Jeppaflokkur Rally


Höfundur þráðar
Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Jeppaflokkur Rally

Postfrá Eyjo » 20.sep 2012, 07:56

Sælir,

Mig langar að vekja athygli á Jeppaflokki í Rally. Samdar hafa verið nýjar reglur fyrir opinn flokk sem gera okkur kleift að smiða hraðskreiða rally jeppa fyrir litla peninga. Sem dæmi þá smíðuðum við félagarnir Jeep xj rally bíl úr samtýningi. Bíllinn er líklega sá fljótasti í jeppaflokki þangað til annað sannast. Við strókuðum motorinn úr 4,0L í ca 4,5-6L. Þetta ætti að skila okkur ca 250hö út úr vél ca 220 í hjól. Við fórum löngu leiðina í þessu og smíðuðum mikið enda er það hluti af gamaninu hjá okkur. Ég veit að það eru margir jeppakallar flinkir að smíða og breita og skora ég á sem flesta að prufa að smiða sér Rally jeppa.
http://ehrally.blog.is/users/a4/ehrally/img/301172_4192047133426_1259017495_n.jpg

Ég er að smíða einn grand hér í Noregi sem verður vonandi klár í vetur fyrir ísinn.

Hilmar Íslandsmeistari í rally smiðaði grand á 7dögum hér um árið og vann öruggan titil í jeppaflokk það árið.

Hér eru reglurnar. https://docs.google.com/file/d/0BxxH6Tx ... RxUzg/edit

kv.Eyjo



User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá dazy crazy » 20.sep 2012, 14:30

Skil ég þetta rétt að ef bifreiðin var ekki framleidd með meira en 4 strokka vél þá má ég ekki setja 8 strokka vél í hann. Má setja dísilvél í bíl sem var bensínvél í?


Höfundur þráðar
Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá Eyjo » 20.sep 2012, 17:49

Ef undirtegundin dæmi:VITARA (ET, TA) kom aldrei með meira en V6. Má hún ekki fá v8 í húddið.
Það má taka 1,6l úr og setja v6 í staðinn.

kv.Eyjo


Höfundur þráðar
Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá Eyjo » 20.sep 2012, 17:51

Já þú mátt setja diesel í stað bensín.

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá dazy crazy » 20.sep 2012, 18:03

nú jæja, þá gengur þetta ekki alveg upp, verður bara daily driver haha

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá -Hjalti- » 20.sep 2012, 18:24

Þetta gæti verið spennandi , hvernig eru reglur um turbínur ? má setja Turbinu á non turbo vél ? eða verður bíllinn að hafa verið í boði þannig ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá Sævar Örn » 20.sep 2012, 18:27

ef það má taka orginal vélina og stróka hana upp þá hlýtur að mega að setja forþjöppu á annars óbreytta vél
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Jeppaflokkur Rally

Postfrá Eyjo » 21.sep 2012, 08:36

Sælir,

Það má gera flest allt við vélarnar en við notkun forþjöppu þarf að nota þrengingar samkvæmt reglum fía.

kv.Eyjo


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur