Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Annars er rétt að benda á að það er kominn sá árstími sem ýmissa ævintýra er að vænta í ánum á þórsmerkursvæðinu. Allur snjór er bráðnaður af jökulhettunni og úrkoma á hann skilar sér niður á methraða. Þessa gætir ekki eins á vorin og fyrri part sumars þegar snjór á jöklinum virkar eins og svampur og úrkoman skilar sér jafnar niður. Þannig getur sprænur orðið að ám á örfáum klukkustundum og vöð horfið. Í raun engu að treysta ef veruleg úrkoma er á svæðinu.
Síðast breytt af olei þann 10.aug 2012, 23:56, breytt 1 sinni samtals.
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Brjótur wrote:Ja oli það er akkurat rett eg skil alveg að ruturnar haldi sig við vöðin en það þyðir ekki að það se ofært fyrir jeppa, eins og þu segir rettilega þa förum við a öðrum stöðum yfir þar sem oft er grynnra, en ekki hef eg lent i sandbleytu þarna , ennþa :)
Ég er ekki alveg viss, en ég stend í þeirri meiningu að þessi "sandbleyta" sem ég var að spóla í á trukknum hafi ekki verið nein fyrirstaða á breyttum jeppa. Ég held að jafn straumþungar ár og Krossá bjóði ekki upp á skilyrði fyrir sandbleytu af því kaliberi að vera þeim erfið. Og alveg örugglega ekki bílum sem hafa dekkjastærðir til vetrarferða á fjöllum.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Helgi ég skil orðalag spurningunnar þinnar núna. Einn segir að á hafi verið fín því hann veit af reynslu að svona á er fær en annar segir að hún sé fín því hún var svo slétt og falleg.
Ég veit ekki hvort hylurinn var sýnilegur af hinum bakkanum því ég var aðeins á eftir og rétt í það að fara að leggja bílnum þegar ég sá hann fara yfir.
En það má kannski bæta því við að stundum þegar það er mjög grunnt við bakka þá eru alls ekki læti í yfirborðinu. Stundum getur meira að segja litið út fyrir að það renni upp í móti vegna hringiðu áhrifa. En það á kannski ekki við í jafn vatnsmikilli og grýttri á og Krossánni
Ég veit ekki hvort hylurinn var sýnilegur af hinum bakkanum því ég var aðeins á eftir og rétt í það að fara að leggja bílnum þegar ég sá hann fara yfir.
En það má kannski bæta því við að stundum þegar það er mjög grunnt við bakka þá eru alls ekki læti í yfirborðinu. Stundum getur meira að segja litið út fyrir að það renni upp í móti vegna hringiðu áhrifa. En það á kannski ekki við í jafn vatnsmikilli og grýttri á og Krossánni
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Ekki að ég sé neinn sérfræðingur í því að lesa ár og ég hef undir beltinu bognar Toyota stimpilstengur úr Steinsholtsánni og bognar stengur í Chevrolet v8 úr Krossá -en það telst ekki með enda ekki um drekkingu að ræða heldur jós viftuspaðinn vatni yfir K&N síurnar sem ég var með á túrbínunum. Þegar ég komst upp úr sprænunni, sem ekkert var, þá kom stór hiksti og svakalegt gufuský aftur úr pústunum á lettanum. Tvennan lærdóm má draga af þessu; gott er að lesa ár ef maður er á Toyota - ekki ana útí með látum! Hinsvegar - aldrei aldrei aldrei að nota óvarðar K&N síur (sveppi) í jeppa sem stendur til að nota í vatns- eða snjóakstri.
En það sem ég skoða þegar ég ek yfir ár er hvort og hvar ég sé brot í henni. Tökum sem dæmi þennan dæmigerða læk sem krossar fjölfarinn fjallaslóða: Í slóðanum - beint af augum- er lygn pollur (sem umferðin hefur grafið). Til sitthvorrar handar sér maður jaðar pollsins sem afmarkast af smávægilegum öldugangi þar sem lækurinn er grynnri. Ef maður keyrir miðjan pollinn getur hann náð upp í miðja felgu, ef maður keyrir þar sem gárurnar eru í jaðrinum er hann ekki upp í neðri brún á felgu. Það er því ágætt fyrsta vers í vatnaakstri að stúdera litlu lækina. Vatnið ýfist upp á grynningum og ef þær ná þvert yfir straum þá höfum við svokallað brot sem er oft ákjósanlegt til yfirferðar. Neðan við brot er dýpra, sem og ofan við þó að það sé allur gangur á því í alvöru straumvötnum. Punkturinn er að það er hárétt hjá Frey og Helga að það er hægt að lesa heilmikið í straumvötn bara með því að horfa á þau. En eins og alltaf er það æfing og reynsla sem skapar meistarann.
Vandinn er að reynslu í þessu er hæpið að koma sér upp með æfingum í stærri ám nema vera á ökutæki sem er öflugt í straumvatni.
En það sem ég skoða þegar ég ek yfir ár er hvort og hvar ég sé brot í henni. Tökum sem dæmi þennan dæmigerða læk sem krossar fjölfarinn fjallaslóða: Í slóðanum - beint af augum- er lygn pollur (sem umferðin hefur grafið). Til sitthvorrar handar sér maður jaðar pollsins sem afmarkast af smávægilegum öldugangi þar sem lækurinn er grynnri. Ef maður keyrir miðjan pollinn getur hann náð upp í miðja felgu, ef maður keyrir þar sem gárurnar eru í jaðrinum er hann ekki upp í neðri brún á felgu. Það er því ágætt fyrsta vers í vatnaakstri að stúdera litlu lækina. Vatnið ýfist upp á grynningum og ef þær ná þvert yfir straum þá höfum við svokallað brot sem er oft ákjósanlegt til yfirferðar. Neðan við brot er dýpra, sem og ofan við þó að það sé allur gangur á því í alvöru straumvötnum. Punkturinn er að það er hárétt hjá Frey og Helga að það er hægt að lesa heilmikið í straumvötn bara með því að horfa á þau. En eins og alltaf er það æfing og reynsla sem skapar meistarann.
Vandinn er að reynslu í þessu er hæpið að koma sér upp með æfingum í stærri ám nema vera á ökutæki sem er öflugt í straumvatni.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Við skulum bara ekki gleyma því að í upphafi þráðar var verið að spá í færi fyrir óbreyttan Hilux
Þó einhverjir treysti sér í að lesa í strauma ánna og aka eftir því þá geri þeir það, mér finnst bara ekki rétt að benda jafnvel nýliðum á illa búnum bílum á það. Þá á ég auðvitað í þessu samhengi við Krossá.
Reynslan kennir manni margt um vatnaakstur, en það er alveg óþarfi að henda ósyndu barni beint í djúpu laugina.
Þó einhverjir treysti sér í að lesa í strauma ánna og aka eftir því þá geri þeir það, mér finnst bara ekki rétt að benda jafnvel nýliðum á illa búnum bílum á það. Þá á ég auðvitað í þessu samhengi við Krossá.
Reynslan kennir manni margt um vatnaakstur, en það er alveg óþarfi að henda ósyndu barni beint í djúpu laugina.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
firebird400 wrote:Það var ekki mikið í Krossá, hann lenti bara í hyl. Enda ók hann upp úr ánni litlu neðar.
Við vorum á fjórum bíl, mismikið breyttum og skoðuðum þetta mjög vel áður en við fórum yfir því við vissum vel að bíllinn hjá mér mundi ekki komast klakklaust yfir ef einhvað út af bæri.
Áin var ekki lygn og vel mátti greina hvar í henni voru stærri steinar og slíkt.
Þetta er rauður jeep og hann heitir Ásgeir sem á hann.
Grunaði að það væri maðurinn, ferðuðumst mikið saman um tíma, m.a. sulluðum við mikið í krossá:-)




Meira hér: http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 515bf3e98b
ATH, á þessum myndum var gjarnan farið yfir á slæmu vaði og oft ekið á kolrangan hátt, allt gert til að læra á árnar á bílum sem í sumum tilfellum kostuðu nær ekkert.
Kv. Freyr
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Er rúðan opin á þeim hvíta Freyr á síðustu myndinni :-)
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Já hún er opin, og ég í engu nema stuttbuxum og strigaskóm búinn að vaða og synda í ánni, og það var vatn inni í bílnum langleiðina upp þröskuldinn.....;-) Eldri cherokee (fyrir High Output) voru að mínu mati enn öruggari í svona sulli því í þeim er vélartölvan inni í bíl en ekki fremst vm. í húddinu eins og hjá okkur. Hef reyndar margoft sett þær á kaf þar en hingað til án vandræða.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
AgnarBen wrote:Er rúðan opin á þeim hvíta Freyr á síðustu myndinni :-)
Það er nú annað sem vakti athygli mína á þessari mynd, ertu ekki aðeins upp í móti á leiðinni útí þarna
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
firebird400 wrote:AgnarBen wrote:Er rúðan opin á þeim hvíta Freyr á síðustu myndinni :-)
Það er nú annað sem vakti athygli mína á þessari mynd, ertu ekki aðeins upp í móti á leiðinni útí þarna
Jú, það er rétt, enda stendur þetta undir myndunum :"ATH, á þessum myndum var gjarnan farið yfir á slæmu vaði og oft ekið á kolrangan hátt, allt gert til að læra á árnar á bílum sem í sumum tilfellum kostuðu nær ekkert."
Kv. Freyr
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Þetta er flottur þráður.
En drengir hafi þið lent í því að takast á við jökulár að vetri til sem eru í fljótandi ísjakar sem banka á hliðina á bílnum og ísveggirnir hinumegin eru þannig að þið þurfið banka bílnum duglega í vegginn til að brjóta hann.
árnar fullar af krapa og ís í botninum sem engin spyrna er í .... það er fjör :)
Frikki sem keyrir með ullarsokkinn yfir snorkelinu og er búinn að vatnsverja tölvuna í patrol.
kkv
F.H
En drengir hafi þið lent í því að takast á við jökulár að vetri til sem eru í fljótandi ísjakar sem banka á hliðina á bílnum og ísveggirnir hinumegin eru þannig að þið þurfið banka bílnum duglega í vegginn til að brjóta hann.
árnar fullar af krapa og ís í botninum sem engin spyrna er í .... það er fjör :)
Frikki sem keyrir með ullarsokkinn yfir snorkelinu og er búinn að vatnsverja tölvuna í patrol.
kkv
F.H
Patrol 4.2 44"
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Sælir,
svona getur líka farið,

sjá hér:
http://s1232.photobucket.com/albums/ff375/krusi69/?action=view¤t=DX-12A1.jpg
Þarna voru þjóðverjar á ferð, komu í átt að Þórsmörk að kvöldi til í myrkri. Þegar þau komu að steinholtsá sáu þau ljósin í Húsadal og ákváðu að taka beina stefu þangað. Festu bílinn og gátu vaðið í land, en hálftíma seinna var hann svona.
kv.
Markús
svona getur líka farið,

sjá hér:
http://s1232.photobucket.com/albums/ff375/krusi69/?action=view¤t=DX-12A1.jpg
Þarna voru þjóðverjar á ferð, komu í átt að Þórsmörk að kvöldi til í myrkri. Þegar þau komu að steinholtsá sáu þau ljósin í Húsadal og ákváðu að taka beina stefu þangað. Festu bílinn og gátu vaðið í land, en hálftíma seinna var hann svona.
kv.
Markús
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Gódar umraedur.
Èg er bùinn ad fara oft à dag yfir vadid í langadal sídan í apríl og aetli tad seu ekki nokkrir tugir af bilum sem hafa verid fiskadir upp a þeim tima.
Fyrst í vikunni sem leid vaknadi krossá til lífsins og er farin ad verda leidinleg, mikid vatn, breytir sér oft á dag, mikid af sandbleytum og leidinleg í alla staði.
Í húsadal er bara mjög fínt að hinkra eftir einhverjum, hvort sem það er áætlunarbíllinn eda einhver annar og sjá hvar vaðið liggur, alls ekki skynsamlegt að vera einn á ferð því heimamenn þar sjá ekki til þín.
Í langadal hlustum við á talstöð og erum vid símann og alltaf tilbúnir ad segja fólki til hvernig áin er og hvar vaðið er.
Ég verð að hrekja þá fullyrðingu hjá þér helgi að rúturnar séu alltaf í sama farinu, tvisvar á dag fer ég á móti áætlunarbílnum og það er sjaldnast sama farið og !yfirleitt! það skásta fyrir adra ad nota.
Það eru símar á báðum stöðum og eftirlit með ánni og hvernig best sé að þvera hana svo fyrir alla muni notfærið ykkur það fyrst það er hægt.(miklu skemmtilegra ad kaupa dót heldur en laga vatnstjón)
Vonast til ad tid farid sem flestir í morkina í sumar og skodid tetta...storskemmtilegt ad pæla þetta adeins og getur verid mjog snidugt ad skoda gomlu arfarvegina a aurunum og sja hvernig hun vinnur botninn og hagar sér.
Bestu kv.
Andri Johnsen
Èg er bùinn ad fara oft à dag yfir vadid í langadal sídan í apríl og aetli tad seu ekki nokkrir tugir af bilum sem hafa verid fiskadir upp a þeim tima.
Fyrst í vikunni sem leid vaknadi krossá til lífsins og er farin ad verda leidinleg, mikid vatn, breytir sér oft á dag, mikid af sandbleytum og leidinleg í alla staði.
Í húsadal er bara mjög fínt að hinkra eftir einhverjum, hvort sem það er áætlunarbíllinn eda einhver annar og sjá hvar vaðið liggur, alls ekki skynsamlegt að vera einn á ferð því heimamenn þar sjá ekki til þín.
Í langadal hlustum við á talstöð og erum vid símann og alltaf tilbúnir ad segja fólki til hvernig áin er og hvar vaðið er.
Ég verð að hrekja þá fullyrðingu hjá þér helgi að rúturnar séu alltaf í sama farinu, tvisvar á dag fer ég á móti áætlunarbílnum og það er sjaldnast sama farið og !yfirleitt! það skásta fyrir adra ad nota.
Það eru símar á báðum stöðum og eftirlit með ánni og hvernig best sé að þvera hana svo fyrir alla muni notfærið ykkur það fyrst það er hægt.(miklu skemmtilegra ad kaupa dót heldur en laga vatnstjón)
Vonast til ad tid farid sem flestir í morkina í sumar og skodid tetta...storskemmtilegt ad pæla þetta adeins og getur verid mjog snidugt ad skoda gomlu arfarvegina a aurunum og sja hvernig hun vinnur botninn og hagar sér.
Bestu kv.
Andri Johnsen
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Andri heldur þu virkilega að eg se að segja þetta an þess að hafa eitthvað fyrir mer i þessu? eg er margbuinn að sja þetta ske og svo fer maður yfir a miklu grynnra vatni en þeir það þarf ekkert að þræta um þetta, allavega ekki eg, eg er buinn að bjoða efasemdarmönnum að koma innur og eg skal syna ykkur hvernig þetta er gert :) heehe
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Ég er og verð alveg logandi hræddur við akstur yfir ár. Keyri hreinlega ekki yfir á eða vötn nema ég virkilega þurfi og þá aldrei nema ég viti hvar og hvernig ég að fara yfir.
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Ég held ekkert um þig helgi, þekki þig ekki neitt og enn síður ætla ég að fara að halda því fram að þú hafir ekkert fyrir þér í því sem þú skrifar.
Ég er ekki í hópi neinna efasemdamanna og er alveg sama hvernig þú keyrir eda hvada aðferðum þú beitir við það.
Mitt innslag í þessa umræðu átti fyrst og fremst að snúast um það að fyrir þá sem kæra sig um er hægt að nýta sér þetta og hringja á staðina og spyrja.
Bkv
Ég er ekki í hópi neinna efasemdamanna og er alveg sama hvernig þú keyrir eda hvada aðferðum þú beitir við það.
Mitt innslag í þessa umræðu átti fyrst og fremst að snúast um það að fyrir þá sem kæra sig um er hægt að nýta sér þetta og hringja á staðina og spyrja.
Bkv
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 01.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Sigfús Jónsson
- Staðsetning: Borgarfjörður
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
stebbiþ wrote:Athyglisvert að lesa það Helgi segir um rútubílstjórana. Þegar ég fór yfir síðastliðinn sunnudag beið ég eftir einhverjum (kannski kjána) til að fara yfir ána, og viti menn, kemur ekki túristatrukkur á 46" með bílinn fullan af eldri konum, og veður blint út í ána, auðvitað á versta stað. Það er skemmst frá því að segja að hann fer á bólakaf í djúpan hyl en kemst þó upp úr því, enda 46" Ford Excursion. Því næst keyrir maðurinn eins og fullur unglingur fjórum sinnum yfir ána, alltaf á versta stað er mér sýndist, væntanlega til að sýna túristunum hvað stóri Fordinn gæti. Sjaldan séð jafnmikil fíflalæti á hættulegum stað.
Skömmu síðar koma tvær rútur sem velja bestu leiðina yfir, einmitt á grynningum þar sem áin breiðir aðeins úr sér. Þá leið fór ég yfir og lenti ekki í neinum hyl.
Ætli rútubílstjórar sem fara þarna oft yfir á degi hverjum allt sumarið, viti ekki hvað þeir eru að gera. Þeim treysti ég a.m.k. best.
Kv, Stebbi Þ.
Málið er bara það að eins og er búið að segja um krossánna að hún er svakalega varasöm.. vöðin geta breytt sér á þessvegna oft á dag og oft algerlega á vikutíma þegar að það koma síðdegisflóð úr jöklunum á sumrin þegar að heitt er úti. trúðu mér ég veit það af eigin raun og skálavörður inni í húsadal sagði mér frá þessu.. svo geta komið flóð í hana á örskotstundu. pabbi minn og bróðir hans voru fastir inni í húsadal í viku bara út af því að krossá var með endalaus leiðindi og það var hvergi hægt að finna almennilegt vað.. Eitt enn sem að skálavörðurinn sagði.. það er alls ekki sniðugt að fara yfir krossá á nema að minnsta kosti 35" bíl. nema það sé mjög lítið í ánni og já .. flestir rútubílstjórarnir sem fara þetta keyra þetta ekki oft á dag.. nema kanski enhver einn aðili sem að er með skutlferðir þangað. flestir rútubílsjórarnir sem að fara þarna inneftir eru í hringferðum og fara sjaldnast oftar heldur en vikulega þannig að það er ekkert endilega hægt að treysta þeim. nema þeir kanni málin vel. Veit ekki hversu margar rútur hafa endað með nefið ofan í hyl í þórsmörk en þær eru held ég ansi margar það er meiraðsegja mynd af einni í myndaalbúmi frá pabba mínum.
Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.
Fúsi Fjallatrukkur wrote:stebbiþ wrote:Athyglisvert að lesa það Helgi segir um rútubílstjórana. Þegar ég fór yfir síðastliðinn sunnudag beið ég eftir einhverjum (kannski kjána) til að fara yfir ána, og viti menn, kemur ekki túristatrukkur á 46" með bílinn fullan af eldri konum, og veður blint út í ána, auðvitað á versta stað. Það er skemmst frá því að segja að hann fer á bólakaf í djúpan hyl en kemst þó upp úr því, enda 46" Ford Excursion. Því næst keyrir maðurinn eins og fullur unglingur fjórum sinnum yfir ána, alltaf á versta stað er mér sýndist, væntanlega til að sýna túristunum hvað stóri Fordinn gæti. Sjaldan séð jafnmikil fíflalæti á hættulegum stað.
Skömmu síðar koma tvær rútur sem velja bestu leiðina yfir, einmitt á grynningum þar sem áin breiðir aðeins úr sér. Þá leið fór ég yfir og lenti ekki í neinum hyl.
Ætli rútubílstjórar sem fara þarna oft yfir á degi hverjum allt sumarið, viti ekki hvað þeir eru að gera. Þeim treysti ég a.m.k. best.
Kv, Stebbi Þ.
Málið er bara það að eins og er búið að segja um krossánna að hún er svakalega varasöm.. vöðin geta breytt sér á þessvegna oft á dag og oft algerlega á vikutíma þegar að það koma síðdegisflóð úr jöklunum á sumrin þegar að heitt er úti. trúðu mér ég veit það af eigin raun og skálavörður inni í húsadal sagði mér frá þessu.. svo geta komið flóð í hana á örskotstundu. pabbi minn og bróðir hans voru fastir inni í húsadal í viku bara út af því að krossá var með endalaus leiðindi og það var hvergi hægt að finna almennilegt vað.. Eitt enn sem að skálavörðurinn sagði.. það er alls ekki sniðugt að fara yfir krossá á nema að minnsta kosti 35" bíl. nema það sé mjög lítið í ánni og já .. flestir rútubílstjórarnir sem fara þetta keyra þetta ekki oft á dag.. nema kanski enhver einn aðili sem að er með skutlferðir þangað. flestir rútubílsjórarnir sem að fara þarna inneftir eru í hringferðum og fara sjaldnast oftar heldur en vikulega þannig að það er ekkert endilega hægt að treysta þeim. nema þeir kanni málin vel. Veit ekki hversu margar rútur hafa endað með nefið ofan í hyl í þórsmörk en þær eru held ég ansi margar það er meiraðsegja mynd af einni í myndaalbúmi frá pabba mínum.
Kynnisferðir eru nú með daglega áættlun þarna inneftir og langflestar rútur sem ég sé þarna eru frá þeim
1992 MMC Pajero SWB
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur