Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Verður volg en ekki nægilega heit að mér finnst. Mig grunar að það sé lofttappi í miðstöðvarelementinu þar sem ég skifti um vél í þessum bíl fyrir 2-3 vikum. Hvernig er best að lofttæma?
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Sælir
Ertu búinn að ath hvort lagnirnar að og frá miðstöðvarelemenntinu hitni?
Ef það er loft tappi er hægt að leggja í brekku og snúa fram endanum upp.
Jú loft leytar alltaf upp. Er vatnskassinn eitthvað neðar en orginal?
Kv Bjarki
Ertu búinn að ath hvort lagnirnar að og frá miðstöðvarelemenntinu hitni?
Ef það er loft tappi er hægt að leggja í brekku og snúa fram endanum upp.
Jú loft leytar alltaf upp. Er vatnskassinn eitthvað neðar en orginal?
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
það er "krani" þar sem miðstöðvarlagnirnar lyggja í gegnum hvalbak, kemur á hann barki innan úr bíl, kipti honum óvart úr sambandi við mótorskipti hjá mér og þá hitnaði ekkert inní bíl
1992 MMC Pajero SWB
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Já kraninn virkar, var búinn að tékka á því. Prufa að leggja honum í miklum halla og sjá hvað gerist.
-
- Innlegg: 120
- Skráður: 24.mar 2011, 00:42
- Fullt nafn: Böðvar Stefánss
- Bíltegund: Chevy Silverado 6.6
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Er nægilega mikið vatn á kerfinu? Bara til að útiloka það einfaldasta
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Þar er sennilega kötturinn grafinn. Hann lekur smá vatni hjá mér en ég fylli daglega, kannski 300-600ml í senn. Þarf að laga þetta sem fyrst. Veit hvar lekur og hvað ég þarf að gera.
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
ÞAð verður ekkert grín að finna bratta brekku sem er nógu löng fyrir svona "limmó"........;-)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Freyr wrote:ÞAð verður ekkert grín að finna bratta brekku sem er nógu löng fyrir svona "limmó"........;-)
Hehe var einmitt búinn að vera að spá í því. Dettur ykkur eitthvað í hug? Er ennþá hægt að fara í malarhaugana á rétt hjá IH?
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Skiftu um vatns lás
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Hef lent í þessu þegar skift var um vatnskassa í svona bíl. Losuðum efstu miðstöðvarslönguna upp við hvalbak og helltum vatni þar ofan í með bílinn í hægagangi. Málið dautt. L.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Oskar K var með þetta. Barkinn var dottinn úr sambandi af krananum í húddinu.
-
- Innlegg: 250
- Skráður: 09.jan 2011, 15:10
- Fullt nafn: Hjálmar Guðjónsson
- Bíltegund: ford explorer
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
bara klæda sig betur :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
Þetta er Hilux ekki Land Rover... Og búið að laga það sem var að.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
haha það vantar svo like takka á þetta spjallborð, það þarf að klæða sig vel í landbúnaðartæki
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
þetta eru fróðlegar umræður hef líka lennt í þessu í landrovernum mínum að miðstöðin hitnar ekki nógu vel. er að fara yfir þess atriði sem koma hér fram á undan og sjá hvort vandamálið liggur í þessum atriðum
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
nei kuldi er bara staðalbúnaður í landrover
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux
hvaða vitleysa
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur