afgashitamælir


Höfundur þráðar
s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

afgashitamælir

Postfrá s.f » 06.des 2011, 19:18

Sælir ég er að fara að setja afgashitamælir í bílinn hjá mér, og langar að vita hvort menn setji hann á pústgreininna eða fyrir aftan túrbínu??? Er búin að heira að menn séu að gera bæði.
Með því að setja nemann fyrir aftan túrbínu er þá verið að fá jafnastan hita frá öllum sílendrum ? hef líka heirt sagt að neminn verði að vera á greininni. Hvað segið þið hér um þetta mál og afhverju.




Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: afgashitamælir

Postfrá Grímur Gísla » 06.des 2011, 20:21

Afgashitinn fellur við að fara í gegnum túrbínuna, þannig að þú lest ekki sömu tölu af mælinum og er inn við hedd.
Þú gætir mælt mismuninn með hitabyssu og miðað mælin við það þegar þú setur hámark á mælinn.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 650
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: afgashitamælir

Postfrá Hjörturinn » 07.des 2011, 14:32

Hef heyrt að hitinn lækki um sirka 100-150 gráður yfir túrbínuna, þannig ef þú ert eftir túrbínu þá bara bæta við 150 gráðum til að vera safe.

Annars skilst mér að flestir trukkar sem koma með svona orginal séu með nemann eftir túrbínu, en þar held ég að menn viti nokkuð nákvæmlega hvað hitinn fellur mikið og það er öruggara að hafa hann fyrir aftan því ef eitthvað losnar í nemanum og fer í túrbínuna fer ekki vel.

Rétt fyrir túrbínu áttu að fá nákvæmastu mælinguna.
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur