S.O.S Startaravesen í bronco 2 vantar ráð!


Höfundur þráðar
MorgunBronco
Innlegg: 81
Skráður: 11.nóv 2012, 11:27
Fullt nafn: Ómar Eyþórsson
Bíltegund: Ford Bronco

S.O.S Startaravesen í bronco 2 vantar ráð!

Postfrá MorgunBronco » 18.nóv 2012, 12:07

Sælir. Ég grillaði startarann í Bronconum mínum á föstudaginn og ætlaði að skipta um startara. Það er ekki langt síðan að ég skipti um hann síðast og þá var þetta ekkert mál. Aukastartarinn sem að ég er með núna er alveg eins, úr eins bíl, pungurinn sem kemur útúr startaranum er á hinni hliðinni og rekst þ.a.l í olíupönnuna og kemst ekki í. Ég prufaði að opna hann en ég virðist ekki geta snúið honum. Þekkir einhver þetta vandamál ?




bennzor

Re: S.O.S Startaravesen í bronco 2 vantar ráð!

Postfrá bennzor » 18.nóv 2012, 13:33

Nú þekki ég ekki þessa startara neitt sérstaklega en ef þeir eru alveg nákvæmlega eins fyrir utan að snúa öðruvísi þá gæti verið möguleiki að færa innvolsið úr nýja startaranum yfir í þann gamla og bjargað sér þannig, en það getur verið pínu tricky


Höfundur þráðar
MorgunBronco
Innlegg: 81
Skráður: 11.nóv 2012, 11:27
Fullt nafn: Ómar Eyþórsson
Bíltegund: Ford Bronco

Re: S.O.S Startaravesen í bronco 2 vantar ráð!

Postfrá MorgunBronco » 19.nóv 2012, 19:58

Færði toppinn af gamla startaranum yfir á þann nýja og nú snýr allt rétt og kagginn startar eins og draumur og ég ek um með 13" lykil við höndina til að rjúfa straum ef kvikindið tekur upp á því að snúast endalaust aftur. Skipti svo um startarapung í vikunni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur