Aðalljós á Ford Excursion 2001


Höfundur þráðar
addigauti
Innlegg: 3
Skráður: 20.apr 2012, 14:51
Fullt nafn: Arnar Gauti Markusson

Aðalljós á Ford Excursion 2001

Postfrá addigauti » 07.maí 2012, 20:07

Sælir.

Ég er með Ford Excursion 2001 sem er hættur að sýna mér hvað er framundan á veginum í myrkri, því orginal ljósin eru orðin svo mött.
Ég ætla mér því að kaupa ný ljós á kaggann sem fyrst en er ragur við að kaupa orignal ljós á hann fyrst þessi fóru svona hjá mér.
Hvað er annað í boði?
Ég myndi helst vilja eitthvað sem myndi duga og ekki brotna í fyrsta kuldahreti.

kv,AddiG



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Aðalljós á Ford Excursion 2001

Postfrá Kiddi » 07.maí 2012, 20:51

Prófaðu að massa ljósin


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Aðalljós á Ford Excursion 2001

Postfrá Hrannifox » 07.maí 2012, 22:17

prófaðu það sem kiddi bendir á, reikna með að þetta séu plast ljós
bróðir minn massaði ljósin á toyotu sem voru svona mött og ljós urðu einsog ný.

talaðu við þá niðri málingavörum þeir geta sagt þér hvaða massa þú átt að nota og farið yfir þetta með þér
ef þú ert í vafa
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Aðalljós á Ford Excursion 2001

Postfrá Kárinn » 08.maí 2012, 07:51

ef þú tekur ljós af 2005-2008 bíl þá passa þau beint á og eru mikið skemmtilegri ljós, passar líka af f250,350

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Aðalljós á Ford Excursion 2001

Postfrá Forsetinn » 08.maí 2012, 11:04

Kíktu til Palla í Bílrúðumeistarann Dalvegi.

http://www.brm.is

Hann massar þetta fyrir þig.

Einnig nefndi hann að ljósin fara svona meðal annars útaf af því að menn eru að nota vitlausar perur... nota skal perur með UV filter.

kv. Forsetinn.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur