Veit einhver hvað er bilað í Hiluxkassa sem hrekkur úr bakk undir álagi en úr 1. og 3. ef slegið er af? Þetta byrjaði með að hann hrökk úr bakk undir miklu álagi (bakka úr festu) og síðan fór hann að hrökkva úr hinum skömmu síðar. Það er ekki svarf í tappanum og nóg gírolía var á kassanum og engin leguhljóð. Kveðja, Kári.
p.s. gírstöngin rekst ekki í boddí.
Hiluxgírkassasérfræðingar!
Re: Hiluxgírkassasérfræðingar!
Hvernig er bílnum breytt (ef breyttur er)? Hækkaður á boddyi. Geta þá ekki breyst afstöður á gírkassastöngum og aukist möguleikarnir á að þær bogni og haldi því ekki bílnum í gír. Einnig gæti gírkassapúði hafa skekkst eða gengið úr stað við átökin úr festunni. Svo gæti verið að (aftur)hásingin hafi skekkst/gengið til við átökin og skökk ákoma drifskaftsins (þrátt fyrir hjöruliðina í skaftinu) á gírkassann hafi eitthvað með þetta að segja, eða þá að gafflarnir í kassanum eru bognir eða stangirnar að þeim bognar. Annars er ég nú enginn sérfræðingur í gírkössum heldur skýt bara fram svona tilgátum.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Hiluxgírkassasérfræðingar!
mjög líklega boginn öxullinn í gegnum kassann. mjög algengt vandamál,byrjar með að það fer lega á tromluni sem verður lítið vart við nema örlitlum drifsaung tegar slegið er af.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Hiluxgírkassasérfræðingar!
Ef öxullinn er boginn er þá nokkuð til ráða annað en að henda kassanum? Kv, Kári.
Re: Hiluxgírkassasérfræðingar!
nei öruglega ekki fæst orðið lítið fyrir 10.000þúsund kallinn í dag. var augl,ystur gírkassi hér í gær sá ég var úr 70 cruser á 10.000kr og tað er eins kassi.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur