Erlendis


Höfundur þráðar
saesiben
Innlegg: 19
Skráður: 09.jún 2010, 11:41
Fullt nafn: Sævar Örn Benjamínsson

Erlendis

Postfrá saesiben » 20.okt 2011, 03:03

Má maður taka með sér 38" breytan jeppa til svíþjóðar og færa hann yfir á sænskt numer og keyra á honum



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Erlendis

Postfrá Polarbear » 20.okt 2011, 08:38

nei.

allt yfir 35" er bannað í svíþjóð. þú færð hann ekki skoðaðan þar á 38.

ég athugaði þetta þegar ég ætlaði að flytja til svíþjóðar 2005 og þá var þetta allvega reglan. þar fyrir utan er allur akstur utan vega bannaður í sverige svo 38" breyting er frekar tilgangslaus þar :)

það sem meira er, ef bíllinn er skoðaður fyrir 38" á íslandi þá fæst hann ekki skoðaður úti á 35" þar sem einungis má skoða bílinn á þeirri dekkjastærð sem hann er skráður fyrir í skírteini.

þetta er ekki jafn hart í Noregi skillst mér án þess að hafa athugað það sérstaklega.

kv,
lalli


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Erlendis

Postfrá flækingur » 20.okt 2011, 22:53

eftir sem ég best veit er bannað að breyta fyrir meira en 35" í noregi en held að það sé í lagi ef þú tekur þinn bíl með ef þú flytur þangað. ég get kanski fengið það á hreint með einu maili út ef það er áhugi fyrir að vita það fyrir víst..


Höfundur þráðar
saesiben
Innlegg: 19
Skráður: 09.jún 2010, 11:41
Fullt nafn: Sævar Örn Benjamínsson

Re: Erlendis

Postfrá saesiben » 20.okt 2011, 23:47

Já væri til í að vita það er að að fara flytja út


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Erlendis

Postfrá steinarxe » 21.okt 2011, 11:49

Það verður ekkert gert hér í Noregi ef þú kemur með norrænu en þú þú mátt ekki vera með hann í lengur enn ár og það er ekki fyrir hvern sem er að borga sektina sem er gefinn ef þú ert tekinn eftir það. Hinsvegar er dáldið sniðugt að þeir virðast eiga í erfiðleikum með að innheimta stöðumælasektir og vegtolla á íslenskt skráð númer og það margborgar sig að að vera með íslenskt skráðann bíl hér þótt hann þurfi að fara heim annað slagið. Hér er ég tildæmis með 90 mdl af subaru 1800 pikkup og borga af honum rúman 14000 kall á mánuði í lágmarkstryggingu og bundið við hann að ég megi ekki keyra meira en 6000 km á ári,annars hækkar hún. hugsa samt að ég ná nú að snúa mig útúr því einhvernveginn en 37 tomma er allaveganna leyfð hérna og arctic trucks er með útibú í Drammen Noregi og mokar þessu út alveg. Ótrúlega gaman að sjá hvað íslenskt breyttir jeppar eru orðnir víða hérna. En hérna eins og í svíðþjóð er þetta algerlega óþarfi ,má hvergi nota þetta og tæpast gaman þótt maður nái að finna sér einhvern stað tilþess enda sér maður ekki neitt fyrir trjám sem eru allstaðar fyrir í þokkabót. Íslenski jeppinn er bara tískuvara og stöðutákn hérna þrátt fyrir mikið snjómagn.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur