með svona bílum við ókunnugt fólk, vegna þess að stórar líkur eru á að það yrði fyrir vonbrigðum. Reyndar taldi ég mann ofan af því um daginn að fá sér svona bíl. Maðurinn gaf sig á tal við mig og tjáði mér að hann hefði alltaf langað í svona bíl, en eftir að hafa spurt hann um hvaða kosti hann teldi mikilvæga, sannfærði ég hann um að kaupa frekar eitthvað annað, og nefndi nokkur dæmi um bíla ( sem ég myndi aldrei í lifinu kaupa mér) en sem myndu frekar uppfylla hans þarfir og væntingar.
Sitt sýnist hverjum.
Þar sannast hið fornkveðna að hverjum þykir sinn fugl fagur ( þó hann sé bæði ljótur og magur) Er þetta einhver árátta að verða að hafa rétt fyrir sér ? Þarf hver um sig að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hafa valið "rétta bílinn".
Sjálfur á ég Land Rover Defender 110, vel búinn bíl á 38" dekkjum. Hann hefur fullt af kostum en líka haug af göllum, en aðalatriðið er að mér finnst kostirnir algerlega yfirskyggja gallana, en það er bara vegna þess að ég samsama mig við karakter bílsins. Mér dytti ekki í hug að fara að mæla með svona bílum við ókunnugt fólk, vegna þess að stórar líkur eru á að það yrði fyrir vonbrigðum. Reyndar taldi ég mann ofan af því um daginn að fá sér svona bíl. Maðurinn gaf sig á tal við mig og tjáði mér að hann hefði alltaf langað í svona bíl, en eftir að hafa spurt hann um hvaða kosti hann teldi mikilvæga, sannfærði ég hann um að kaupa frekar eitthvað annað, og nefndi nokkur dæmi um bíla ( sem ég myndi aldrei í lifinu kaupa mér) en sem myndu frekar uppfylla hans þarfir og væntingar.
Sitt sýnist hverjum.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Sælir eina ferðina enn, Árni ég get ekki svarað fyrir hina en mun segja hversvegna ég mæli með Patrol, og það er einfaldlega afþví að mér finnst hann fara best með mig og ekki mikið um bilanir og brot, og ég hef sannarlega samanburðinn þvi að ég er búinn að eiga flest allar gerðir af jeppum frá v8 Willis og upp í amerískan pikup og nokkrar gerðir þar á milli, þannig að val mitt og atkvæði byggist ekki á greiningunni hjá þér heldur samanburði, :)
Kveðja Helgi
Kveðja Helgi
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Hvað sem þú gerir, ekki fá þér Súkku, það eru nógu margir um hituna.
Re: Nú á að fá sér jeppa :)
Guðjón S wrote:í Fyrsta lagi, gerðu sjálfum þér og fjölskyldu þinni þann greiða að fá þér ekki Musso, ég hef ennþá ekki heirt í neinum eiganda svoleiðis bifreiðar sem er ánægður.
Annars er bara að afla sér góðra upplýsinga varðandi bilanatíðna og eyðslu jeppa, sjálfur er ég á Toyota LC60 og er ánægður þar hvað varðar eyðslu og bilanatíðni, sjálfur get ég gert við ef eitthvað bilar, ekkert tölvudót, fjölskylduvænn og rúmgóður.
Kv. Guðjón S
Ég á musso og er bara mjög ánægður, og það er einnig kunningi minn sem á musso.... þannig að nú veistu um 2 :)
Annars ætla ég ekkert að vera dásema eina tegund frekar en aðra, en er búinn að eiga minn í tæp 2 ár og búið að vera lítið viðhald og síðan er Benni mjög sanngjarn með verð á varahlutum finnst mér
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur