Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá muggur » 10.des 2012, 13:19

Sælir/ar
Þannig er að nú er allt í einu farin að heyrast óhljóð úr miðstöðinni í Pajeronum mínum. Þetta lýsir sér þannig að þegar miðstöðin er á lágri stillingu þá heyrist eins og spaðinn sem blæs loftinu sláist í eitthvað. Þegar svo er sett á fullan blástur hættir hljóðið. Eins þegar slökkt er á miðstöðinni má heyra þetta tik-tik hljóð í 1 til 2 sekúndur meðan spaðinn er að stöðvast.

Nú er spurningin, hvernig kemst ég að viftunni í þessum bíl? Þetta er Pajero 1998 v6 (bensín) langur. Finnst eins og viftan sé einhverstaðar farþegameginn. Er mikið mál að komast að þessu vopnaður stjörnuskrúfjárni?

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá jeepcj7 » 10.des 2012, 14:02

Það er ekkert mál að komast að þessu og staðsetningin er alveg í hægri hliðinni fyrir neðan hanskahólfið að mig minnir 3 skrúfur sem halda mótornum á sínum stað og eitt rafmagnstengi hann er skrúfaður upp í miðstöðina.Mjög líklega laufblað eða eitthvað drasl fyrir spaðanum.
Heilagur Henry rúlar öllu.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá kjartanbj » 10.des 2012, 14:15

gæti líka bara verið komið slag í leguna í mótornum, þannig spaðarnir rekist í á litlum hraða en ekki á meiri ferðinni
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá Dúddi » 10.des 2012, 16:40

ég giska á að það sé ein mýsla í mótornum hjá þér. :)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá sukkaturbo » 10.des 2012, 17:22

Sæll var að lenda í þessu með miðstöðvarmótorinn í Hilux sem ég var að gera upp. Þetta er líklega legu mál reif mótorinn í spað og hreinsaði og smurði en þetta hætti ekki kolatorinn var líka orðinn mjög slitinn og heyrðist í honum líka hjá mér fékk gamlan mótor og allt í goodí. Mundi fá mér annan á partasölu. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá muggur » 11.des 2012, 13:36

Sælir allir,
Takk fyrir svörin, það reyndist rétt hjá Hrólfi hvað var að hrjá miðstöðina. 1 stk laufblað. Tók það úr skrúfaði dótið saman og miðstöðin blæs betur en áður og eina sem heyrist er notalegur hvinur.

Hér er mynd af sökudólgnum:
vifta.jpg



Dúddi wrote:ég giska á að það sé ein mýsla í mótornum hjá þér. :)


Svoleiðis gerist bara í Land Rover :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998

Postfrá jeepcj7 » 11.des 2012, 14:27

Mitsinn er svo góður hann bilar bara ekki.;o)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur