Pakkningarlím?

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Pakkningarlím?

Postfrá Alpinus » 21.okt 2011, 20:56

Ég ætla að taka driflokurnar (AVM) af og hreinsa þær. Pakkningarnar verða væntanlega ekki í góðu standi og ég á ekki nýjar. Ég á eitthvað sem heitir Black Silicon Sealant frá Permatex. Er ekki í lagi að nota það og sulla smá af því á milli þegar ég skrúfa lokurnar aftur á? Eða er einhver með betri hugmynd?

Kv
Hans M
Viðhengi
103-700.jpg




toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Pakkningarlím?

Postfrá toni guggu » 21.okt 2011, 21:04

Eg nota þetta alfarið og hefur ekki klikkað bara að þrífa alla feiti og olíu af báðum flötum.

kv Toni.

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Pakkningarlím?

Postfrá Alpinus » 21.okt 2011, 21:06

Ég ætla þá að prófa þetta.

Takk kærlega!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pakkningarlím?

Postfrá Stebbi » 22.okt 2011, 14:42

Ég notaði svona á ventlalok einu sinni og gekk bara fínt upp. Mundu bara að ef að það stendur á pakkanum að það eigi að láta hlutina saman og standa þar til kíttið tekur sig þá borgar sig að gera það. Ef þú herðir þetta í botn á meðan það er blautt þá spýtist þetta bara í burtu og þéttir frekar lítið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Pakkningarlím?

Postfrá Stjáni Blái » 22.okt 2011, 15:47

Þetta er mjög fínt efni, og eins og Stefán segir hér að ofan þá er lykilatriði að leifa efninu að taka sig áður en hert er saman, og nota eins lítið og þú kemst upp með hverju sinni. mér hefur dugað það hingað til að bera efnið á flötinn sem er vel fituhreinsaður. sleikja fingrinum yfir þannig að planið sé þakið í pakningalími 1-2 mm. Leifa því að standa í smá stund og herða svo saman jafnt og þétt.

Kv.
Stjáni.

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Pakkningarlím?

Postfrá Alpinus » 22.okt 2011, 15:57

Ég fer í þetta á morgun og þá er betra að gera þetta rétt.

Takk fyrir góðar upplýsingar!


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur