skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
nú er margt sagt og haldið fram með jeppamensku
en ég fékk skemmtilegt koment um dagin frá einum varðandi það að dodge jeppi drífi meira í snjó á sömu dekkjum og patrol af því að það er lengra á milli hjóla á dodge en patrol og hvað seigið þið jeppa menn um þetta
en ég fékk skemmtilegt koment um dagin frá einum varðandi það að dodge jeppi drífi meira í snjó á sömu dekkjum og patrol af því að það er lengra á milli hjóla á dodge en patrol og hvað seigið þið jeppa menn um þetta
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
endilega commentið nú á þetta
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Nei, ekki nema hann fari að hoppa eða róa á ferðinni og stingi sér þessvegna niður úr.
Hinsvegar drífur Dodge jeppinn augljóslega meira en það er kannski frekar vegna afls eða hefðarinnar.
Hinsvegar ef þessi ákveðni Dodge jeppi er pickup eins og þeir flestir þá hefur sú þyndgardreifing sem er í pickupum virst virka vel til flots og drifgetu.
Hinsvegar drífur Dodge jeppinn augljóslega meira en það er kannski frekar vegna afls eða hefðarinnar.
Hinsvegar ef þessi ákveðni Dodge jeppi er pickup eins og þeir flestir þá hefur sú þyndgardreifing sem er í pickupum virst virka vel til flots og drifgetu.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Helsta sem mig grunar að bætist með auknu hjólabili er mögulega betri þyngdardreifing milli fram og afturáss, í jeppum er þunginn oft mjög bundinn við aftasta hlutann, aftursæti og skott og því færist svolítið af þyngdinni yfir á framhásingu við að færa afturhásingu aftar. Einnig verður bíllinn þægilegri í akstri þ.e. stampar ekki fram og aftur eins og þekkt er á stuttum súkkum og villisum þegar farið er að aka greitt yfir ósléttur
varðandi flot á snjó held ég að lengd milli hjóla hafi engin teljandi áhrif heldur er það aðallega þyngdardreifingin.
varðandi flot á snjó held ég að lengd milli hjóla hafi engin teljandi áhrif heldur er það aðallega þyngdardreifingin.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Ég held að aðal málið sé að hafa fram og aftur dekk eins utarlega og hægt er..lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Strákar ekki haldið þið að menn séu að færa hásingar aftur bara upp á grín eða lookið?. Að sjálfsögðu breytir það miklu þegar þyngdin er ekki öll að framan heldur dreyfist,
sjáið t.d LC 60 með hásinguna undir miðjum bíl þessir bílar eru alltaf með afturendann niður úr snjónum, en það snarbreytist við 30 cm hásingarfærslu, og Sævar lenging á milli hjóla er einmitt þyngdardreyfing :) Spámaðurinn hlýtur að vera að grínast með þessum pósti.
kveðja Helgi
sjáið t.d LC 60 með hásinguna undir miðjum bíl þessir bílar eru alltaf með afturendann niður úr snjónum, en það snarbreytist við 30 cm hásingarfærslu, og Sævar lenging á milli hjóla er einmitt þyngdardreyfing :) Spámaðurinn hlýtur að vera að grínast með þessum pósti.
kveðja Helgi
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Lengd milli hjóla hefur meiriháttar áhrif á drifgetu í snjó. Lang flestir jeppar þjást fyrir of þungt rassgat í snjóakstri. T.d. var cherokee inn hjá mér um 1.200 kg. að framan og um 1.000 kg að aftan en samt seig rassinn stunfdum neðar, jafnvel á jafnsléttu. Sökum þess er ég þessa dagana að færa afturhásinguna 15 cm aftur á bak í viðbót við þá 6 sem ég færði hana upphaflega.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Þótt að það sé búið að svara þessu ætla ég að taka undir þetta. Hásingafærsla hefur mikið að segja upp á þyngdardreifingu og drifgetu í snjó (ekki rugla saman floti og drifgetu). Afturdekkin eiga helst að keyra í förunum sem framdekkin hafa búið til, ef þyngdardreifingin er léleg (bíllin rassþungur) byrja afturdekkin að sökkva niður úr förunum sem frammdekkin bjuggu til og þá dettur niður ferðahraðinn og drifgetan...
Ég gerði einusinni þau mistök á mínum yngri jeppaárum að setja 60L bensínbrúsa alveg aftast við afturhleran í mínum gamla Hilux. Ég var ásamt 3 öðrum 38" bílum sem voru allir töluvert þyngri heldur en ég þannig að bíllin hjá mér var með mesta flotið. Við vorum á leiðnni upp vatnajökul og í stuttu máli gekk mér ekkert að drifa og var stunginn af. Ekki hjálpaði það að hjólabilið var óbreytt og 2,4 bensín rella dreif bílinn áfram... eða átti allavega að gera það... bíllin eyddi svo mikklu að eftir smá stund gat ég tæmt brúsan á tankana undir bílnum og þá datt eyðslan niður allt gekk mikklu betur.
Ég gerði einusinni þau mistök á mínum yngri jeppaárum að setja 60L bensínbrúsa alveg aftast við afturhleran í mínum gamla Hilux. Ég var ásamt 3 öðrum 38" bílum sem voru allir töluvert þyngri heldur en ég þannig að bíllin hjá mér var með mesta flotið. Við vorum á leiðnni upp vatnajökul og í stuttu máli gekk mér ekkert að drifa og var stunginn af. Ekki hjálpaði það að hjólabilið var óbreytt og 2,4 bensín rella dreif bílinn áfram... eða átti allavega að gera það... bíllin eyddi svo mikklu að eftir smá stund gat ég tæmt brúsan á tankana undir bílnum og þá datt eyðslan niður allt gekk mikklu betur.
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Þetta fer náttúrulega eftir því hvort verið er að tala um flot eða drifgetu. Það er ekki alltaf samasem merki þar á milli.
Ef þú ætlar að taka tvo jeppa og sjá hvor flýtur betur, sigrar sá sem hefur 25% þyngdar á hvert hjól. Þannig hámarkar þú flotið.
En hvað varðar drifgetu spilar kramið með sem og ökumaðurinn.
Ef þú ætlar að taka tvo jeppa og sjá hvor flýtur betur, sigrar sá sem hefur 25% þyngdar á hvert hjól. Þannig hámarkar þú flotið.
En hvað varðar drifgetu spilar kramið með sem og ökumaðurinn.
Kveðja, Birgir
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
ekki 25% á hvert hjól :)
Þú vilt hafa minna á afturhjólin því þau meiga ekkert sökva til viðbótar við framdekkin.
Hvert er optimal þyngdarhlutfall veit ég ekki, en ég man eftir Ram á 46" (sem er eh staðar til sölu núna) og þar fóru menn með hásinguna of aftarlega uppá þetta mál.
Þú vilt hafa minna á afturhjólin því þau meiga ekkert sökva til viðbótar við framdekkin.
Hvert er optimal þyngdarhlutfall veit ég ekki, en ég man eftir Ram á 46" (sem er eh staðar til sölu núna) og þar fóru menn með hásinguna of aftarlega uppá þetta mál.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Það sem Biggi er væntanlega meina er að ef þú vilt ná hámarksfloti ætti þyngdin að vera 25% á hvert dekk en uppá drifgetu að gera er það væntanlega ekki henntugt....
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Rétt hjá Óskari, ég var bara að benda á hámarks flot.
En eins og ég sagði líka koma nokkrar aðrar breytur inní þegar bíl er stillt upp til þess að hámarka drifgetu. Þá eru sennilega einhver trúabrögð þar með líka.
En eins og ég sagði líka koma nokkrar aðrar breytur inní þegar bíl er stillt upp til þess að hámarka drifgetu. Þá eru sennilega einhver trúabrögð þar með líka.
Kveðja, Birgir
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Hafa menn meiri trú á einni tegund af fjaðrabúnaði ferkar en annarri í sambandi við drifgetu í snjó, t.d. 4link versus 3link að framan? Kv, Kári.
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Brjótur wrote:Strákar ekki haldið þið að menn séu að færa hásingar aftur bara upp á grín eða lookið?. Að sjálfsögðu breytir það miklu þegar þyngdin er ekki öll að framan heldur dreyfist,
sjáið t.d LC 60 með hásinguna undir miðjum bíl þessir bílar eru alltaf með afturendann niður úr snjónum, en það snarbreytist við 30 cm hásingarfærslu, og Sævar lenging á milli hjóla er einmitt þyngdardreyfing :) Spámaðurinn hlýtur að vera að grínast með þessum pósti.
kveðja Helgi
það þýðir ekkert að vera með 5 metra á milli hjóla þegar þú ert með 4 metra af bíl fyrir aftan afturdekk og 3 metra af bíl fyrir framan framdekk.willys með 2.5 metra á milli hjóla en er með afturhásinguna eins aftarlega og hægt er og með framhásinguna eins framarlega og hægt er hegðar sér betur en 60 cruiser sem er 3 metrar á milli hjóla og með 2 metra drottningar rassgat.
LENGD á MILLI HJÓLA er EKKI það sem skiptir mestu..heldur staðsetning hásinga og náttúrulega þyngdar.
ert ÞÚ að grínast??
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Það er fátt fyndnara en að sjá 44" LC 60 með orginal blaðfjaðrir og bara hækkunargorma. Þessi bíll var alltaf annaðhvort að rúlla framfyrirsig eða afturfyrirsig.
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Sælir
Þá er ég ekki oft sammála Brjót en nú er ekki annað hægt.
Þetta er nefninlega mestallt hárrétt, bara aðeins mismunandi hvernig menn nálgast málið. Ef menn fara akkúrrat eingöngu að spöglera í floti í jeppum getur dæmið ekki endað vel, svipað því að bera saman hestöfl í mismunandi tækjum. T.d. er gamla Patrolvélin mín skráð 115 hestöfl minnir mig en snjósleðinn minn 140 hö. Við vitum alveg hver munurinn á þessum tækjum er og ef við hugsum ekki aðeins út fyrir hestöflin gætum við fengið grillur um að það sé betra að hafa Patrolinn á kerrunni og arctic catinn fyrir henni.
Ég hef ekki farið sjálfur út í hásingarfærslur en þetta er mjög vinsælt sport hér fyrir austan, færa og færa langt. Mér finnst menn ganga óþarflega langt í þessu en ég hef heyrt þaulvana jeppamenn segja að jeppinn þeirra drífi meira með stóru spili framan á stuðaranum. Það þýðir í mínum huga að það munar mestu um að hafa jeppann örugglega þyngri að framan heldur en aftan og það skiptir fyrst og fremst sköpum á móti brekku. Ef afturhásingin stígur enn ekki þyngra en framhásingin upp brekku ertu í gríðarlega góðum málum.
Ég hef líka séð tilfelli, og það er finnanlegt á youtube, þar sem tveir bílar eru að baksa uppúr á, einn ram á risastórum dekkjum og Patrol. Raminn hefur sig upp en ekki Patrolinn og þegar upp er staðið er Patrolinn líklegri til að hafa sig upp, mun léttari bíll og á margann hátt heppilegri en hann kemst ekki. Ég vil meina að Raminn hefi sig upp vegna þess að framásinn er kominn á flatt um það leyti sem afturásinn er að leggja af stað upp brekkuna. Þetta er ekki eina tilfellið því að ég sá þennan mun á Ford 350 og Hilux fyrir tveim árum síðan. Þessi tilfelli voru hvorug í snjó.
Kv Jón Garðar
Þá er ég ekki oft sammála Brjót en nú er ekki annað hægt.
Þetta er nefninlega mestallt hárrétt, bara aðeins mismunandi hvernig menn nálgast málið. Ef menn fara akkúrrat eingöngu að spöglera í floti í jeppum getur dæmið ekki endað vel, svipað því að bera saman hestöfl í mismunandi tækjum. T.d. er gamla Patrolvélin mín skráð 115 hestöfl minnir mig en snjósleðinn minn 140 hö. Við vitum alveg hver munurinn á þessum tækjum er og ef við hugsum ekki aðeins út fyrir hestöflin gætum við fengið grillur um að það sé betra að hafa Patrolinn á kerrunni og arctic catinn fyrir henni.
Ég hef ekki farið sjálfur út í hásingarfærslur en þetta er mjög vinsælt sport hér fyrir austan, færa og færa langt. Mér finnst menn ganga óþarflega langt í þessu en ég hef heyrt þaulvana jeppamenn segja að jeppinn þeirra drífi meira með stóru spili framan á stuðaranum. Það þýðir í mínum huga að það munar mestu um að hafa jeppann örugglega þyngri að framan heldur en aftan og það skiptir fyrst og fremst sköpum á móti brekku. Ef afturhásingin stígur enn ekki þyngra en framhásingin upp brekku ertu í gríðarlega góðum málum.
Ég hef líka séð tilfelli, og það er finnanlegt á youtube, þar sem tveir bílar eru að baksa uppúr á, einn ram á risastórum dekkjum og Patrol. Raminn hefur sig upp en ekki Patrolinn og þegar upp er staðið er Patrolinn líklegri til að hafa sig upp, mun léttari bíll og á margann hátt heppilegri en hann kemst ekki. Ég vil meina að Raminn hefi sig upp vegna þess að framásinn er kominn á flatt um það leyti sem afturásinn er að leggja af stað upp brekkuna. Þetta er ekki eina tilfellið því að ég sá þennan mun á Ford 350 og Hilux fyrir tveim árum síðan. Þessi tilfelli voru hvorug í snjó.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Þegar bíll sem er með 50/50 þyngdardreifingu ekur upp á móti, þá er hann ekki lengur með 50/50 dreifingu heldur er hann orðinn töluvert þyngri að aftan og sekkur þessvegna meira að aftan og hættir að drífa. Þetta gerist af því að þyngdaraflið togar alltaf beint niður og þannig togar það þyngdina sem var áður að framan í bílnum aftur í bílinn.
Ef hjólhafið er lengra, færist hlutfallslega minni þyngd á afturhásinguna en á bíl sem er styttri. Þess vegna drífur lengri bíllinn betur upp í móti.
Mikil þyngd fyrir aftan afturhjól virkar síðan sem vogarafl og léttir á framhásingunni, sem er ekki gott.
Ef hjólhafið er lengra, færist hlutfallslega minni þyngd á afturhásinguna en á bíl sem er styttri. Þess vegna drífur lengri bíllinn betur upp í móti.
Mikil þyngd fyrir aftan afturhjól virkar síðan sem vogarafl og léttir á framhásingunni, sem er ekki gott.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Kiddi wrote:Mikil þyngd fyrir aftan afturhjól virkar síðan sem vogarafl og léttir á framhásingunni, sem er ekki gott.
Gott dæmi um þetta er bensínbrúsa sagan sem ég sagði hérna aðeins ofar...
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
heyrðu spámaður það þýðir ekkert að fara að snúa út úr og vera með fíflaskap, hugsaðu áður en þú setur á prent og grínið sem ég benti á hjá þér var þegar þú vildir hafa hásingarnar breiðari og aldrei var talað um kallinn minn að hafa hásingarnar fyrir framan og aftan bíl ok
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
hvað var ég að fíflast með? út úr hverju sneri ég? og hvað var vanhugsað? ég sagði aldrei að ég vildi hafa hásingarnar breiðari.að hafa eitthvað utar er ekki bundið við hægri eða vinstri..það gildir líka um fram og aftur.ég sé að ég hefði átt að vera skýrari í því sem ég meinti með utarlega,en stundum ákveða menn bara að maður sé að fíflast eða sé ekkert rosalega skarpur.:)
en það þurfa fleiri að hugsa um hvað þeir setja á prent ok
en það þurfa fleiri að hugsa um hvað þeir setja á prent ok
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Spámaður ég er búinn að hugsa helling :) en svona er nú kommentið þitt hér ofar, þú segir,,,
Ég held að aðal málið sé að hafa fram og aftur dekk eins utarlega og hægt er..lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið.
Fór þetta ekki bara vitlaust á prent, stundum hugsar maður eitthvað en svo kemur það kolvitlaust út á prenti erþa ekki :)
kveðja Helgi
Ég held að aðal málið sé að hafa fram og aftur dekk eins utarlega og hægt er..lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið.
Fór þetta ekki bara vitlaust á prent, stundum hugsar maður eitthvað en svo kemur það kolvitlaust út á prenti erþa ekki :)
kveðja Helgi
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
það sem ég var að meina er að hafa hásingarnar eins langt fram og eins langt aftur og hægt er(utarlega miðað við fram og aftur).
sem dæmi sitt hvor bíllin með sitthvort hjólabilið,bíllin sem er með lengra á milli hjóla þarf ekki að hafa betri eiginleika en bíllin með styttra hjólahaf ef lengri bíllin er með td mikla þyngd fyrir aftan aftur hásingu,en styttri bíllin er með hásingar sem næst fram og afturenda.þá er lengra hjóla bilið ekkert betra.
svo fyrir utan það að aðfallshorn verður betra ef hásingar eru hafðar næst enda bílsins hvoru megin.
td óbreyttur 60 cruiser að fara fram af árbakka og lemur rassinum í bakkan við að fara ofaní er ekki gott.
svo kemur inní þetta staðsetning vélar og annars farangurs uppá þyngdar dreifingu.
ég get ekki útskýrt þetta betur.
hafa fram og aftur dekk eins utarlega og hægt er..lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið.
utarlega(miðað við fram og aftur)dekkjum fylgja yfirleitt hásingar og öfugt.
og lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið ef staðsetning hásinga er út úr kú miðað við hvað jeppamenn vilja.
gleðileg jól og afmæli og allt
kv hlynur.
sem dæmi sitt hvor bíllin með sitthvort hjólabilið,bíllin sem er með lengra á milli hjóla þarf ekki að hafa betri eiginleika en bíllin með styttra hjólahaf ef lengri bíllin er með td mikla þyngd fyrir aftan aftur hásingu,en styttri bíllin er með hásingar sem næst fram og afturenda.þá er lengra hjóla bilið ekkert betra.
svo fyrir utan það að aðfallshorn verður betra ef hásingar eru hafðar næst enda bílsins hvoru megin.
td óbreyttur 60 cruiser að fara fram af árbakka og lemur rassinum í bakkan við að fara ofaní er ekki gott.
svo kemur inní þetta staðsetning vélar og annars farangurs uppá þyngdar dreifingu.
ég get ekki útskýrt þetta betur.
hafa fram og aftur dekk eins utarlega og hægt er..lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið.
utarlega(miðað við fram og aftur)dekkjum fylgja yfirleitt hásingar og öfugt.
og lengd á milli hjóla er ekki aðalmálið ef staðsetning hásinga er út úr kú miðað við hvað jeppamenn vilja.
gleðileg jól og afmæli og allt
kv hlynur.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Og fyrir þá sem ekki skylja lógíkina við að hafa hásingarnar sem næst endunum á bílnum, og þannig þyngdina sem mest á milli þeirra, mæli ég með rúnt um þjóðvegi landsins á traktorsgröfu
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Staðsetning hásinga og þyngdardreifing þarf að fara saman, sjálfur ætlaði ég að smíða jeppa sem væri með 50/50 þyngdardreifingu fyrir ca 20 árum, en svo fór maður að jeppast og sá að það var bölvað rugl td fór ég á CJ7 á 36" svo til óbreyttur að öðru leiti í túr en lenti í basli dreif ekki neitt og datt bara niður að aftan , áhvað síðan að færa 2 20L brúsa sem voru fyrir aftan aftur sætið annar fór fyrir aftan farþegasætið og hinn fyrir framan það og viti menn bíllin allt annar dreif eins og engin væri morgundagurinn og festist ekki það sem, eftir var dags.
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 251
- Skráður: 13.feb 2011, 15:12
- Fullt nafn: Dagur Torfason
- Bíltegund: Kangoo og Ferguson
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Dodge wrote:Og fyrir þá sem ekki skylja lógíkina við að hafa hásingarnar sem næst endunum á bílnum, og þannig þyngdina sem mest á milli þeirra, mæli ég með rúnt um þjóðvegi landsins á traktorsgröfu
HAHAHA, þetta er besta dæmið sem fyrirfinnst, sérstaklega ef vegurinn er með svolítið af dýfum og hæðum.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Ég held að traktorsgrafa sé líka eitt besta dæmið um af hverju við erum með fjöðrun í bílum yfir höfuð...
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Dodge wrote:Og fyrir þá sem ekki skylja lógíkina við að hafa hásingarnar sem næst endunum á bílnum, og þannig þyngdina sem mest á milli þeirra, mæli ég með rúnt um þjóðvegi landsins á traktorsgröfu
já djísus keyrðin eina case milli skálholts og rvk fyrir nokkrum árum...var 6 tíma á leiðini.vaggaði í nokkra daga á eftir:)
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Eru menn með einhver nákvæmari vísindi á bakvið það hversu mikið meiri þunga þeir vilja helst hafa á framhásingunni frekar en aftur? Erum við að tala um einhver 100-200 kg eða er það meira sem menn vilja að hvíli á framhásingunni eða fer það kannski eftir heildarþyngd bílsins þess vegna það væri nær að hafa 55-60% á framhásingu og 40-45% á aftur. Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar.
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Lágmark 60% að framan
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: skiptir lengd á millihjóla máli uppá flot hæfni í snjó
Cherokeeinn minn hefur verið um 1.200 kg að framan og um 1.000 að aftan í ferðum. Það er ekki nógu gott, hann var samt of afturþungur og sporaði oft talsvert dýpra að aftan en að framan. Er þessa dagana að færa afturhásinguna 15 cm aftur í viðbót og eftir það væri bíllinn um 1.250 kg að framan og 950 að aftan sem er um 57% þyngd á framhásingu m.v. sömu hleðslu. En stefnan er að setja í hann sílsatanka og þá færist þyngdarmiðjan á bensíninu sem var aftan við framsætin fram um rúmlega 50 cm svo hlutfallið verður nálægt 60% að framan.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur