hilux þráðurinn


Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

hilux þráðurinn

Postfrá arni hilux » 28.sep 2011, 23:57

jæja félagar síðan ég byrjaði á jeppaspjallinu þá hef ég (held) ekki séð þráð um það hvað það eru margir spjallverjar á hilux væri nú gaman að sjá hvað það væru margir og hvað er búið að gera fyrir þá:)

ég á eitt stikki 2,4 bensín 38'' breyttur, ég er búinn að setja undir hann hásingu undan 70 cruser og gorma að sjálfsögðu
planið er að setja eitthvað stærra ofaní húddið eða setja bara túrbínu, það er búið að setja spil á hann, planið að gera fyrir hann er að setja cupholder 4runner boddy eða extra cap pall, stigbretta ljós, kanski 44'', gorma að aftan og færa afturhásinguna og varatank.
hendi myndum inn fljótlega

vona að fleyri opni sig og sýna;)


BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hilux þráðurinn

Postfrá ellisnorra » 29.sep 2011, 07:39

Luxinn minn fyrir og eftir
DSC09154.JPG

DSC09682.JPG


Það fóru um 300 tímar í málningarvinnu og ryðbætingar árið 2008.
Svo er komin 70crúser framhásing, gormar hringinn og 4link að aftan, 70crúser mótor og 4.88 hlutföll.
Hann er fjandi góður og sjaldan verið betri þó hann sé kominn til tunglsins samkvæmt kílómetramælinum (374þús)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Startarinn » 29.sep 2011, 10:57

Hérna er minn

IMG_5477.JPG

IMG_5475.JPG


V6 bensín

Það sem er búið að gera:
-LC70 hásing að framan ásamt fjöðrun
-Loftpúðar að aftan, range rover stífur
-Auka gírkassi úr V6 4runner
-AC dæla sem á eftir að tengja við rafmagn
-Loftkútur undir palli
-Aukatankur úr 4runner

Það sem á eftir að gera:
-Volvo B230FT/B23 samansafn í húddið (2.3 bensín túrbo)
-Koma driflæsingum í hásingar - á þær til
-Smíða aukarafkerfið uppá nýtt
-Klára ryðbætur og láta galvanhúða grindina á pallinum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Svenni30 » 29.sep 2011, 14:00

Þetta er jeppinn minn.

- V6 3000 bensín með flækjum og tvöföldu pústi. KN loftsía. Beinskiptur.
- Hásing að framan, stýristjakkur og gormar.
- Loftpúðar að aftan, mælar og stýring innan úr bíl.
- Loftlæstur framan og aftan.
- Reimdrifin loftdæla og loftkútur ásamt mæli.
- Aukatankur og rafmagnsdæla á milli.
- Drifhlutföll 4,88, ljóskastarar, vinnuljós, GPS, VHF, aukarafkerfi og fl.
- Allur tekinn í gegn fyrir nokkrum árum, lítið sem ekkert ryð.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá HaffiTopp » 29.sep 2011, 14:38

elliofur wrote:Luxinn minn fyrir og eftir
DSC09154.JPG

DSC09682.JPG


Hmm ég sé nú bara engann mun :D

Svenni30 wrote:Þetta er jeppinn minn.

- V6 3000 bensín með flækjum og tvöföldu pústi. KN loftsía. Beinskiptur.
- Hásing að framan, stýristjakkur og gormar.
- Loftpúðar að aftan, mælar og stýring innan úr bíl.
- Loftlæstur framan og aftan.
- Reimdrifin loftdæla og loftkútur ásamt mæli.
- Aukatankur og rafmagnsdæla á milli.
- Drifhlutföll 4,88, ljóskastarar, vinnuljós, GPS, VHF, aukarafkerfi og fl.
- Allur tekinn í gegn fyrir nokkrum árum, lítið sem ekkert ryð.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Hrikalega flottur þessi hjá þér, en hvað er þessi vél að eyða hjá þér? Er ekki búið að "strjúka" henni og gera hana þétta og góða á álíka hátt og búið er að vinna í bílnum sjálfum eða er hún bara að drekka bensínið en skila engu í samræmi við það eins og maður hefur heyrt (og sannreynt sjálfur) um aðrar svona vélar.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Svenni30 » 29.sep 2011, 15:21

Takk fyrir það Haffi. Ég náði honum í 12.5 í sumar þegar ég ferðaðist um landið, En þá var keyrt rólega var í 80, Svo hef ég séð eyðslu sem er 20+ en þá var mikið farið upp brattar brekkur og djöflast off road.
Er oft að fara með svona 15-18 á hundraði hjá mér í venjulegum akstri.
Það er eitthvað búið að "strjúka" vélinni.
En þetta v6 dót mætti alveg virka betur, en ég er alveg sáttur með þetta svona þannig séð.
Langar að fara í vélar swap. Er þá eð spá 3,0 toyota diesel eða 2,8 diesel úr rocky. En ætla að keyra með þetta í vetur og sjá svo til.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hilux þráðurinn

Postfrá hobo » 29.sep 2011, 16:11

Góður þráður, það er meira að segja grundvöllur fyrir sér toyota spjall, slík er fyrirferðin í okkur :)

Nú er maður búinn að henda öllum myndum úr tölvunni á annan disk þannig að fátt er um fína drætti..
Ég á allavega þennan:
Image

Þetta er 4ja hjóla stáltrukkur sem er búinn að kosta sitt í viðhald þá fáu mánuði sem ég hef átt hann, en það er vonandi yfirstíganlegt.
Annars er þetta fínasti fákur.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hilux þráðurinn

Postfrá hobo » 29.sep 2011, 16:44

Hvaða bull, fann mynd.

Image

Stærsta breytingin á bílnum er 4link og gormar að aftan. Svo er búið að setja AC loftdælu í húddið, en ég bætti líka við rafmagnsdælu á pallinn( kemur sér vel ef önnur klikkar)

Báðar tegundir af talstöðvum eru í mælaborðinu.

Er á óslitnum microskornum ground hawg á 15" breiðum felgum með krana og hraðtengi.

Þetta er eina aukalýsingin í dag, 2 15w díóðuljós sem ég keypti af Hlífari hérna á spjallinu, mæli með honum, mjög ódýr.

Image


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: hilux þráðurinn

Postfrá steinarxe » 29.sep 2011, 17:35

Ég á 91 mdl double cab 2,4 dísil með eftirásettri garrett túrbínu og intercooler. 38 tommu breyttur á 36 tommu mudder,old man emu upphækkunarfjaðrir hringinn ásamt gasdempurum. Bridde rörastuðari að aftan og kengúrugrind að framan með biluðu warn spili og 4 kösturum. Plön eru stór og mikil en maður er alltaf að afsaka aðgerðarleysi með hinum og þessum ástæðum en það gengur ekki endalaust;) Mér langar að nýta tækifærið og auglýsa eftir 38 tommu köntum fyrir svona bíl, afturkantarnir verða að vera heilir, semsagt fyrir hásingarfærslu þarsem það er á dagskrá og mjög gaman ef þeir eru skrúfaðir utanfrá. 8 tommu köggull í frammhásingu með 4,88 eða 5,29 er líka mjög áhugavert þarsem það virðist ekki vaxa á trjám. Myndir verða að bíða þarsem ég er að vinna í noregi akkurat núna og gamli bíður bara þolinmóður heima í hlöðu.Endilega hendið á mig línu ef þið eigið eða vitið um svona hluti til sölu


Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá arni hilux » 29.sep 2011, 20:21

[quote="hobo"]Góður þráður, það er meira að segja grundvöllur fyrir sér toyota spjall, slík er fyrirferðin í okkur :)

styð þetta klárlega
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá -Hjalti- » 29.sep 2011, 21:17

Er ekki spurning ad lifga meira uppa almenna jeppaspjallid adur en ad menn dragi sig i enn minni hopa?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Svenni30 » 29.sep 2011, 22:06

Hjalti_gto wrote:Er ekki spurning ad lifga meira uppa almenna jeppaspjallid adur en ad menn dragi sig i enn minni hopa?

Jú sammála því
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Hfsd037 » 03.okt 2011, 17:49

Þetta er Hiluxinn minn

-árgerð 99 TDI
-2.5" Púst
-5:29 Drifhlutföll
-Læsing að aftan
-120 lítra aukatankur
-4-link að aftan
-RR Gormar
-Koni demparar
-Lóló gír
-4 stk Hella kastarar framan á
-2 stk vinnuljós undir, stillanleg eftir þörfum
-Kastara grind
-K&N sía

Kósýheitin..
-BMW 7 línu svört leðursæti með rafmagni
-Öll innrétting er svört
-Gólf og afturveggur tjörumottaður
-Einangrunar svampar settir inn í hurðar
-Einangrunasvampar settir undir sæti
-Nýtt teppi

Image
Image
Image

Hér má sjá mynd þar sem ég er með kveikt á vinnuljósunum undir bíl, algjör snilld ef eitthvað bilar ;)
Image
Image
Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá arniph » 04.okt 2011, 12:46

hiluxinn minn

96 double cab
44 tommu breittur
Lengdur á milli hjóla (orðinn rúmir 3 metrar á milli hjóla)
2,4 díesel turbo intercooler
skriðgír
læstur framan og aftan með raflásum
loftdæla
gormar framan og aftan
5,29 hlutföll
aukatankur
ónýtt boddy af ryði ( er að græja 4runner boddy ofáná )
Viðhengi
27226_1369870497628_1557716090_30939870_5235447_n.jpg


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: hilux þráðurinn

Postfrá steinarxe » 04.okt 2011, 15:44

Alveg rétt, ég var bara nánast búinn að gleyma hvernig alvöru loftnet líta út:) Alvöru eins og bíllinn


jonni187
Innlegg: 186
Skráður: 18.sep 2011, 19:44
Fullt nafn: Jón Örn Eyjólfsson

Hilux 1985 model

Postfrá jonni187 » 05.okt 2011, 21:45

Smávegis um jeppann minn :)

Toyota hilux 1985 mòdel

Boddý er ekið 140.000 þùs, vél og kassi òvitað
38" mudder
3,3/4 diesel med turbinu
4 gìra trukkakassi
arb loftlæsingar framan og aftan
5:71 hlutföll (er ad leita ad 4:88)
Loftdæla og loftkùtur

Hann er buinn ad vera i smá uppgerð hja fyrrum eiganda, svona af og til i 12 ár. Er ad fara klara ad smìða og teppaleggja bilinn ad innan og grunna og mála gòlf frammì. Bìlinn er opinn i gegn og med yfirbyggingu frá ragga vals, nog af plássi innì þessum ;)

Fòr með hann ì skoðun og fèkk 13 miða um leið, enda er nanast allt undir bilnum nytt og stìf málað.

Svo er bara að fylgjast með hvenær menn og konur fara i ferð og fá að fljòta með, á eina mynd sem eg tok daginn sem eg fèkk hann, ùtlitið verður betra og betra með tìmanum :)
Benz E 190 1991
WW golf vr6 1993


andriv
Innlegg: 25
Skráður: 22.nóv 2011, 23:38
Fullt nafn: Andri Viðar Oddsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá andriv » 22.nóv 2011, 23:44

sælir.
Hef verið að velta fyrir mer að fjárfesta í toyota hilux x-cab bensin 2,4 á 38" var að spa hvað svona bill er að eyða sirka?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hilux þráðurinn

Postfrá Startarinn » 23.nóv 2011, 00:20

14-20 ltr/100km

Fer eftir ástandi á mótor, ökuhraða og veðráttu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


andriv
Innlegg: 25
Skráður: 22.nóv 2011, 23:38
Fullt nafn: Andri Viðar Oddsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá andriv » 23.nóv 2011, 00:23

ok takk fyrir, er þessir að eyða svipað og v6 hiluxarnir eða?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hilux þráðurinn

Postfrá hobo » 23.nóv 2011, 09:12

Eyðsla á langkeyrslu:
Ég er með þessa vél og 38" dekk en með double cab. Mældi hann í sumar með gps ca. 400 km leið, hann var að eyða um 10,6 ltr.
Það má minnast á það að bíllinn var með stútfullan pall af útilegudóti, 25 pund í dekkjum og 5.71 hlutföll.

..og svo var fóturinn minn stilltur á sparakstur :)

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hilux þráðurinn

Postfrá -Hjalti- » 23.nóv 2011, 09:27

Þetta er alveg hreint ótrúlega lág eyðsla hehe varla að maður ætti von á að diesel bíllinn eyddi svona litlu einusinni:)
Síðast breytt af -Hjalti- þann 23.nóv 2011, 09:58, breytt 1 sinni samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hilux þráðurinn

Postfrá hobo » 23.nóv 2011, 09:35

Já enda kom hún mér líka vel á óvart, var búinn að gera ráð fyrir 12-13 ltr.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: hilux þráðurinn

Postfrá StefánDal » 23.nóv 2011, 10:28

Minn 38" með 5:71 var alltaf í kringum 14+-
Svo á ég einn óbreyttan núna og hann er þetta 10-12

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hilux þráðurinn

Postfrá ellisnorra » 23.nóv 2011, 18:22

Minn með 2.4tdi er með 10.3-11.5 undanfarna 2þús km á steinolíu á 33" og 4.88. Það fara svo auka 1-2 lítrar í 35tommuna
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur