Dot 3 only !

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 03.maí 2011, 23:45

Sælir. Ég er með cherokee og tók eftir því að það þarf aðeins að bæta á bremsuvökvann (var að versla þennan bíl) Og á lokinu stendur DOT3 only. Ég man ekki eftir að hafa séð DOT3 lengi einungis DOT4, ég fór á N1 bensínstöð í minni heimabyggð og þar er einungis hægt að fá DOT4. Má ég alveg setja hann á eða er hægt að fá DOT3 einhverstaðar ennþá. Því sá sem var að vinna í sjoppunni sagðist ekki muna eftir að hafa séð DOT3 í fjölda ára.

kveðja Gulli.




Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Dot 3 only !

Postfrá Hlynurh » 04.maí 2011, 00:02

heltu bara dot 4 á það er bara uppfærður staðall væri verra að setja dot 2

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 04.maí 2011, 00:08

EN má alveg blanda þessu saman ? Ég hef ekki hugmynd hvort það er DOT3 eða 4 á honum núna ?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dot 3 only !

Postfrá Kiddi » 04.maí 2011, 00:17

Það er sjálfsagt best að nota bara þann vökva sem mælt er með

Ef hann fæst ekki, þá má nota DOT 3 með DOT 4 eða DOT 5.1

DOT 5 má hinsvegar ekki nota með öðrum!


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Dot 3 only !

Postfrá Hlynurh » 04.maí 2011, 00:29

Það held ég að megi alveg svo er nátturulega alltaf gott að skifta út bremsuvökva reglulega allavega á 3 ára fresti hef ég heyrt

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Dot 3 only !

Postfrá Einar » 04.maí 2011, 06:29

Það er góð hugmynd að skipta út bremsuvökvanum öðru hvoru, gamall vökvi getur valdið tæringu í kerfinu.
Sama gildir um kælivökva, honum á að skipta út á nokkura ára fresti af sömu ástæðu.

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 04.maí 2011, 09:21

Þakka ykkur fyrir þessar uppl.. Ég helli þá bara DOT4 á forðabúrið og læt svo skitpa þessu út í næstu smurningu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Dot 3 only !

Postfrá HaffiTopp » 04.maí 2011, 10:28

Er þetta ekki gildra sem margir falla í, að það lækki á forðabúrinu þegar þynnist í klossum/borðum í bremsunum. Bæta svo það sem upp á vantar af bremsuglussanm en svo þegar skift er um klossana þá þrýstist glussinn uppí forðabúrið aftur og allur umfram glussinn sem settur hafði verið á ælist út um forðabúrið og allt útbýjað í glussa.
Ég myndi allavega byrja að athuga með stöðuna á bremsuklossunum áður en þú ferð og bætir á forðabúrið.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 04.maí 2011, 11:17

Já það meikar alveg sens hjá þér haffi. Ég ætla að ath það fyrst. Takk fyrir.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Dot 3 only !

Postfrá KÁRIMAGG » 04.maí 2011, 12:50

HaffiTopp wrote:Er þetta ekki gildra sem margir falla í, að það lækki á forðabúrinu þegar þynnist í klossum/borðum í bremsunum. Bæta svo það sem upp á vantar af bremsuglussanm en svo þegar skift er um klossana þá þrýstist glussinn uppí forðabúrið aftur og allur umfram glussinn sem settur hafði verið á ælist út um forðabúrið og allt útbýjað í glussa.
Ég myndi allavega byrja að athuga með stöðuna á bremsuklossunum áður en þú ferð og bætir á forðabúrið.
Kv. Haffi

Þetta er rétt þú átt ekki að bæta á bremsuvökvann. Íforðabúrinu er flotholt sem kveikir ljós í mælaborðinu ef það fer niður í vissa hæð

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Dot 3 only !

Postfrá Sævar Örn » 04.maí 2011, 21:54

m.v að klossar séu nýjir allann hringinn á vökvinn að snerta efri mörk í forðabúrinu.

Þá kviknar ljósið sirka á réttum tíma þegar þarf að skipta um klossa
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Dot 3 only !

Postfrá Járni » 05.maí 2011, 18:36

Þú mátt bæta Dot4 út í Dot3. Og ef það sullast uppúr við klossaskipti, skolarðu bara með vatni.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 05.maí 2011, 21:29

Járni wrote:Þú mátt bæta Dot4 út í Dot3. Og ef það sullast uppúr við klossaskipti, skolarðu bara með vatni.


Já ég bætti einmitt aðeins á hann í gærkveldi bara.. ;)


ierno
Innlegg: 6
Skráður: 03.feb 2010, 13:53
Fullt nafn: Árni Hermannsson

Re: Dot 3 only !

Postfrá ierno » 17.maí 2011, 19:21

Það má ekki setja vökva sem er ekki Dot3 á kerfi fyrir Dot3 vökva. EN vökvinn sem N1 selur er líka Dot3, það stendur bara rosalega litlum stöfum á brúsanum. Það þarf samt ekki að þýða að allur Dot4 vökvi henti á Dot3 kerfi, og öfugt.

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Dot 3 only !

Postfrá gudlaugur » 18.maí 2011, 00:53

Ég bætti á hann dot3 og hann bremsar enn... En svo aftur á móti þetta var svo lítið... rétt svo tappi.


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Dot 3 only !

Postfrá stebbi1 » 18.maí 2011, 19:13

Sælir
Hef nú verið að fylgjast með þessum þræði og finnst hann afar áhugaverður.
Langði nú að spyrja hvað þið haldið að gerist þegar t.d dot5 er settur á dot3 eða á dot4 kerfi?
einhverntímann heyrði ég að það mætti sulla þessu öllu saman nema bara maður væri með dot5 kerfi væri ekki æskilegt að setja dot 4 vökva á. semsagt ekki setja vökva með lægri tölu á, en ég hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í þessu.
En smá spurning í lokinn, á bílnum hjá mér daihatsu sirion er bleikur bremsuvökvi veit einhver hvaðann það kemur?

Kv: Stefán
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Dot 3 only !

Postfrá Sævar Örn » 18.maí 2011, 19:23

Hæhæ, líklega hefur einhver hellt sjálfskiptivökva í forðabúrið fyrir bremsurnar, ég lendi í að fólk hefur gert þetta svona 5 sinnum á ári í vinnunni með þeirri skýringu að viðskiptavinurinn ætlaði að bæta á stýrið... :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur