Kæri þjófur.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Kæri þjófur.

Postfrá StefánDal » 13.júl 2012, 20:54

Þú sem braust inn í Hiluxinn minn þar sem hann stóð á Dalveginum. Ég vona að viftureimin og loftsían hafi komið sér vel. Sem og miðstöðvarfronturinn. Njóttu vel og takk fyrir að skilja eftir geislaspilarann og FM sendinn:)

Mbk- Stefán Dal




silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Kæri þjófur.

Postfrá silli525 » 13.júl 2012, 20:57

Magnað hvað maður finnur aldrei "like"takkann, en samt ömurlegt að heyra....


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Kæri þjófur.

Postfrá spámaður » 13.júl 2012, 21:07

mér finnst að það mætti með lögum hafa samræði við þessa menn án þeirra samþykkis með löngu og vel flísuðu priki í endaþarm.
þetta er óþolandi hyski.(já ég veit þetta er kannski of gróft):)
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kæri þjófur.

Postfrá jeepson » 13.júl 2012, 22:17

Það þarf að finna þessa þjófa og stela öllu sem hægt er að stela af þeim!
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Kæri þjófur.

Postfrá StefánDal » 13.júl 2012, 22:20

jeepson wrote:Það þarf að finna þessa þjófa og stela öllu sem hægt er að stela af þeim!


U.. Nei.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Svenni30 » 13.júl 2012, 22:55

jeepson wrote:Það þarf að finna þessa þjófa og stela öllu sem hægt er að stela af þeim!


Þá er maður sama djöfulsins asnin
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kæri þjófur.

Postfrá jeepson » 14.júl 2012, 00:53

Svenni30 wrote:
jeepson wrote:Það þarf að finna þessa þjófa og stela öllu sem hægt er að stela af þeim!


Þá er maður sama djöfulsins asnin


Þeir upplifa þá kaki það sem við upplifum þegar er stolið af okkur. Annars er ég alfarið hlyntur því að taka svona menn og berja þá aðeins til
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Sævar Örn » 14.júl 2012, 17:13

Sannleikurinn sári virðist vera slíkur á Íslandi að það borgi sig að vera þjófur.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Svenni30 » 14.júl 2012, 18:50

Hvernig í ósköpunum borgar það sig sævar ? Þetta er alveg óþolandi lýður sem geta ekki látið eigur annara í frið
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kæri þjófur.

Postfrá jeepson » 14.júl 2012, 19:04

Það er bara verst að peninga sektir eru ekkert að gera sig. Menn borga bara og gera svo hlutinn aftur. Það þarf bara að þyngja dóma yfir þjófum.. Menn eru oft að sleppa altof létt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Sævar Örn » 15.júl 2012, 10:58

Svenni30 wrote:Hvernig í ósköpunum borgar það sig sævar ? Þetta er alveg óþolandi lýður sem geta ekki látið eigur annara í frið



Sæll Sveinn ég vil meina að þjófum hérlendis sé ekki refsað nóg.

Ég þekkti aðeins til þjófóttra táninga á fyrri árum og það komst upp en þeir hafa aldrei þurft að bera neinar sektir né neitt slíkt fyrir því.

Óþolandi staðreynd og ég held að þangað til harðar verði tekið á þjófnaði mun þjófnaður hérlendis bara aukast.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


pattigamli
Innlegg: 141
Skráður: 19.jún 2011, 11:44
Fullt nafn: Óskar Gunnarsson

Re: Kæri þjófur.

Postfrá pattigamli » 15.júl 2012, 19:32

Voru hendur ekki hognar af hér áður fyr í einhverum löndum og er kanski gert enn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Startarinn » 15.júl 2012, 19:39

Múslimarnir gera það ennþá held ég, en ég er ekki til í að lifa við sharía-lög.....
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Kæri þjófur.

Postfrá gaz69m » 16.júl 2012, 11:49

það er drullufúlt að ekkert fær að vera í friði fyrir svona vitleysingjum , dekkjum stolið og öllu lauslegu af öðrum jeppum og svo er viðkomandi þjófur að jeppast á stolnum pörtum . og varðandi refsingu þá væri nafn og myndbirting í obinberum fjölmiðli sniðug
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Tiger
Innlegg: 13
Skráður: 28.apr 2012, 15:53
Fullt nafn: Þórður Ámundason

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Tiger » 17.júl 2012, 11:32

Það er alveg á hreinu að þjófar og bílaskemmdarvargar komast upp með allt. Vissulega er það mjög slæmt er menn lenda í þeirri aðstöðu sem upphafsmaður þráðarins lenti í,sem og aðrir. Hvað er til ráða,margt má gera,reka vel flísaða grein í bakhlutann á þeim og snúa í nokkra hringi,en það gagnast lítið. þeir hefðu líka gott af því að vera barðir til og frá,en það gagnast lítið,þeir halda bara áfram. Það er bara eitt til ráða fyrir alla þessa apaketti,og það er að senda þá í fangelsi í brasilíu. Það eru fangelsi sem allir glæpamenn vilja aldrei lenda í :)


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kæri þjófur.

Postfrá Stjáni » 18.júl 2012, 01:17

Já þetta er óþolandi en það er alveg sama hvað gert verður þjófar koma alltaf til með að vera til því miður, og maður er aldrei 100% öruggur gagnvart þeim en það eina sem við getum gert í þessu er að vera vel á varðbergi og reyna að hafa sem minnst af búnaði s.s. dýr tæki td. gps ofl í bílunum sérstaklega ef þeir eru látnir standa einhvern tíma, ég er sjálfur búinn að standa menn að verki við að stela úr bíl hjá mér og ég náði í rassgatið á þeim og hristi eilítið til og kallaði svo á lögreglu og þá voru það þekktir síbrotamenn sem svífast einskis og virðist vera slétt sama um fangelsisdóma.
Eru jafnvel ánægðir með að komast í grjótið þar sem þeir eru jafnvel heimilislausir...
Held að það sé voðalega lítið sem hægt er að gera þetta lið þarf bara að þroskast og koma sjálfu sér í eitthvað lag


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur