Rafmagnsspurningar býst ég við


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá afc » 23.júl 2012, 09:12

Hæhæ

Ég er í vandræðum með bílinn minn.

Þannig standa málin......
12volta tengið hætti að virka hjá mér og líka afturí skotti, finn ekkert öryygi sem er farið ( kanski hef ég ekki leitað nógu vel ) gæti það verið eitthvað annað?

Svo annað......varðandi fjarstýrðu samlæsingarnar í bílnum, þær hættu að virka alveg uppúr þurru en virkuðu fínt fyrir það, getur einhver hjálpað mér hvað vandamálið gæti verið.

Ég er alveg grænn í svona málum.....

Vonandi að einhver hér geti leiðbeint mér.


35" Trooper ´00


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá Kalli » 23.júl 2012, 22:39

Það væri mjög gott að vita hvernig jeppi þetta er ?


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá afc » 23.júl 2012, 23:14

Þetta er Trooper ´00
35" Trooper ´00

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá Hfsd037 » 24.júl 2012, 00:13

afc wrote:
12volta tengið hætti að virka hjá mér og líka afturí skotti, finn ekkert öryygi sem er farið ( kanski hef ég ekki leitað nógu vel ) gæti það verið eitthvað annað?

Yfirleitt eru tvö öryggisbox í bílum, annað inn í bíl og hitt ofan í húddinu, athugaðu bæði.

Svo annað......varðandi fjarstýrðu samlæsingarnar í bílnum, þær hættu að virka alveg uppúr þurru en virkuðu fínt fyrir það, getur einhver hjálpað mér hvað vandamálið gæti verið.

Kannski er þjófavarnarkerfið tengt inn með 12volta tenginu og ætti mögulega að komast í lag eftir að þú skiptir ónýta örygginu út, því kannski er sístraumur á 12 volta tenginu sem þjófavörnin gengur á á meðan hún er í gangi og slökkt er á bílnum.
Annars mundi ég athuga með batteríið í fjarstýringunni.

Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá afc » 24.júl 2012, 09:31

Hæhæ og takk fyrir svarið

varðandi fjarstýrðu samlæsingarnar þá er batterí í fjarstýringunum og kerfið hætti að virka langt á undan 12 voltadæminu.

Ég var búinn að kíkja í bæði boxin, verð að líta aðeins betur yfir þau.
En með 12 voltin, ef þú hefur einhverja aðra hugmynd hvað það gæti verið þá væri það vel þegið :)
35" Trooper ´00

User avatar

muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá muggur » 24.júl 2012, 10:55

Varðandi samlæsingarnar þarf ekki bara að samstilla þetta aftur. Allavega í mínum pajero var það málið. Í honum er samlæsingabúnaður sem Nesradíó seldi og þjónustar enn. Kanski er þetta orginal í Trooper en þeir í Nesradio gætu ábyggilega hjálpað þér.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

diddim
Innlegg: 20
Skráður: 10.aug 2011, 14:50
Fullt nafn: Kristmundur Magnússon
Bíltegund: Y60 Patrol 38´

Re: Rafmagnsspurningar býst ég við

Postfrá diddim » 24.júl 2012, 11:37

Sæll.

Varðandi 12V tengið þá er spurning að þú googlir rafmagnsteikningar fyrir bílinn. Það gæti verið að tengið sé með sér jarðtengi, ef það byrjar að koma spansgræna þá gæti jörðinn misst samband. Eða einfaldlega að vírinn sé farinn í sundur einhverstaðar undir panelum.

Spurning að hringja í Ingvar Helga og spurja hvort það þurfi að samstilla samlæsinguna eins og muggur sagði. Ég er einmitt líka með Pajero og ég þarf einmitt að fara til Nesradíó og fá þá til að samstilla hjá mér næst þegar ég fer suður.

Vona að eitthvað hjálpi, gangi þér vel.

Diddi
2000 módel 2.8tdi Pajero ´33 - Seldur.
1994 Nissan Patrol ´38


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur