Gangtruflarnir

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Gangtruflarnir

Postfrá muggur » 23.feb 2012, 16:55

Þetta er óbeint jeppamál. Þannig er mál með vexti að frúarbíllinn hefur tekið upp á því að koðna niður þannig að nánast drepst á honum er tekið er af stað. Þetta gerist bara þegar bíllinn er kaldur (á morgnana) en eftir 1-2 mín er þetta hætt og allt er eðlilegt. Þetta er opel zafira 1800 bensín 2003.

Þetta er jeppavandamál vegna þess að frúin hirti af mér jeppann og ég sit uppi með opelinn. Dettur ykkur eitthvað í hug hvað gæti verið að?

Kv. Einn jeppalaus


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Gangtruflarnir

Postfrá cameldýr » 23.feb 2012, 21:35

Hvað með að taka sjálfur jeppann og láta frúna fá opelinn?
Nissan Patrol Y60 TD2.8


MGD
Innlegg: 28
Skráður: 17.apr 2011, 14:15
Fullt nafn: Atli Þór Tryggvason

Re: Gangtruflarnir

Postfrá MGD » 23.feb 2012, 21:56

Ég myndi byrja kíkja á kertaþræði og kerti, hljómar frekar eins og rafmagns vesen frekar en eitthvað annað

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Gangtruflarnir

Postfrá muggur » 23.feb 2012, 21:57

cameldýr wrote:Hvað með að taka sjálfur jeppann og láta frúna fá opelinn?


Nei maður ræður engu um það. Merkilegt að þegar litli bíllinn hikstar þá breytist jeppinn úr stóru, klunnalegu bensíneyðandi flykki í ágætis snattara :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur