Eyðslusögur af chev Suburban 1500


Höfundur þráðar
Icejaki
Innlegg: 12
Skráður: 04.jún 2012, 14:00
Fullt nafn: Ísak Viðar Kjartansson
Bíltegund: Ford Econoline

Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Icejaki » 07.okt 2012, 22:20

Sælir Félagar núna er ég að pæla í einum Subba 95 sem mér var boðinn með 5.7L V8 350 SBC
mig vantar að vita frá þeim sem eiga/hafa átt hvað hann er að eyða innanbæjar??

með fyrirfram þökk Jaki


Thank the Lord for the Big Block Ford


bonstodragga
Innlegg: 31
Skráður: 14.sep 2012, 00:41
Fullt nafn: Ragnar Björnsson
Bíltegund: Ford F150 Supercrew
Staðsetning: Garður
Hafa samband:

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá bonstodragga » 08.okt 2012, 01:42

Tók einn svona í gegn um daginn.
Spurði eigandann hver eyðslan væri og hann sagði bara.
Hann eyðir öllu sem ég set á hann.
Ætli hann sé ekki í svona 17-20 innanbæjar á hundraðinu.
Hann talaði eitthvað um það.
En ég ber enga ábyrgð á þessum upplýsingum ef þær eru ekki réttar
Bestu kveðjur
Raggi
Bónstöð Ragga
http://www.facebook.com/bonstodragga

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá StefánDal » 08.okt 2012, 05:01

Gross weight: 7700 lbs.
Curb weight: 4691 lbs. (2.200 kg)

Fann svo þessar MPG tölur á fueleconomy.gov:
Combined 12mpg (19.5 ℓ/100km)
City 11mpg (21.3 ℓ/100km)
Highway 14mpg (16.7 ℓ/100km)

Þetta ætti að gefa einhverja hugmynd.


ps. Þetta eru líklega tölur frá framleiðanda þegar bíllinn er nýr og alveg orginal og líklega frekar bjartsýnar.
Óbreyttur Toyota Hilux 1992 árgerð með 2.4 bensín mótor er gefin upp með 10ℓ/100km á þjóðvegi og 12ℓ/100km innanbæjar.
Sem er bull í mínum eyrum ;)


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Gudnyjon » 08.okt 2012, 12:04

Á ein 2007 með 5,3 320 ho. Hann er með svona ægilega flott system active fuel management system sem á að draga úr eyðslu og er hann að fara með svona 12 til 15 á langkeyrslu hjá mér þar sem ég bý úti í sveit þá hefur hann eiginlega aldrei verið keyrður innan bæjar svo mark sé takandi á eyðslunni þar en hugsa að hann sé að eyða um 20 þar.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Stebbi » 08.okt 2012, 18:23

5300 Vortec er allt önnur vél en gamla 350 og tæplega hægt að bera saman eyðslu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Geir-H
Innlegg: 182
Skráður: 02.aug 2010, 21:59
Fullt nafn: Geir Harrysson

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Geir-H » 08.okt 2012, 18:54

Þessi 95 bíll er líklega með 5,7l vortec, átti pikkup með þannig hann var í kringum 20 innanbæjar
00 Patrol 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá íbbi » 09.okt 2012, 01:34

5.3 er stálútgáfa af LS1 og er minnsti mótorinn í LS seríumótorunum, eða LQ eins stálblokkirnar heita
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Gudnyjon » 09.okt 2012, 07:51

Það er nú ekki alveg rétt hjá þér þar sem 5,3 er bæði smíðuð með stál og ál blokk. Það er tildæmis ál mótor í mínum suburban sem er 2007.


Höfundur þráðar
Icejaki
Innlegg: 12
Skráður: 04.jún 2012, 14:00
Fullt nafn: Ísak Viðar Kjartansson
Bíltegund: Ford Econoline

Re: Eyðslusögur af chev Suburban 1500

Postfrá Icejaki » 09.okt 2012, 18:43

hehe já var að búast um svona 18+ lítra á hundraði. :O)
þakka kærlega fyrir skjót svör Félagar :D

Kv Jaki
Thank the Lord for the Big Block Ford


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur