inverter 300w og fartölva
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
inverter 300w og fartölva
Sælir keypti um daginn inverter og tengdi hann í vindla kvekjara til að prufa og fartölvu, þetta virkaði ágætlega í smá stund en þá fór að væla í inverternum og kom rautt ljós (er með 2 ljós rautt og grænt) er tengingin ekki nógu góð eða er 300w ekki nóg fyrir fartölvu
kv Heiðar
kv Heiðar
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: inverter 300w og fartölva
Ég hefði nú haldið að 300W ættu að vera nóg fyrir fartölvu.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: inverter 300w og fartölva
Fartölvur þurfa ca 75-110w. Ef þær eru mjög stórar og öflugar (17" leikjavélar) þá er það sjálfsagt eitthvað meira.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: inverter 300w og fartölva
þetta er 15'' tölva með gps mús og korti og windows ekkert meira
Re: inverter 300w og fartölva
Hef aldrei skilið það að vera með inverter... þá er verið að breyta með honum úr 12v uppí 220v. Svo tengiru fartölvuna í inverterinn úr 220v niður í 19v með tilheyrandi snúrudóti... sem sagt nóg af snúrum og 2 spennubreyta:).
Það er hægt að kaupa í Íhlutum í skipholti spennubreyti sem breytir úr 12v beint í 19v sem hægt er að stinga beint í sígarettukveikjarann. Þeir eru reyndar með stillannlegu outputi og svo er hægt að skipta um enda þannig að hann passi á flestar fartölvur.
Það er hægt að kaupa í Íhlutum í skipholti spennubreyti sem breytir úr 12v beint í 19v sem hægt er að stinga beint í sígarettukveikjarann. Þeir eru reyndar með stillannlegu outputi og svo er hægt að skipta um enda þannig að hann passi á flestar fartölvur.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: inverter 300w og fartölva
og hvaða verð er á því þetta er ódýr lausn kv Heiðar
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: inverter 300w og fartölva
Fyrir utan það að flestir þessir inverterar skila út kassabylgju í stað sínusbylgju sem er ekki öruggt að fartölvurnar þoli til lengri tíma, þó það sé búið að afriða aftur áður en það fer inná tölvuna, allavega var ég varaður við því þegar ég var að pæla í þessu og einmitt bent á að fá mér bara spennubreyti beint úr 12 voltum fyrir tölvuna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: inverter 300w og fartölva
Sæll getur verið að geymirinn sé orðinn slappur hjá þér? ég var með svona inverter 300W og hann fór alltaf að væla hjá mér þó svo að ég væri ekki með neitt tengt við hann nóg að kveikja á honum og kom í ljós að jarðsambandið var ekki nógu gott. bara hugmynd.
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: inverter 300w og fartölva
Eins og kemur fram hérna ofar þurfa fartölvur venjulega undir 100 W í afli. Hinsvegar man ég ekki eftir að hafa séð inverter sem tekur meira en 100W sem tengdur er í sígarettukveikjarann. Líklega er það sígarettu tengið sem er að klikka eða einmitt tengi á rafgeymi eða álíka því sumir inverter eru með viðvörunarljósi og væli ef geymir er orðinn slappur eða tenging léleg. Inverter sem er tengdur á geymi og rétt tengdur með sverum vírum ætti að þola meira en 100 W, oftast 300 W.
Mæli með að einmitt fá sér spennubreyti sem breytir beint úr 12V í 19V en ekki nota inverter fyrir fartölvu ef menn geta. Það er minna snúruvesen og kannski það sem er gallinn við þá tengingu er að inverterinn breytir riðstraum í jafnstraum (og 220V) en spennubreytir í fartölvu breytir svo jafnstraum í riðstraum aftur svo þannig tengingar eru í raun kjánalegar. (Þó það sé ekkert að því og ég noti þetta t.d. stundum þannig)
Mæli með að einmitt fá sér spennubreyti sem breytir beint úr 12V í 19V en ekki nota inverter fyrir fartölvu ef menn geta. Það er minna snúruvesen og kannski það sem er gallinn við þá tengingu er að inverterinn breytir riðstraum í jafnstraum (og 220V) en spennubreytir í fartölvu breytir svo jafnstraum í riðstraum aftur svo þannig tengingar eru í raun kjánalegar. (Þó það sé ekkert að því og ég noti þetta t.d. stundum þannig)
-Defender 110 44"-
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: inverter 300w og fartölva
Ég er með sama búnað, þetta vælir og skælir ef bíllinn er ekki í gangi, um leið og bíllinn fer í gang svínvirkar allt, ertu að prufa þetta með slökkt á bílnum? Kv, Kári.
-
- Innlegg: 65
- Skráður: 12.des 2011, 13:23
- Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: inverter 300w og fartölva
Tengingar fyrir Invertera þurfa helst að vera beint á rafgeima ég er með 600W inverter og það svínvirkar beint af geimi sígarettu kveikjara tengi eru í flestum tilfellum ekki nóu góð
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni
Stjáni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: inverter 300w og fartölva
sælir já bíllin var ekki í gangi þegar þetta fór að væla kannski ég ath hvað svona spennubreytir kostar kv Heiðar
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: inverter 300w og fartölva
DABBI SIG wrote: ......er að inverterinn breytir riðstraum í jafnstraum (og 220V) en spennubreytir í fartölvu breytir svo jafnstraum í riðstraum aftur.....
Þetta er reyndar þveröfugt, inverterinn breytir 12v jafnstraum í 220-230v riðstraum sem næsti spennubreytir breytir svo aftur í 19v jafnstraum fyrir fartölvuna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: inverter 300w og fartölva
Startarinn wrote:Fyrir utan það að flestir þessir inverterar skila út kassabylgju í stað sínusbylgju sem er ekki öruggt að fartölvurnar þoli til lengri tíma, þó það sé búið að afriða aftur áður en það fer inná tölvuna, allavega var ég varaður við því þegar ég var að pæla í þessu og einmitt bent á að fá mér bara spennubreyti beint úr 12 voltum fyrir tölvuna
Hvaða máli skiptir það ef að spennubreytirinn fyrir tölvuna afriða spennuna aftur?
kv. Jón Gunnar
PS. Addi taktu þér nú far með straumnum "EGG"
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: inverter 300w og fartölva
kaupa nýtt sígarettutengi í N1 og tengja beint á geymi...
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: inverter 300w og fartölva
Startarinn wrote:DABBI SIG wrote: ......er að inverterinn breytir riðstraum í jafnstraum (og 220V) en spennubreytir í fartölvu breytir svo jafnstraum í riðstraum aftur.....
Þetta er reyndar þveröfugt, inverterinn breytir 12v jafnstraum í 220-230v riðstraum sem næsti spennubreytir breytir svo aftur í 19v jafnstraum fyrir fartölvuna
Já einmitt, takk fyrir leiðréttinguna, man aldrei hvort var hvað:D
-Defender 110 44"-
Re: inverter 300w og fartölva
Sælir
Vitiði hvernig 12Vdc verður að 19Vdc, er ekki mestar líkur á að fyrst sé búin til riðstraumsbylgja sem er spennt upp og afriðuð síðan? Ég get allavega ímyndað mér að þetta fari svona fram svo að það getur tæplega skipt miklu máli hvort það sé eitt tæki sem gerir þetta eða tvö.
Ég keypti og prófaði svona universal fartölvu spenni fyrir bílinn og tölvan gekk alveg á honum en hlóð ekki batteríið sem þýðir að með græjuna tengda við sígarettukveikjarann dó alltaf á henni eftir að batteríið tæmdist. Ekki gott.
Þegar maður kaupir áriðil sem er um 300-600 wött á 40-80 þús. krónur í búð ertu að kaupa tæki sem býr ekki til kassabylgju heldur sínus, kannski ekki góða en allar betri svona græjur búa til sínusbylgjur. Ef þú hinsvegar finnur áriðil sem kostar innan við 100.000 kall og er 2,5-3 kílówött eða meira ertu að kaupa áriðil sem býr til kassakúrfu.
Þegar þú ert öruggur með að notandinn afriðar rafmagnið áður en það er notað skiptin engu máli hvort það sé kassa eða sínuskúrfa. Það skiptir miklu meira máli að hann þoli spennuflökt og það eru flestir fartölvuspennar merktir að þeir þoli 110-240V.
300W áriðill tekur um 25A á fullu álagi sem gerir sígarettukveikjarann vonlausann stað til að tengja hann við. Málið er að hann getur tekið mikinn straum í ræsingu og allavega áriðillinn minn fer stundum í fýlu ef hann fær ekki nóg. Vírarnir í sígarettukveikjaranum eru alltof grannar og öryggið of lítið svo að hann gæti upplifað spennufall í gangsetningunni sem hann kærir sig ekki um. Finndu þér bara 6Q víra og tengdu beint á geymi, kannski með einhvern rofa á leiðinni, ég er nokkuð viss um að þetta dugi svoleiðis, eða áriðillinn sé bara ónýtur.
Áriðlunartæknin er mjög mikið notuð og það mjög víða svo að sínustæknin er ekki svo dýr í dag eins og hún var fyrir nokkrum árum. Allir betri varaaflgjafar afriða og áriða rafmagnið sem í gegnum þá fara og eru þess vegna notaðir til að rétta rafmagnið inn á notendurna og fjarlægja truflanir og sveiflur af netinu. Tíðnibreytar (mótorstýringar) hafa gert þetta áratugum saman og virka þannig að þar er afriðað og þegar áriðunin fer fram er bylgjunni breytt eftir því sem notandinn vill s.s. 0-50 rið og jafnvel hærra svo að mótorarnir hafi sem næst því fullt afl þrátt fyrir að ganga hægar.
Kv Jón Garðar
Vitiði hvernig 12Vdc verður að 19Vdc, er ekki mestar líkur á að fyrst sé búin til riðstraumsbylgja sem er spennt upp og afriðuð síðan? Ég get allavega ímyndað mér að þetta fari svona fram svo að það getur tæplega skipt miklu máli hvort það sé eitt tæki sem gerir þetta eða tvö.
Ég keypti og prófaði svona universal fartölvu spenni fyrir bílinn og tölvan gekk alveg á honum en hlóð ekki batteríið sem þýðir að með græjuna tengda við sígarettukveikjarann dó alltaf á henni eftir að batteríið tæmdist. Ekki gott.
Þegar maður kaupir áriðil sem er um 300-600 wött á 40-80 þús. krónur í búð ertu að kaupa tæki sem býr ekki til kassabylgju heldur sínus, kannski ekki góða en allar betri svona græjur búa til sínusbylgjur. Ef þú hinsvegar finnur áriðil sem kostar innan við 100.000 kall og er 2,5-3 kílówött eða meira ertu að kaupa áriðil sem býr til kassakúrfu.
Þegar þú ert öruggur með að notandinn afriðar rafmagnið áður en það er notað skiptin engu máli hvort það sé kassa eða sínuskúrfa. Það skiptir miklu meira máli að hann þoli spennuflökt og það eru flestir fartölvuspennar merktir að þeir þoli 110-240V.
300W áriðill tekur um 25A á fullu álagi sem gerir sígarettukveikjarann vonlausann stað til að tengja hann við. Málið er að hann getur tekið mikinn straum í ræsingu og allavega áriðillinn minn fer stundum í fýlu ef hann fær ekki nóg. Vírarnir í sígarettukveikjaranum eru alltof grannar og öryggið of lítið svo að hann gæti upplifað spennufall í gangsetningunni sem hann kærir sig ekki um. Finndu þér bara 6Q víra og tengdu beint á geymi, kannski með einhvern rofa á leiðinni, ég er nokkuð viss um að þetta dugi svoleiðis, eða áriðillinn sé bara ónýtur.
Áriðlunartæknin er mjög mikið notuð og það mjög víða svo að sínustæknin er ekki svo dýr í dag eins og hún var fyrir nokkrum árum. Allir betri varaaflgjafar afriða og áriða rafmagnið sem í gegnum þá fara og eru þess vegna notaðir til að rétta rafmagnið inn á notendurna og fjarlægja truflanir og sveiflur af netinu. Tíðnibreytar (mótorstýringar) hafa gert þetta áratugum saman og virka þannig að þar er afriðað og þegar áriðunin fer fram er bylgjunni breytt eftir því sem notandinn vill s.s. 0-50 rið og jafnvel hærra svo að mótorarnir hafi sem næst því fullt afl þrátt fyrir að ganga hægar.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: inverter 300w og fartölva
Það er ekki hægt að segja það of oft og tönglast nóg á því, allur frágangur á aukarafmagni í bílum og sérstaklega jeppum sem upplifa allavegna hitasveiflur og raka verður að vera 110%. Ef að menn fara styttri leiðir í frágangi þá kallar það yfirleitt á vesen seinna meir. Það er ekkert eins ömurlegt að missa út talstöð eða GPS afþví að raflagnirnar voru græjaðar á korteri fyrir utan sjoppu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: inverter 300w og fartölva
jongunnar wrote:Startarinn wrote:Fyrir utan það að flestir þessir inverterar skila út kassabylgju í stað sínusbylgju sem er ekki öruggt að fartölvurnar þoli til lengri tíma, þó það sé búið að afriða aftur áður en það fer inná tölvuna, allavega var ég varaður við því þegar ég var að pæla í þessu og einmitt bent á að fá mér bara spennubreyti beint úr 12 voltum fyrir tölvuna
Hvaða máli skiptir það ef að spennubreytirinn fyrir tölvuna afriða spennuna aftur?
kv. Jón Gunnar
PS. Addi taktu þér nú far með straumnum "EGG"
Ég veit það hreinlega ekki, ég hef ekki hugmynd um hvernig þessir spennubreytar eru uppbyggðir en ég var varaður við að þeir gætu verið viðkvæmir fyrir kassabylgjunni, þó var það ekki sagt algilt, það gæti verið að kassabylgjan myndi einhverja spennutoppa eða truflanir sem fartölvurnar eru viðkvæmar fyrir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: inverter 300w og fartölva
magnaður þráður fullt af uppl. það var aldrei málið að tengja inverterinn bara í vindla kveikjarann var bara að spurja, hann verður beintengdur þegar eða um það leiti sem tölvuborðið er komið saman kv Heiðar
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: inverter 300w og fartölva
Minn var með leiðindi þar til ég las manualinn og fann á honum auka tengi aftaná með mynd af jarðtengingu, þannig ég þurfti s.s. að tengja + í öryggjabox og - á geymi og svo jörð í stell, þá varð hann nógu aflmikill til að keyra tölvuna þó bíllinn væri ekki í gangi og harðandisk og heimabíó, 600w inverter minnir mig
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: inverter 300w og fartölva
Ég keypti mér Inverter í Íhlutir, og gaurinn þar mælti ekki með minna en 500W fyrir fartölvu.... www.ihlutir.is/
Mæli með relay og rofa...
kv. Halldór
Mæli með relay og rofa...
kv. Halldór
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
Re: inverter 300w og fartölva
Heiðar Brodda wrote:Sælir keypti um daginn inverter og tengdi hann í vindla kvekjara til að prufa og fartölvu, þetta virkaði ágætlega í smá stund en þá fór að væla í inverternum og kom rautt ljós (er með 2 ljós rautt og grænt) er tengingin ekki nógu góð eða er 300w ekki nóg fyrir fartölvu
kv Heiðar
Ég er búinn að vera með inverter í bílunum mínum í 10 ár og þetta hefur ekki valdið mér neinum vandræðum í sambandi við fartölvurnar, það er mjög þægilegt að vera þessa græju í bílnum, sérstaklega á sumrin þegar maður þarf að hlaða eitthvað eins og td myndavélar.
Á þessum tíma er ég búinn að fara í gegnum tvo áriðla, sá fyrri var 150W en hann entist í svona 6 ár þangað til hann fór að pípa stanslaust og vera með eitthvað vesen, þá keypti ég nýjan 300W og hef notað hann síðan bæði í gegnum sígaettukveikjarann á gamla bílnum en núna er ég með hann beintengdan á geyminn. Ertu nokkuð með notaðan gamlan Inverter ?
150W ætti að vera nóg fyrir fartölvu, hvað þá 300W.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: inverter 300w og fartölva
er með notaðan en hann átti að nota til að knýja p2 leikja tölvu en sígarettutengið virkaði ekki svo hann keypti sér 600w og það virrkaði ekki heldur þá setti hann báða uppí hillu þannig að þeir eru báðir gamlir 300w og 600w en ónotaðir 300w var keyptur í BBenna á sínum tíma get fengið hinn líka en er ekki að sjá að ég noti þetta svo mikið að ég þurfi að nota hann nema ég fái mér örbylgu ofn sem er 600w hehwe kv Heiðar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur