Ryðgaðar stálfelgur

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá EBG » 28.jún 2010, 20:30

Daginn

Mér áskotnaðist fríkeypis ágætis sett af 12,5" breiðum stálfelgum sem allar eru útbúnar með tveim stálventlum að mig minnir... Helsti gallinn er að þetta er frekar ryðgað, ekkert að detta í sundur samt!

Ætlaði að forvitnast um hvað menn eru að gera í svona málum... er bara að sandblára draslið og mála með vinnuvélalakki eða hvað vilja menn gera?


Kv.
Eyjólfur


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá Hlynurh » 28.jún 2010, 21:13

Ef þú ferð útí það að láta sandblása þær myndi ég láta poly húða þær kostar ekki svo mikið og er alveg mökk sterkt

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá EBG » 28.jún 2010, 21:32

Já ég var að spá í því líka... er það gert bara á sprautuverkstæði eða hvað?

Annars kemst ég í iðnaðarsandblástursgræju og þarf ekki að borga fyrir það, það er spurning hvort áferðin yrði of gróf...
Kv.
Eyjólfur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá Stebbi » 28.jún 2010, 21:34

Ari í USH sanblástur hefur tekið fyrir mig felgur tvisvar og blásið og málað með einhverri eitursterkri tveggja þátta epoxy dauða málingu. Eitthvað sem er notað á olíuborðpalla og ég get lofað því að það er engin polyhúðun sterkari en þetta. Svo var þetta skít-billegt miðað við það sem var í gangi þá.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá EBG » 28.jún 2010, 21:35

Já ok, ég tékka á því, takk fyrir það :)
Kv.
Eyjólfur


gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: Ryðgaðar stálfelgur

Postfrá gudnithor » 29.jún 2010, 11:03

Stebbi er með þetta. USH eru góðir í felgunum. Þetta er sirka einn grænn á felgu, sandblástur og lökkun - gjafaprís miðað við polýhúðunina og mikið betra.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur