hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 03.mar 2012, 22:47

ég er með bíl sem er með 2,5 l diesel vélini frá pajero samma og í galloper líka hvað er eðlileg eyðsla á þessum bíl

það er pajero og galloper er að spá hvort að geti verið að olíuverkið sé vitlaust á tíma .

annars væri fínt að fá upptalningu á hvað ég get lagfært til að ná eyðsluni niður ég ættla að setja nýjar síur í hann eftir helgi
svo er spurnig um nía spíssa hvað annað gæti verið að valda óþarfa eyðslu ,


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá Grímur Gísla » 04.mar 2012, 00:03

Félagi minn sem á 2,8 l túrbó pajero beinskiptann 33" minnkaði eiðsluna úr rúmum 17 l á 100 í niður fyrir 14l/100 með því að keyra hann undir 2000 sn/mín. Áður þandi hann vélina vel yfir 3000 sn/mín áður en hann skipti upp um gír.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 04.mar 2012, 00:15

ok semsagt aldrei meir en 2000 sn sama hvaða gír
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá Grímur Gísla » 04.mar 2012, 01:11

Nei, það sem ég á við að margir keyra túrbínu diesel vélar á of miklum snúningi eins og þurfti að gera við túrbínulausar vélar og bensín vélar sem eru of litlar fyrir bílinn.
Oftast eru túrbínu dieselvélar komnar með 80% af torkinu við 1200-1500 snúninga. Á mínum Músso er ég að snúa honum upp í 2000 sn áður en að ég skipti og hann rífur sig leikandi úr 13-1400 snúningum upp úr.
Þannig að ef þú vilt spara eldsneytið þá skaltu skoða togkúrfuna á vélinni og á henni sérðu hvenær hagstæðasti snúningurinn er á vélinni.
Túrbínan sér um það að dæla lofti í gegnum vélina þannig að hún haldist sóthrein og svo að muna að lofa vélinni að ganga hægagang í allavegana hálfamínútu og lengur ef að þú hefur verið að taka henni á áður en að þú stoppaðir.
Í hægagangi nær smurolían að kæla niður öxulinn og legurnar í túrbínuni níður fyrir það kitastig að olían brenni og koksi.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá -Hjalti- » 04.mar 2012, 02:05

Mér finnst þessar vélar eyða leiðinlega miklu. Átti svona óbreittan 2.5 bsk í haust og það einfaldlega borgaði sig frekar að keyra 44" jeppan og er hann bæði með stærri vél (2.8) og 6cylendra.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 04.mar 2012, 02:15

ok ekki skemmtilegt
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá HaffiTopp » 04.mar 2012, 09:35

Átti svona 99 árg. og var hann á 35" með orginal 1:4.88 hlutföllum. Sem sagt kraflaus þungur og á stærri dekkjum og með 2.5" pústi og aðeins svindlað á Wastegatinu. Var yfirleitt bara "fastur" í 12,5 lítrum og eyddi lítið meira á fjöllum eða innanbæjar miðað við utangæjar eða innanbæjar. Fór eitt sinn norður og suður yfir Holtvörðuheiðina með fjögur golfsett og þrjá aðra farðþega í góðu roki og þá var hann í þessari sömu eyðslu. Lét taka upp spíssana og það breytti engu, hvorki vinnslu né eyðslu. Gætir látið ventlastilla hann og athugað hvað það gerir og sett undir hann sverara púst alla leið. Ég lét aldrei ventlastilla minn og ég er viss um að það hefði haft sitt að segja.
Kv. Haffi


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 04.mar 2012, 10:34

hefur sverara pust góð áhrif á eyðslu
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá hobo » 04.mar 2012, 16:56

Ef ekkert er búið að fikta í túrbínunni finnst mér ólíklegt að sverara púst gagnist eitthvað, annars hefði framleiðandinn haft stærra púst. En þetta er bara mín skoðun, ég væri til í að sjá einhverjar tilraunir á þessu, rosalega margt í þessu sem er bara skoðun manna.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá HaffiTopp » 04.mar 2012, 17:15

gaz69m wrote:hefur sverara pust góð áhrif á eyðslu

Veit ekkert um það en veit að túrbínan kemur fyrr inn á snúning og andar léttar frá sér. Einnig verður eyðslan jafnari við mismunandi aðstæður.
hobo wrote:Ef ekkert er búið að fikta í túrbínunni finnst mér ólíklegt að sverara púst gagnist eitthvað, annars hefði framleiðandinn haft stærra púst. En þetta er bara mín skoðun, ég væri til í að sjá einhverjar tilraunir á þessu, rosalega margt í þessu sem er bara skoðun manna.

Minna af efni og þar af leiðandi efniskostnaði sem fer í að smíða og setja undir bílana mjóasta púst sem framleiðandinn mögulega kemst upp með hefur sitt að segja með þetta. En ef þú ert að tala um aflaukningu þá hefur enginn nefnt það á orð hér í sambandi við sverara púst. Minna viðnám í sverara pústi leiðir af sér léttari fráöndun afgassins sem leiðir yfirleitt til minni eyðslu og jafnvel léttari vinnslusviðs vélarinnar sem yfirleitt er talað um á milli mann en kannski ekki beint hægt að mæla í bekk. Hef séð undir nýlegum bílum af ákveðinni gerð svakalega sver orginal púst. Bíla með TúrboDísel vélar. Það segir sitt ;)
Kv. Haffi

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá -Hjalti- » 04.mar 2012, 19:05

hobo wrote:Ef ekkert er búið að fikta í túrbínunni finnst mér ólíklegt að sverara púst gagnist eitthvað, annars hefði framleiðandinn haft stærra púst. En þetta er bara mín skoðun, ég væri til í að sjá einhverjar tilraunir á þessu, rosalega margt í þessu sem er bara skoðun manna.


Er ekki soldið stór orð að segja að hönnun og smíði bílaframmleiðenda sé alveg gallalaus?
Í flestum tilvikum þá eru hlutirnir hannaðir með sem lægstum frammleiðslukostnaði , og helst að fá sem lengsta endingu,
Það er nánast í öllum tilvikum hægt að ná meira afli of jafnvel meiri endingu með því að klára það sem bílaframmleiðendur skila frá sér.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá dabbigj » 04.mar 2012, 19:28

Hef átt bæði 88 og svo 96 bíla með 2.5, eyðslan var frá 10-17 eftir því hvernig er keyrt, dekkjum o.s.f.

Var með 33" mjó dekk undir nýrri bílnum til að ná honum niðrí 10, alltaf stífbónaður, harðpumpað í dekkinn og ég mældi meiraðsegja mun á því hvar ég lét smyrja hann.

En 10-14 lítrar í langkeyrslu myndi ég segja eðlilegt og 12+ innanbæjar eftir því hvernig þú keyrir.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá dabbigj » 04.mar 2012, 19:30

hobo wrote:Ef ekkert er búið að fikta í túrbínunni finnst mér ólíklegt að sverara púst gagnist eitthvað, annars hefði framleiðandinn haft stærra púst. En þetta er bara mín skoðun, ég væri til í að sjá einhverjar tilraunir á þessu, rosalega margt í þessu sem er bara skoðun manna.



http://www.engineering.com/Library/Arti ... Pinto.aspx


Þeir ganga nú helvíti langt ;)

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá hobo » 04.mar 2012, 19:44

Jæja þetta hefur bara verið tilfinning hjá mér.
Hljómar frekar asnalega að framleiðandi hanni ekki vélina almennilega til að ná fram fullum afköstum og endingu, bara til að spara nokkrar krónur í sverleika rörs.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá -Hjalti- » 04.mar 2012, 19:50

Þegar verið er að frammleiða kanski 500.000 eintök þá er ekkert til sem heita smáaurar.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá hobo » 04.mar 2012, 19:51

..Ekki nema framleiðandinn sé að reyna að halda niður afköstum til að auka mögulega endingu. Þá er ég að kaupa þetta..

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá Stebbi » 04.mar 2012, 20:13

Að fara úr orginal í 2.5" púst hefur ekki mikið að segja uppá eyðslu en það munar um togið sem maður fær. Yfirleitt eru downpipe í svona gömlum díselbílum algjör ræksni og gera lítið annað en að setja tregðu á pústið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 04.mar 2012, 20:27

fara þá í 3 tommu eða 3,5
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá Stebbi » 04.mar 2012, 20:48

Allt hefur sín takmörk, en 3" downpipe við 2.5" púst væri sjálfsagt mjög fínt saman.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


IL2
Innlegg: 27
Skráður: 05.aug 2010, 23:01
Fullt nafn: Óskar Óskarsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá IL2 » 04.mar 2012, 21:04

Er ekki einhver þumallputta regla um að hafa pústið álíka svert og og vélastærðin?


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 04.mar 2012, 21:12

það hlítur að vera einhver formúla ,
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá helgiaxel » 05.mar 2012, 17:01

IL2 wrote:Er ekki einhver þumallputta regla um að hafa pústið álíka svert og og vélastærðin?


Hehe það verkar ekki alveg þannig, þverskurðarflatarmál rörs stækkar með radís rörsinns í 2veldi,

Þ.e 3,5" hefur nánast 2falt meira þverskurðarflatarmál en 2,5" ;)

Kv
Helgi Axel


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá helgiaxel » 05.mar 2012, 17:04

Annars var 2,5 Galloperinn minn í ca. 11-14 l/100km hann var beinskiftur

Kv
Helgi axel


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá gaz69m » 05.mar 2012, 17:22

takk fyrir þetta ég þarf að mæla bílin eftir morgundaginn þar sem ég skipti um síur á morgun eða í kvöld og þarf að athuga fjandans tíman á olíuverkinu svo er það þessi blessaði vax pungur með pinanum fyrir kaldstartið , svo er bara að keyra á 80 nú eða bara að fá sér hestvagn og nota hross í vinnuna
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá haffiamp » 05.mar 2012, 23:12

Ég er með sjálfskiptan galloper með smá uppskrúfaðri bínu og 2,5" pústi og 4:88 hlutföll

Ætili ég flokkist ekki undir þá sem eru með þyngri fót.....

DEKK 33" sumar
innanbæjar 12-13 margoft mælt
utanbæjar 10,4 í logni RVK- AK með tjaldvagn, hraði 90-95

DEKK 35" að vetri til
innanbæjar 15-16 í 18 psi
utanbæjar RVK-AK í 20 psi 12,8

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá -Hjalti- » 05.mar 2012, 23:34

hobo wrote:..Ekki nema framleiðandinn sé að reyna að halda niður afköstum til að auka mögulega endingu. Þá er ég að kaupa þetta..

Það hjálpar ekkert við lengri endingu að kæfa niður vélina með of litlu pústi. :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá Freyr » 05.mar 2012, 23:51

IL2 wrote:Er ekki einhver þumallputta regla um að hafa pústið álíka svert og og vélastærðin?


Nei, þverskurðarflatarmálið eykst í veldi m.v. þvermálsaukninguna og munurinn er enn meiri en sú breyting segir til um því það er minna innra viðnám í röri sem er sverara. Og meira til því með sverara röri hægir á útblásturshraðanum og minni hraði skilar einnig minni rennslistöpum við beygjur, hljóðkúta og aðra flöskuhálsa.

Kv. Freyr

P.S. Langar að sjá 7,3 Ford með 7,3" púst.......;-)


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: hvað er eðlileg eyðsla á pajero 2,5

Postfrá helgiaxel » 06.mar 2012, 11:46

helgiaxel wrote:Annars var 2,5 Galloperinn minn í ca. 11-14 l/100km hann var beinskiftur

Kv
Helgi axel


Rétt að taka fram að hann var á 36" dekkjum á orginal 4,88 hlutföllum


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur