
Ég vill ekki þessi plast snorkel... er að spá í að smíða einhvað í þessa áttina, endilega komið með orð í belg, ef þetta ætti að fara á annan veg.
Bk
Groddi
StefánDal wrote:Ég skil ekki alveg þessa teikningu
Magni81 wrote:ég er ekki að átti mig á henni heldur
svopni wrote:Þverskurðarmynd og sneiðmynd. Þetta er góð pæling, en er ekki helvíti hætt við að það ausist innum þetta vatn ef þú t.d ferð hratt útí bleytu. Á ekki loftinntakið að vera ofaná húddinu?
Stebbi wrote:Þetta á að vera snorkel í húddi, eða einskonar loftinntak með vatnsgildru og affalli. Hugmyndin er góð en ég hef ekki trú á því að þetta virki nema að menn keyri alltaf hægt út í læki og ár. Hefðbundið snorkel sem nær uppfyrir framrúðu er gagnlegra þótt sumum þyki það ljótt.
Mín breytingar tillaga væri sú að hafa þetta ofaní húddinu í einangruðu hólfi á bakvið ljósið og alveg upp við húdd og inntakið snúi afturábak.
s.f wrote:ef þú ert með það bakvið ljósið og snírð því aftur þá færðu enga kælingu er það
Stebbi wrote:s.f wrote:ef þú ert með það bakvið ljósið og snírð því aftur þá færðu enga kælingu er það
Ef að inntakið er í lokuðu og einangruðu hólfi ekki ósvipað og hægt er að kaupa í Jeep XJ, ZJ og WJ þá færðu kalt loft inn með ljósinu og grilli. Að snúa stútnum afturábak inní því hólfi myndi minka hættuna á því að það skvettist vatn inn í loftinntakið.
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur