gaz69m wrote:Gísli Þór wrote:Þetta snýst alltaf um samhengi það er þyngd og afl stórir dísilrokkar eru þungir og yfirleitt afllitlir þegar talað er um vélar af þessari árgerð það er um og fyrir 80 bensínvélarnar eru það líka ef þær eru sæmilega orginal 350 chevý er um 150 hö frá því um 1980 en hægt að preppa þær umtalsvert með ekki allt of miklum tilkostnaði, þær eru hins vegar í þyngri kantinum, þú þarft eiginlega að velja um mikið tog (dísill) mikið tog og gott afl (bensín orginal v8) eða gríðarlegt tog og mjög gott afl (v8 big block) eða smá af hverju og létt vél (v8 rover) þú verður að muna að ef þú þyngir þá þarftu meira afl, ef meira afl þá stærri hásingar og drif, (og enn meiri þyngd og eyðsla) eða létt vél og hásingar (flýtur vel og eyðir litlu)(afllaus 4 cyl toyota) af öllu þessu færi ég í Rover vélina v8 roverinn er (getur verið) sprækur hann er léttur eða á við línu fjarka og fullt til af hlutum á góðu verði. Veldu það saman sem passar saman og þú munt eyða litlu (ca 17 í bænum á 38" ef ekki of þungur) og drífa flott enda léttur mótor með mikið snúningsvægi.
kv Gísli sem er með 440 big block :)
stefni á léttan bíl á orginal hásingunum þannig að roverin hentar mér fínt held ég en spurning hvort 3,5 eða 3,9 vélin hentar betur
Ég myndi finna 4,0 eða 4,6 vél úr 98 bíl þá er komin Bosch innspíting og blokkin öll sterkari krossboltaðir höfuðlegubakkar og fl gott þú getur fengið hana með ZF skiptingu sem er eðalbúnaður eða fimm gíra beinsk og þar aftan á geturðu sett millikassa úr Defender með lækkun í háadrifinu þannig að léttar hásingar með veikari drif ganga upp því þá þarftu ekki jafn mikla driflækkun í hásingum þá er reyndar drifúttakið hliðrað sem sagt ekki í miðju, þessar vélar komu í Discovery 2 og Range Rover eftir 97 með nýrri innsp eldri eru með lucas innsprautun.Og handbremsan er á millikassanum sem er mikill kostur að mínu mati. Þetta er flottur búnaður í léttann bíl.
kv Gísli