Þó að Ferðaklúbburinn 4x4 sé örugglega stærsta félag jeppamanna á Íslandi eru víða starfandi minni jeppaklúbbar meðal starfsmannahópa og fleiri. Einn slíkur var stofnaður í janúar árið 2002 af nokkrum starfsmönnum Flugmálastjórnar. Klúbburinn var lengi nafnlaus en á endanum fékk hann nafnið Stormsveitin og tengist nafnið einkum þeirri áráttu Veðurstofu Íslands að spá oft og iðulega stormi þegar klúbburinn ætlaði að skipuleggja ferðir.
Eftir stofnun klúbbsins hefur það gerst að Flugmálastjórn var skipt upp í Flugstoðir og Flugmálastjórn og seinna varð Isavia til og undir því merki sameinuðust Flugstoðir, fjarskiptastöðin í Gufunesi og Keflavíkurflugvöllur. Stormsveitin stóð af sér allar þessar breytingar og nú eru flestir félagar starfsmenn Isavia.
Stormsveitin heldur úti einfaldri heimasíðu http://jeppaklubbur.com og má þar finna stuttar frásagnir af ferðum klúbbsins og ef farið er inn á heimasíðuna og smellt á "Myndir" opnast myndaalbúm þar sem skoða má myndir úr öllum ferðum klúbbsins. Ávallt er leitast við að setja skýringartexta við myndir til glöggvunar fyrir þá, sem nenna að skoða þær. Tilgangur þessa pistils var einmitt sá að vekja athygli áhugafólks um jeppamennsku á heimasíðunni og sérstaklega myndaalbúminu. Ath. Það getur tekið heimasíðuna nokkrar sekúndur að opnast.
Skoðið og njótið.
Kv. Sigurbjörn.
Stormsveitin
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Stormsveitin
Ég var einhverntíman búinn að skoða þessa síðu, en alltaf gaman að skoða gamlar sem nýjar myndir.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Stormsveitin
Ég var á toppi Skjaldbreiðar líka þann 12. mars. Sá dagur seint mun gleymast, þvílík blíða.
Upphaflega var ég búinn að troða mér með þínum hóp(var á grænni súkku) en missti svo af ykkur á Shell. Þá hitti ég 3 menn á 2 bílum sem ég kannaðist við og fékk að fljóta með þeim.
Á meðan þið voruð að basla við Meyjarsætið fórum við gamla veginn sem er aðeins austar og keyrðum austan megin við Sandkluftarvatn. Það gekk bara mjög vel.
Þegar við vorum á toppnum sá ég ykkur hinum megin á fjallinu.
http://stodir.flugstodir.is/gallery/jclub/main.php?g2_itemId=15116
Upphaflega var ég búinn að troða mér með þínum hóp(var á grænni súkku) en missti svo af ykkur á Shell. Þá hitti ég 3 menn á 2 bílum sem ég kannaðist við og fékk að fljóta með þeim.
Á meðan þið voruð að basla við Meyjarsætið fórum við gamla veginn sem er aðeins austar og keyrðum austan megin við Sandkluftarvatn. Það gekk bara mjög vel.
Þegar við vorum á toppnum sá ég ykkur hinum megin á fjallinu.
http://stodir.flugstodir.is/gallery/jclub/main.php?g2_itemId=15116
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:06
- Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Stormsveitin
Fyrir margt löngu var hægt að tengjast inn á síður fjölmargra klúbba og gengja gegnum tenglasafn 4x4. Þar á meðal má nefna Rottugengið, Trúðagegnið, Fjallvinafélagið Kára, Spottavinafélagið og fleiri. Einnig voru fjölmargir tenglar inn á síður þjónustuaðila í jeppabransanum.
Þetta var að mestu leyti hreinsað út við síðustu uppfærslu síðunnar hjá 4x4.
Þetta var að mestu leyti hreinsað út við síðustu uppfærslu síðunnar hjá 4x4.
Patrol 2002 38"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur