Ventlaglamur í pajero sport


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá biggi72 » 22.sep 2011, 18:52

Daginn.
Er með MMC Pajero sport V6 bensínvélin og það glamrar í vélinni í honum þegar hún er köld en minnkar þegar hún hitnar og hættir alveg þegar hún er komin í vinnsluhita.
Er búinn að prófa engine treatment frá prolong og batnaði hún í smátíma en er svipuð aftur.
Þannig að vitið þið snillingarnir hvað þetta gæti verið??????

Með vinsemd og virðingu.
Birgir



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá HaffiTopp » 22.sep 2011, 19:34

Þetta er ekki ventlaglamur heldur tikk í vökvaundirlyftunum. Þeir hjá Mitsú virast bara ekki kunna almenninlega að búa til það góðar vövkaundirlyftur að það tikki ekki í þeim. Allavega var það svarið sem bifvélavirki á Mitsubishi-verkstæðinu hjá Heklu sagði við mig;)
Spurning hvaða smurolía sé sett á hann, og ef þú hefur tök á að breyta (skifta þér af á smurstöðinni) þá má athuga með fullgerviefnaolíu. 5W40 eða eitthvað álíka. Þetta er líka svona í mínum en sportara en ekki það mikið nema að maður rétt heyrir þetta ef maður leggur sig fram við að útiloka öll önnur "óhljóð" í vélinni þegar hún er í lausagangi og húddið opið.
Kv. Haffi.


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá biggi72 » 22.sep 2011, 19:53

Já þetta er frekar pínlegt þegar hann er kaldur, en er reyndar nýbúinn að skipta um oliu og setti 10w40.
Spurning hvort það bæti eitthvað að skipta um oliu aftur og setja 5w40.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá HaffiTopp » 22.sep 2011, 19:59

Nei ég myndi bara láta þessa klára sinn tíma, óþarfi að eyða um efni fram í svona tilraunastarfsemi :D
Frekar að skifta út olíunni næst þegar þú lætur smyrja hann. Hvaða olíusía var sett á hann núna þegar hann var smurður?
Var það orginal eða eitthvað annað dót?
Kv. Haffi

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá hobo » 22.sep 2011, 20:03

Mín reynsla er sú er að ég hef aldrei náð að losna við ventlaglamur með betri olíum, hreinsiefnum eða sjálfskiptiolíu í smurolíuna eins og einhverntíman var talin góð aðferð.
Lækningin er að skipta um undirlyfturnar. Þar sem olíurásir í undirlyftum eru ekki með gegnumrennsli er nær ómögulegt að hreinsa óhreinindin út.


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá biggi72 » 23.sep 2011, 06:46

Frekar að skifta út olíunni næst þegar þú lætur smyrja hann. Hvaða olíusía var sett á hann núna þegar hann var smurður?
Var það orginal eða eitthvað annað dót?

Ég keypti oliuna og síuna hjá N1 og þeir nátturulega seldu mér síu í nissan en ég skipti henni og fékk orginal á smurstöð.
En líklega verður maður að lifa með þessu.
Kostar ekki formúgu að skipta um undirliftur í þessum vélum?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ventlaglamur í pajero sport

Postfrá HaffiTopp » 23.sep 2011, 11:46

Var þetta Fram sía sem þú keyptir hjá N1 í Pajeroinn? Ef svo er þá myndi ég skifta því drasli út fyrir eitthvað með hærri gæðastaðal, t.d. orginal. Hún er reyndar soldið dýr hjá umboðinu en hlýtur að fá einhvern aflsátt útá F4X4 klúbbinn ef þú ert í honum eða FÍB ef þú ert hjá þeim.
Kv. Haffi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur